Morgunn - 01.06.1998, Page 101
Kristin Karlsdóttir
á þetta stöðuga lungnaberkjukvef, sem ég var komin með
og sem virtist ætla að verða viðloðandi, hvað sem tautaði
og raulaði. Eg var nánast með stöðugan hósta og ef ekki
hósta þá astma, sem hrjáði mig, en hann fékk ég í beinu
framhaldi af þessu öllu.
Þegar hér var komið var ég búin að fá nokkru sinnum
lyljakúra, bæði pensilín og annað, var á Bricanil-pústi og
sterapústinu Pulmicort, en ekkert dugði. Ég var orðin
langþreytt vegna svefntruflananna.
Þegar hér var komið fór ég til Kristínar Karlsdóttur hug-
læknis, ljórum sinnum, einu sinni í viku.
Strax eftir fyrsta skiptið gat ég sofið alla nóttina og fór
mér stigbatnandi eftir hvert skipti.
Síðan þá hef ég ekki fundið fyrir neinu í lungunum né
átt í öðrum heilsufarslegum örðugleikum, hef hvorki not-
að lyf né púst.
Síðan eru liðnir Qórir mánuðir.“
Frásögn 57 ára gamallar konu:
Hinn 10. febrúar 1995 var ég að þvo bílinn. Svell var á
þvottaplaninu, og rann ég til og datt beint á rassinn. Stóð ég
strax upp og fann ekkert til. Svo var það daginn eftir að ég
fór að finna til i bakinu. Var ég búin að vera mjög slæmi í
því í 2 daga þegar ég fór til læknis. Hann skoðaði mig mjög
vel og taldi að það hefði blætt við hryggjarliðina kringum
mjóhrygginn, auk þess sem ég hefði tognað. Hann sagði
mér að fara í heit böð og gæta þess að fara vel með mig.
Ég fór í heitan pott á hverjum degi og hafði hitateppi við
bakið svona einn tíma á dag.
Mér leið sæmilega í smá tíma eftir hitaböðin, en þess á
milli fann ég alltaf mikið til í bakinu.
MORGUNN 99