Morgunn - 01.06.1998, Side 35
Reimleikar á Hrauni
herbergi. Gengið var í kjallara um útidyr að norðanverðu
en einnig af hæðinni um stiga frá forstofu og um stigagat
á eldhúsgólfi. í kjallara var búr, smíðastofa og herbergi
sjómanna.
Reimleikarnir hófust um miðnætti uppi á Dimmalofti,
með því að rótað var í bókakössum og ýmsu dóti og því
dreift um gólf. Síðan heyrðist marrið í stiganum, þegar
gengið var af loftinu niður í forstofuna. Var síðan tekið í
snerilinn á eldhúshurðinni, honum snúið og hurðinni
hrundið upp. Heyrðist þá að gengið var inn í eldhúsið.
Einnig átti draugurinn til að rótast um í geymslu í kjall-
ara. Var það leikur hans þar að kasta kartöflum upp í stig-
ann og láta þær velta niður á gólf. Þessi óhugnaður endur-
tók sig nótt eftir nótt.
Eitt sinn að kvöldi, þegar Valgeir var að heiman, varð
draugsins vart í kjallaranum. Heyrði fólkið umstang
frammi á ganginum. Fór Emil, bróðir Valgeirs, fram í for-
stofuna og svipaðist um, en þar var enginn sjáanlegur.
Margir gerðust til þess að vaka og freista þess að kveða
niður drauginn. Engum tókst þó að leysa þrautina og eng-
inn fékkst til þess að vera nema eina nótt, svo hræddir
urðu menn við návist draugsa.
Vigfús Jónsson fór mörgum háðulegum orðum um
reimleikana á Hrauni og taldi þá helbera ímyndun. Hann
vakti þar eina nótt en gaf ekki kost á meiru.
Þórir Danielsson hugðist vaka eina nótt, vopnaður
haglabyssu. Hann sofnaði á verðinum og varð því einskis
var.
Fullhuginn Einar Olafsson bauðst þá til þess að vaka.
Hann var annáluð skytta og hugðist skjóta kauða.
Undir miðnætti, þegar heimilisfólkið var gengið til
náða, settist hann á stól gegnt eldhúsdyrum, með byssuna
MORGUNN 33