Morgunn - 01.06.1998, Page 84
Boðsendingin
hún hafði tekið, þyngdi henni heldur þegar heim kom.
Reyndi hún þó að taka þátt í undirbúningi jólanna. En það
varð henni ofraun. Fór það svo að hún varð að leggjast
rúmföst dagana milli jóla og nýárs og leið illa.
Ekki var auðvelt að leita henni hjálpar. Yfir hátíðina
gekk i versta veður, svo allar ferðaleiðir urðu ófærar.
Læknir var þá á Hólmavík, Guðmundur Steinsson. Haft
var samband við hann og leitað ráða. Hann taldi að hér
væri full alvara á ferð og óvíst hvernig úr rættist. Hann
taldi sig eiga lyf, sem hugsanlega kynnu að koma að gagni
og vinna bug á sjúkdómi Jensínu. En tíðarfarið var svo
vont að engin leið var að ná í þau.
Leið svo fram á gamlársdag. Veðrið hélst óbreytt. Þá
leið Jensinu minni mjög illa. Lá í móki með hita og van-
líðan, en þó með fullri rænu. Fátt var hægt að gera nema
bíða og sjá til hvað yrði.
Við höfðum samband við Guðmund lækni. Hann var
áhyggjufullur, en engin leið var að nálgast hjálp hans eða
þau lyf, sem hann taldi að gætu komið að gagni. Tíminn
yrði að leiða í ljós hvað yrði. Nóttin, sem í hönd færi
skæri úr um það.
Það var því ekki áhyggjulaust gamlárskvöld þá í Bæ.
Jensína reyndi að telja í mig og okkur kjarkinn. Sagði
mér að hátta og sofna. Ég gæti ekkert gert. Við yrðum að
sjá til um hvað yrði.
Það varð þvi úr að ég lagðist til hvíldar og svefns.
Einhvern tíma um miðja nóttina dreymir mig að Guðjón
bróðir minn sé kominn. Hann segist vera í póstferð og
verði að hafa hraðann á.
Guðjón var þá látinn fyrir nokkrum árum, en fyrir mér
var hann í draumnum lifandi og raunverulegur.
82 MORGUNN