Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Side 33

Morgunn - 01.06.1995, Side 33
„Almáttugi faðir“! Ég þakka þér fyrir, að þú gefur oss enn tækifæri til að koma hér saman, að nokkru leyti til að syngja þér lof og dýrð og að nokkru leyti til að halda hér tilraunir um hið dularfulla sem kallast. Nú sunguð þið um þann sem dó á krossinum. Hugsið um þetta vandlega. Þetta var gert fyrir okkur, til að endurleysa okkur, til að útiloka hið eitraða blóð.” Einnig má oft sjá á þessum fyrstu árum að bæði andarnir og Haraldur vilja efla samkennd tilraunafélagsfólksins við hina fátæku og þjáðu sem fræðimennirnir og valdamennirnir fordæma og líta niður á. En eins og áður hefur verið bent á þá var það yfirstéttarfólk og menntamenn sem þátt tóku í tilraun- unum, nema miðilinn Indriði Indriðason sjálfur sem var lærlingur og nýlega fluttur í höfuðstaðinn. Eina ytri ástæðan sem þetta fólk hafði til að líta á sig sem afræktan minni- hlutahóp í því samfélagi sem var í deiglunni á þessum árum í Reykjavík var að það var upp til hópa úr röðum andstæðinga Heimastjórnarinnar sem fór með völd einmitt á þessum árum. 5. desember 1905 segir andinn K.G. í hugleiðingu sinn í upphafi fundar: „Nú hefur heimurinn, þrátt fyrir þetta [synd mannsins], fengið dálitla skímu í andlegu áttina. Lærðu mennirnir, þeir þykjast vera of góðir, ég segi ykkur alveg satt, til að hafa í sér kristilegt hugarfar, sem þeir álíta siðspillandi fyrir sig. Þetta þarf vandlega að íhuga.“ Haraldur líkti stöðu tilraunfélagsmanna gagnvart and- stæðingum félagsins við stöðu frumsafnaða kristninnar gagn- vart veldi Rómverja og æðstu presta Gyðinga. Hann taldi að gáfur andans væru virkar í Tilraunafélaginu og sambandið við æðri heima beint og milliliðalaust eins og það var á tímum frumkristninnar. Haraldur taldi að andstaðan sem sálarrannsóknimar urðu fyrir í upphafi væru af svipuðum toga og ofsóknimar á hendur 31

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.