Morgunn - 01.06.1998, Side 86
Boðsendingin
ínu minnar, sem þá lá í móki. Ég sofnaði svo og svaf til
morguns.
Það fyrsta, sem ég gerði, var að líta eftir Jensinu minni.
Þegar hún vaknaði á morgni nýársdags, var henni held-
ur léttara. Og það hélt áfram. Henni létti smám saman og
komst á fætur og til heilsu, sem entist henni nokkur ár.
Hún andaðist 5. október 1992, fædd 18. febrúar 1902.
Þar með er þessari frásögn minni lokið.
Hver og einn getur dregið sínar ályktanir um hvað það
var, sem hér hafði gerst. Það, sem varð mér helst umhugs-
unarefni í sambandi við þetta, er, að í draumnum var hug-
ur minn í engu sambandi við ástand Jensínu. Það var ekki
fyrr en frá leið að ég fór að hugsa út í hvaða samband var
þarna í milli. Og framsetning þeirrar boðsendingar, sem
mér var boðið að koma frá mér, var orðuð á annan hátt en
bænarorð mín önnur í mörgum öðrum tilfellum og komu
mér dálítið á óvart, þegar ég fór að hugleiða þetta nánar.
Þau eru borin fram í bljúgri lotningu fyrir því almætti,
sem yfir okkur er og allt um kring. Ósjálfrátt verða þau til
í huga mér og borin áfram að fótskör þess sem ræður lífi
okkar og velferð á örlagastundu.
Síðan hafa þau oft komið upp í huga mér á þeim biðtíma
sem mér sjálfum hefur verið gefinn, hin síðustu ár, án
þess ég geti gert mér grein fyrir hverjum tilgangi það
þjónar.
Árneshreppur er ein af jaðarbyggðum þessa lands, af-
skorinn frá samgöngum við önnur héruð og byggðarlög.
Ekki ósvipað því sem er í Grímsey, einkum um vetrar-
mánuðina.
Þegar bráðan vanda ber að höndum er það flugið á
Gjögur sem hefur verið okkur mikils virði og oft bjargað
84 MORGUNN