Morgunn - 01.06.1998, Síða 62
Dularfull fyrírbrigði
Fyrir lækningunni gera hinir ósýnilegu gestir þá grein,
að hún sé sumpart afleiðing af krafti bænarinnar, þeir
halda því stöðugt fast fram, að þeir hafi í öðru lífi fengið
sannanir fyrir því, að áhrif innilegrar bænar séu margfalt
meiri en jarðneskir menn geti gert sér í hugarlund. Sum-
part segja þeir, að lækningin stafi frá efnum, sem hleypt
sé inn í axlarliðinn á miðlinum og leidd þaðan eftir hand-
leggjum og höndum fram í gómana og þaðan inn i líkama
sjúklingsins. Sum efnin segjast þeir nota til þess að opna
hörundið.
Eina af þeim óperationum hefur mönnum verið gerður
kostur á að sjá að nokkru leyti. Hún fór fram á mánudag-
inn var. Læknirinn leyfði að kveikja ljós og bera það að
manninum. Þá sást gat á lífinu, svo sem fingurgómsstórt,
á bólgunni neðanverðri. Út úr því vall brúnleit vilsa. Mið-
illinn tók úr þessu sári brúnleita klessu, stóð upp og lét
hana í ofninn. Læknirinn sagðist hjálpa miðlinum til þess
að losna við þessa klessu og koma henni í eldinn, hún
væri afar megnt eitur. Jafnframt sagði læknirinn Jensen að
vera yfir sárinu á meðan. Miðillinn var þá látinn þvo sér
vandlega úr karbólvatni, sem hann annars gerir í hvert
skipti, eftir er hann hefur farið höndum um sjúklinginn.
Þegar þvottinum var lokið, sagði læknirinn aftur að
kveikja. Sárið var þá enn opið en minna cn áður. Eftir fáar
mínútur var þctta athugað í þriðja sinn. Þá sást engin mis-
smíði. Þeir voru viðstaddir tilraunina í þetta sinn, auk
miðilsins og sjúklingsins, Björn Jónsson ritstjóri, frú
Ragnheiður Bjarnadóttir (kona Þorleifs Jónssonar), og
ungfrú Ingibjörg Salóme Pálniadóttir frá Löngumýri í
Blöndudal í Húnavatnssýslu. Þau sáu þetta öll og eru
reiðubúin til þess að standa við það hvar sem er.
Þegar lækningatilraunum og handaþvotti er lokið,
60 MORGUNN