Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Page 73

Morgunn - 01.06.1995, Page 73
MORGUNN að ég hafði ekki fengið annað en sljó augnaráð og við höfðum öll dengt okkur út í djúpar hugsanir. „Það var gaman að hitta þig,“ sagði Sara og rétti mér hönd sína. Phil leit í áttina til jeppans. „Er þetta Wil James?“ spurði hann. „Er það hann sem þú ferðast með?“ ,Já,“ sagði ég. „Af hverju spyrðu?“ „Ég var bara að velta því fyrir mér. Ég hef séð hann héma. Hann þekkir eiganda staðarins og var í einum af fyrstu hópunum sem hófu rannsóknir á orkusviðum héma.“ „Komdu og heilsaðu upp á hann,“ sagði ég. „Nei, ég verð að fara,“ sagði hann. „Ég hitti þig héma seinna. Ég veit að þú getur ekki haldið þig frá þessum stað.“ „Eflaust ekki,“ sagði ég. Sara skaut inn í að hún þyrfti lfka að fara og ég gæti haft samband við hana gegnum gistihúsið. Ég tafði þau í nokkrar mínútur og þakkaði þeim fyrir kennsluna. Sara varð alvarleg. „Að sjá orkuna - að læra að skynja efnisheiminn á þennan nýja hátt - er smitandi. Við skiljum það ekki en þegar manneskja umgengst aðra sem sjá orkuna fer hún oftast líka að sjá hana. Farðu og sýndu þetta einhverjuin öðmm.“ Ég kinkaði kolli og flýtti mér að jeppanum. Wil heilsaði mér með brosi. „Ertu ferðbúinn?“ spurði ég „Næstum því,“ sagði hann. „Hvemig gekk í morgun?“ „Þetta var áhugavert,“ sagði ég. „Það er margt sem ég þarf að segja þér.“ „Það er best þú bíðir með það,“ sagði hann. „Við þurfum að koma okkur héðan. Ástandið hér er óheppilegt.“ Ég gekk nær honum. „Hvað er að gerast?" spurði ég. „Ekkert svo alvarlegt,“ sagði hann. „Ég skal útskýra það seinna. Náðu í farangurinn þinn.“ Ég fór inn í gistihúsið og sótti þessa fáu hluti sem ég hafði skilið eftir í herberginu. Wil haföi sagt mér áður að ég þyrfti ekkert að 71

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.