Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 6
Ritstjórarabb
útgáfu blaða og tímarita. Greinar hans í blöðum og tíma-
ritum voru geysilega margar, auk þess sem hann samdi
ógrynnin öll af fyrirlestrum og erindum um ýmisleg efni,
ritaði skáldsögur, leikrit og ljóð, einnig þýddi hann geysi-
mikið á íslensku úr erlendum málum.
Það er því kannski ekki svo íjarri lagi, það sem eitt sinn
var látið að liggja um hann, að hann hafi skrifað meira en
nokkur annar Islendingur um sína daga.
Einar ritaði á sínum tíma, allmikið um trúrnál og lenti í
nokkrum deilum um þau. Sagt var að á þessum tíma hafi
efnishyggjan og trúin á andann togast nokkuð á í sál hans.
Þá er það, eins og flestum er kunnugt, að hann fær í hend-
ur yfirgripsmikið rit F.W.H. Myers, sem nefndist „Per-
sónuleiki mannsins og framhaldslíf hans eftir líkams-
dauðann.“ Eftir það varð ekki aftur snúið hjá Einari Hjör-
leifssyni Kvaran.
Hinn 27. júní 1903 ritar hann grein í blað sitt Norður-
land, um ódauðleika sálarinnar og segir þar frá áður
nefndri bók Myers. Þessi grein mun vera það fyrsta, sem
ritað er um sálarrannsóknir á íslandi.
Hann stofnar fljótlega fámennan félagsskap i Reykja-
vík, Tilraunafélagið, til þess að gera tilraunir í þá átt að ná
sambandi við framliðna menn.
Fyrsta opinbera fyrirlestur sinn um málið flytur hann
svo árið 1905. Fyrirlesturinn vakti þegar upp mikla and-
stöðu og andsvör, en einmitt það varð til þess að vekja
þjóðarathygli og mikinn áhuga á málinu.
Einar Kvaran mátti þola andúð og úlfúð, háð og lítils-
virðingu fyrir lífsskoðanir sínar, en hann hélt ótrauður
áfram og virtist reiðubúinn að fórna flestum vegtyllum
sínum og orðspori í þágu þessa mikilvæga málefnis.
Tókst honum enda fljótlega að afla fylgis ýmissa mikils
4 MORGUNN