Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Side 56

Morgunn - 01.06.1995, Side 56
MORGUNN reiti og í hverjum þeirra uxu ólíkar tegundir plantna. Flestar virtust bera einhvers konar ávöxt: allt frá banönum til spínats. Austan við sérhvert beð var breiður malarstígur norður að almenningsvegi. Þrjú jámklædd útihús stóðu meðfram stígnum. Fjórar eða fímm manneskjur vom við vinnu við hvert þeirra. , J»ama sé ég nokkra vini mína,“ sagði Sara og benti að húsinu sem næst okkur var. „Förum þangað. Mig langar til að þú hittir þá.“ Sara kynnti mig fyrir þremur körlum og einni konu sem öll vom þátttakendur í rannsókninni. Karlmennimir áttu við mig nokkur orð, afsökuðu sig svo og héldu áfram við vinnu sína en konan, sem var líffræðingur og hét Marjorie, talaði frjálslega. Ég horfði í augun á henni. „Hvað emð þið eiginlega að rannsaka hér?“ spurði ég. Hún virtist óviðbúin þessu en brosti og svaraði svo: „Ég veit ekki hvar ég á að byrja,“ sagði hún. „Hefurðu heyrt um handritið?“ „Fyrstu hluta þess,“ sagði ég. „Ég var að byrja á þriðju innsýninni.“ „Þetta snýst allt um hana héma. Komdu, ég skal sýna þér.“ Hún benti mér að elta sig og við gengum á bak við jámklæddar byggingamar að baunareit. Mér fannst jurtirnar sérstaklega heilbrigðar og það var ekki að sjá neinar skemmdir af völdum skordýra eða dauð laufblöð. Þær uxu í jarðvegi sem var mjög lífrænn, næstum dúnmjúk mold. Sérhverri jurt var vandlega komið íyrir með nóg rými; þær uxu nálægt hver annarri en stilkar þeirra og lauf snertust hvergi. Hún benti á plöntuna sem næst okkur var. „Við höfum reynt að líta á þessar plöntur eingöngu sem orkukeifi og hugsa um allt sem þær þurfa til að dafna - jarðveg, næringu, raka, ljós. Við höfum komist að því að vistkerfið í kringum hverja og eina jurt er í raun ein lífræn heild og heilbrigði sérhvers hluta þess hefur áhrif á heildina.“ Hún hikaði og sagði svo: „Grundvallaratriðið er að þegar við fómm að hugsa um orkusambandið allt í kringum plöntuna tókum 54

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.