Morgunn - 01.06.1998, Síða 32
Fyribœri á Jjöllum
Að lokum er hér frásögn Þórhalls Kristjánssonar á
Breiðumýri, frá kynnum hans af sæluhúsinu við Jökulsá.
Það var að haustlagi að Þórhallur, ásamt fleirum, var í
tjallgöngum á Mývatnsöræfum og tóku þeir sér náttstað í
sæluhúsinu. Er þeir áttu skammt ófarið til hússins, tók
hundur Þórhalls, er Hringur hét og þótti óvenju skyggn og
skynugur, að ókyrrast. Virtist hann ýmist ofsareiður eða
lafhræddur, og inn vildi hann ekki, þótt hinir hundarnir
fylgdu húsbændum sínum óhikað. Varð Þórhallur að bera
hann inn en ekki veik Hringur frá fótum hans, en ýlfraði
stöðugt. Varð um síðir að loka hundinn úti, svo að hann
ekki héldi fyrir þeim vöku, en þá tók hann til að hlaupa í
sífellu umhverfis húsið með urri, gelti og ýlfri, og var lík-
ast sem hann ætti í sífelldu stímabraki við stórgrip eða
eitthvað annað. Lögðust menn nú fyrir, en þá hófust högg
og brestir hvaðanæva úr húsinu, úr gólfi og veggjum, og
var stundum líkast sem verið væri að rífa bárujárnið af
húsþakinu, en stillilogn var úti. Þó sofnuðu gangnamenn
fljótt, því að þeir voru þreyttir.
Um miðnætti vaknar Þórhallur sárþyrstur, reis upp og
gekk út og til árinnar. Jafnskjótt og hann lauk upp dyrun-
um, kom Hringur þar á móti honum ýlfrandi og fylgdi
honum til árinnar. Drakk Þórhallur nægju sína og snýr svo
aftur til hússins. Þýtur seppi þá með gelti heim að húsinu,
en snýr snögglega við, eins og hann væri laminn og hend-
ist á fætur Þórhalli. Þetta lét hann ganga hvað eftir annað.
Siðan tók hann sprett norður fyrir húshornið, og var þá
sem hann glefsaði í eitthvað, en hentist jafnskjótt tilbaka.
Sá Þórhallur þá að einhverju kvikindi brá fyrir hornið á
eftir hundinum. I fyrstu sá hann aðeins tvö glóandi augu.
Þetta færðist svo meðfram húshliðinni í áttina til Þórhalls,
og gat hann þá grein á því vaxtarlag. Virtist þetta á stærð
30 MORGUNN