Morgunn - 01.06.1998, Qupperneq 55
Dularfull fyrirbrigði
Hingað til hefir það verið og enn er það talið ekki
óverulegur þáttur i predikunar- og fræðslustarfi presta að
koma inn hjá mönnum trú á annað líf, ekki aðeins á það
að maðurinn lifi þótt hann deyi, heldur og á hitt, að ann-
að líf sé að minnsta kosti að því leyti áframhald af þessu
lífi, að þar uppskeri maðurinn það, sem hann sáir hér.
Prestarnir munu að öllum jafnaði manna fúsastir til að
viðurkenna að ekki hafi reynst svo auðhlaupið að þessu,
að minnsta kosti sé það ekki ávalt auðséð á breytni mann-
anna, að sannfæringin um þetta sé mjög rík í hugum
þeirra. Og jafnframt munu fæstir prestarnir þess albúnir
að neita því að ef mannkynið væri verulega sannfært um
annað líf, jafn sannfært eins og til dæmis að taka píslar-
vottarnir voru í hinni fyrstu kristni, þá mundi dauðinn
missa brodd sinn að mjög miklu leyti og þá mundi mönn-
um verða auðveldara en nú verður raun á að jafnaði, að
líta skynsamlega á gæði og raunir þessa lífs.
Nú eru milljónir manna úti um heiminn sem segja:
„Við VITUM að annað líf er til. Fyrir okkur er það ekki
trúaratriði, heldur þekkingaratriði. Við vitum alveg jafn-
vel að annað líf er til eins og að ÞETTA líf er til. Við vit-
um að breytni mannanna og hugarfar hér í lífi hefir afar
ríkar afleiðingar fyrir þá í öðru lifi. Við vitum að ástvinir
okkar í öðru lifi bera í brjósti heita þrá eftir að komast í
samband við okkur, gera okkur viðvart um, hvernig þeim
líður, og sérstaklega gera okkur viðvart um það, að þeir
elski okkur enn heitar en þeir gerðu áður, meðan við nut-
um líkamlegrar návistar þeirra. Og við vitum líka, að all-
ir aðrir geta fengið að vita þetta ef þeir vilja.“
Nú eru hér í Reykjavík nokkrir menn, sem þykir fróð-
legt að forvitnast um, hvort þetta sé satt. Sumir, sennilega
allir, hafa þeir misst ástvini einhvern tíma á lífsleiðinni.
MORGUNN 53