Morgunn - 01.12.1990, Page 66
MORGUNN
Spíritismi og dultrúarhreyfingar á Islandi
Sv. P.P.: Þekktasti dulsálarfræðingur íslendinga, Erlendur
Haraldsson, hefur sinnt þessu mikið og beitt vísindalegri
tölfræði í rannsóknum sínum. Hann hefur rannsakað ís-
lenska miðla og miðla á Indlandi og víðar. Rannsakað dul-
sýnir á dánarbeði.
3. fsp.: Er félagið að takast á við gömlu dulfræðina og ekki
að sinna vísindarannsóknum og hefur það þá ekki fylgst
nægilega vel með hinni vísindalegu afstöðu?
Sv. Ö.G.: Vísindarannsóknir í parasálfræði þurfa dýr tæki
og sérfræðiþekkingu til að hægt sé að sinna þeim. Slíkt
verður vinna sérfræðinga. Það þýðir ekki fyrir hvern sem
er að byrja vísindarannsóknir, hvorki á þessu né öðru, án
mikils undirbúnings. Það fólk sem stendur að Sálarrann-
sóknafélaginu er allt í fullu starfi annars staðar og því ekki
um það að ræða að það geti sinnt þessu eins og vísindin
krefjast. En við fylgjumst samt með og félagið hefur stutt
þessar rannsóknir. Beinar vísindarannsóknir eru ekki á færi
nema sérfræðinga einsog þær eru í dag.
4. fsp.: Til er spíritistakirkja í Englandi. Hvað er það, er hún
sértrúarsöfnuður eða er kristninni þar beint í átt að spírit-
isma?
Sv. P.P.: Þar hefur þetta þróast í átt að sálarrannsókna- og
fræðslufélögum, svipuðum Sálarrannsóknafélagi Islands.
Einnig eru til sérstök trúfélög, sbr. Fríkirkjan hér. Þar er
miðillinn prestur og andar predika í gegn um hann. Boð-
skapurinn kemur frá miðlinum og er með kristnu ívafi.
Vísindamenn taka afstöðu gegn svona sértrúarsöfnuðum.
Við höfum sérstöðu hvað þetta varðar í því hvað þetta hefur
verið opið. Það finnast engir slíkir sértrúarsöfnuðir á Is-
landi. Miðlar í slíkum sértrúarsöfnuðum geta fengið prests-
réttindi.
5. fsp.: Hvernig líta vísindamenn á spíritisma ef hann er
"reformation" við öll trúarbrögð og kemur með nýjar hug-
myndir um lífið, t.d. að þú uppskerir eins og þú sáir. Hvernig
flokka vísindamenn hann sem hreyfingu?
Sv. P.P.: Nútíma spíritisma má rekja til svíans Svedenborgs
sem var uppi á 18. öld og til Mercher segulmagnslæknis.
64