Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Page 10

Morgunn - 01.06.1995, Page 10
MORGUNN eða trúa einu né neinu? Get ég lifað án þess að reiða mig á nokkum skapaðan hlut? Eða hlýt ég að reiða mig á hluti sem ég veit ekkert um og hef í rauninni enga gilda ástæðu til að reiða mig á? Þessi vandi er að sjálfsögðu ekki nýr af nálinni. Hann hefur vafalítið fylgt mannkyni frá því að sögur hófust, en á síðari tímum hefur hann sótt fastar að fólki en nokkurn tíma fyrr. Skýringin á því er sennilega sú að hefðbundnar lausnir vand- ans duga fólki ekki framar. Með öðmm orðum, hefðbundin trúarbrögð, sem áður miðluðu fólki hugmyndum og skoðunum sem það gat stuðst við til að vega og meta hlutina, skipuleggja líf sitt og taka ákvarðanir, megna ekki lengur að leysa lífsskoð- unarvanda fólks, lausnir þeirra falla fólki ekki lengur í geð eða brjóta jafnvel í bága við heilbrigða skynsemi. Af þessu leiðir að fólk verður sjálft - án hjálpar hefðbund- inna trúarbragða - að móta lífsskoðanir sínar og lífsstefnu og beita eigin dómgreind miklu meira en áður var ætlast til. Segja má að þjóðfélag nútímans krefjist þess af þegnum sínum að þeir hugsi rökvíslega um allt milli himins og jarðar og móti sér skynsamlegar skoðanir á veröldinni, skoðanir sem eru sífellt til umræðu og endurskoðunar eftir því sem þekking og reynsla mannfólksins vex. Ég ætla ekki að gera hér að umtalsefni hugsanlegar skýring- ar á því hvers vegna trúarbrögðin hafa glatað gildi sínu í nú- tímaþjóðfélagi. Ég geng að því vísu að afhelgun veraldarinnar sé orðin að veruleika og að tími trúarbragðanna sé þegar lið- inn, þau heyri sögunni til á Vesturlöndum, vegna þess að þau þjóni ekki lengur neinu markverðu hlutverki í skipan þjóðfé- lagsins; fjöldi einstaklinga heldur vissulega áfram að trúa hinu og þessu sem trúarbrögðin hafa kennt, en þjóðfélagið, ríkið og borgin þurfa ekki lengur á trúnni að halda til að réttlæta sig. Einstaklingamir þarfnast heldur ekki trúarbragða til að réttlæta sig eða ákvarðanir sínar og hafa sennilega aldrei gert það, þó að fólk geti vissulega valið leið trúarinnar til sjálfsræktar. 8 i

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.