Morgunn


Morgunn - 01.06.1998, Side 32

Morgunn - 01.06.1998, Side 32
Fyribœri á Jjöllum Að lokum er hér frásögn Þórhalls Kristjánssonar á Breiðumýri, frá kynnum hans af sæluhúsinu við Jökulsá. Það var að haustlagi að Þórhallur, ásamt fleirum, var í tjallgöngum á Mývatnsöræfum og tóku þeir sér náttstað í sæluhúsinu. Er þeir áttu skammt ófarið til hússins, tók hundur Þórhalls, er Hringur hét og þótti óvenju skyggn og skynugur, að ókyrrast. Virtist hann ýmist ofsareiður eða lafhræddur, og inn vildi hann ekki, þótt hinir hundarnir fylgdu húsbændum sínum óhikað. Varð Þórhallur að bera hann inn en ekki veik Hringur frá fótum hans, en ýlfraði stöðugt. Varð um síðir að loka hundinn úti, svo að hann ekki héldi fyrir þeim vöku, en þá tók hann til að hlaupa í sífellu umhverfis húsið með urri, gelti og ýlfri, og var lík- ast sem hann ætti í sífelldu stímabraki við stórgrip eða eitthvað annað. Lögðust menn nú fyrir, en þá hófust högg og brestir hvaðanæva úr húsinu, úr gólfi og veggjum, og var stundum líkast sem verið væri að rífa bárujárnið af húsþakinu, en stillilogn var úti. Þó sofnuðu gangnamenn fljótt, því að þeir voru þreyttir. Um miðnætti vaknar Þórhallur sárþyrstur, reis upp og gekk út og til árinnar. Jafnskjótt og hann lauk upp dyrun- um, kom Hringur þar á móti honum ýlfrandi og fylgdi honum til árinnar. Drakk Þórhallur nægju sína og snýr svo aftur til hússins. Þýtur seppi þá með gelti heim að húsinu, en snýr snögglega við, eins og hann væri laminn og hend- ist á fætur Þórhalli. Þetta lét hann ganga hvað eftir annað. Siðan tók hann sprett norður fyrir húshornið, og var þá sem hann glefsaði í eitthvað, en hentist jafnskjótt tilbaka. Sá Þórhallur þá að einhverju kvikindi brá fyrir hornið á eftir hundinum. I fyrstu sá hann aðeins tvö glóandi augu. Þetta færðist svo meðfram húshliðinni í áttina til Þórhalls, og gat hann þá grein á því vaxtarlag. Virtist þetta á stærð 30 MORGUNN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.