Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 10
Ritstjórarabb
fá vitneskju um sannanirnar fyrir framhaldslífi. Ég vil
segja: Hvílík Qarstæða! Og skýt því enn til yðar, kæru fé-
lagssystkini og allra, sem þessu máli unna og orð mín ná
til, að styrkja svo félag vort að það standi sem stöðug og
óhrekjandi sönnun þess að þetta er ijarstæða. Þjóðin
sleppir ekki aftur þessu dýra, dýrasta andlega verðmæti,
sem hún hefur öðlast.“
Þessi orð séra Kristins Daníelssonar, sem hann talaði til
félagsmanna nú fyrir bráðum 60 árum, finnst mér eiga
ágætt erindi til okkar í dag og vera kjarninn í þeirri hvatn-
ingu, sem okkur er nauðsynleg, ekki síður en þá.
Og hvernig stendur svo málefnið á meðal þjóðarinnar
núna, eftir 80 ára starf spíritista á íslandi?
Því verður best svarað með niðurstöðum úr skoðana-
könnun sem dagblaðið DV gerði á meðal kjósenda um af-
stöðu þeirra til lífs eftir dauðann og birti 18. mars s.l.
Þar kemur fram að 80,9% þeirra sem afstöðu tóku, trúa
á framhaldslíf. Afstöðu tóku 91,5% þeirra sem í úrtakinu
lentu (1200 manns), sem sýndi að „þetta er málefni, sem
flestir hafa myndað sér skoðun á, hvort sem það er vegna
persónulegrar reynslu eða ekki,“ eins og segir í umsögn
blaðsins með niðurstöðum könnunarinnar.
Hvaða betri afmælisgjafar gat Sálarrannsóknafélag ís-
lands óskað sér á 80 ára afmælisári starfsemi sinnar?
Þetta verður að teljast hreint stórkostlegur árangur, eitt
prósent fyrir hvert ár sem spíritisminn hefur verið við líði
á íslandi.
Hin síðari árin hafa að sönnu fleiri sálarrannsóknafélög
víða um land, tekið þátt í og unnið að eflingu spíritismans
hér og eiga þau að sjálfsögðu sinn þátt í niðurstöðunni.
En óneitanlega er það skemmtileg tilviljun að á 80 ára
afmæli Sálarrannsóknafélags íslands og spíritismans á ís-
8 MORGUNN