Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Side 19

Morgunn - 01.06.1995, Side 19
liggur við að segja náttúrulega hlutverki, ekki ósvipað og læknirinn eða lögfræðingurinn, bóndinn eða sjómaðurinn. Um er að ræða skýrt félagslegt hlutverk í hefðbundnu þjóðfélagi, sem menn eiga að leika eða rækja með ákveðnum hætti, sam- kvæmt skýrum reglum eða fyrirmælum sem þjóðfélagið gefur. Þeir sem ætla sér að gegna prestskap gangast þannig undir mjög ákveðnar reglur um hegðun, verkefni og lífsmáta, sem þeim kann að reynast torvelt að breyta eða brjótast undan. Eg vil síður en svo gera lítið úr gildi hefðbundins prestskap- ar og tel óráðlegt að mælast til nokkurra breytinga á honum. Ef hefðbundinn prestskapur liði undir lok, yrði menningarhlut- verki kirkjunnar ógnað og þar með einu mikilvægasta tæki samfélagsins til að viðhalda sjálfu sér og sögu sinni. Fari sögu- vitundin veg allrar veraldar, mun myrkur gleymskunnar smám saman leggjast yfir alla hugsun og enginn mun vita sitt rjúk- andi ráð. Söguvitund Islendinga er um þessar mundir ákaflega veik - og framtíðarsýnin að sama skapi óskýr - og prestar landsins eru öðrum fremur vel til þess fallnir að styrkja þessa vitund í prédikunum sínum. Eg hvet því presta til að segja æv- inlega þó ekki væri nema örlítið brot af Islandssögunni í hverri prédikun sinni. Eg vil nefna annan þátt í menningarhlutverki kirkjunnar sem presturinn hefur sinnt og á að sinna áfram, að ég tel. Það er sálusorgun og andlegur stuðningur við bágstadda, hvort sem illa er komið fyrir fólki í veraldlegu, andlegu eða siðferðilegu tilliti. Hér á presturinn að bera endurskin dýrðar Guðs inn í kalt myrkrið sem svo oft leggst yfir mannlífið og býr stundum um sig í hjarta okkar. Hér skarast menningarhlutverk kirkjunnar við það sem ég hef leyft mér að kalla dulúðarhlutverk hennar. Ég finn til þess að ég er ekki á heimavelli þegar mál sem falla undir þetta hlut- verk kirkjunnar ber á góma. Ég er ekki og hef aldrei verið virk- ur þátttakandi í hinni kristnu dulúð, en ég skil hana hlýjum röklegum skilningi, ef ég má orða það svo. Kjarni hennar, að 17

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.