Morgunn


Morgunn - 01.06.1998, Page 35

Morgunn - 01.06.1998, Page 35
Reimleikar á Hrauni herbergi. Gengið var í kjallara um útidyr að norðanverðu en einnig af hæðinni um stiga frá forstofu og um stigagat á eldhúsgólfi. í kjallara var búr, smíðastofa og herbergi sjómanna. Reimleikarnir hófust um miðnætti uppi á Dimmalofti, með því að rótað var í bókakössum og ýmsu dóti og því dreift um gólf. Síðan heyrðist marrið í stiganum, þegar gengið var af loftinu niður í forstofuna. Var síðan tekið í snerilinn á eldhúshurðinni, honum snúið og hurðinni hrundið upp. Heyrðist þá að gengið var inn í eldhúsið. Einnig átti draugurinn til að rótast um í geymslu í kjall- ara. Var það leikur hans þar að kasta kartöflum upp í stig- ann og láta þær velta niður á gólf. Þessi óhugnaður endur- tók sig nótt eftir nótt. Eitt sinn að kvöldi, þegar Valgeir var að heiman, varð draugsins vart í kjallaranum. Heyrði fólkið umstang frammi á ganginum. Fór Emil, bróðir Valgeirs, fram í for- stofuna og svipaðist um, en þar var enginn sjáanlegur. Margir gerðust til þess að vaka og freista þess að kveða niður drauginn. Engum tókst þó að leysa þrautina og eng- inn fékkst til þess að vera nema eina nótt, svo hræddir urðu menn við návist draugsa. Vigfús Jónsson fór mörgum háðulegum orðum um reimleikana á Hrauni og taldi þá helbera ímyndun. Hann vakti þar eina nótt en gaf ekki kost á meiru. Þórir Danielsson hugðist vaka eina nótt, vopnaður haglabyssu. Hann sofnaði á verðinum og varð því einskis var. Fullhuginn Einar Olafsson bauðst þá til þess að vaka. Hann var annáluð skytta og hugðist skjóta kauða. Undir miðnætti, þegar heimilisfólkið var gengið til náða, settist hann á stól gegnt eldhúsdyrum, með byssuna MORGUNN 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.