Morgunn - 01.06.1998, Page 108
Miðlakynning
bjóða okkur þá þekkingu sem við þurfum á að halda. Ef
okkur mistekst enn og við neitum að horfast í augu við
erfiðleikana þá komum við eins oft og þarf.
Það er nefnilega ekkert flókið við tilveru okkar heldur
er grundvöllur hennar afar einfaldur. Okkur er ætlað að
þroskast og verða betri. Vitaskuld er þetta erfið barátta en
um leið og við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd að
þjáningin veitir mestan þroska þá getum við fremur tekið
því sem á okkur er lagt en ella. í gleðinni felst einnig lær-
dómur, en hún er eingöngu uppskera þjáningarinnar, hana
hljótum við ekki nema eiga það skilið.
Það koma aldrei fyrir tilviljanir í lífum okkar því hversu
ómerkilegur sem einhver atburður kann að virðast, þá hef-
ur hann tilgang.
Aður en við tökumst á við jarðlíf þá lifum við í þeim
heimi sem við þekkjum sem heiminn fyrir handan. Þar
sameinumst við þekkingu okkar úr mörgum jarðlífum og
erum því mun vitrari en á meðan við erum í efnislíkama.
Okkur myndi reynast örðugt að koma til jarðarinnar með
alla þekkingu okkar, reynslu og minningar, því þá gætum
við ekki tekist á við það sem ætlunin er að læra í núver-
andi lífi. Við höfum öll lifað oft, misjafnlega oft að vísu,
og erum því misjafnlega langt komin á þroskabrautinni en
öll erum við á sömu leið, þeirri leið sem færir okkur í
hverju skrefi nær ljósinu, nær Guði.
Fyrir hverja jarðvist förum við yfir reynslu okkar og
þekkingu og komumst að því hvað við þurfum að læra til
að komast enn lengra. Þegar það er ljóst er jarðlífið ákveð-
ið fyrirfram í öllu meginatriðum, svo að þær aðstæður
skapist að við geum lært það sem okkur skortir á í þroska.
Síðan er það okkar að ná prófinu þegar þar að kemur eða
falla og fara aftur. Þess vegna er ekkert sem gerist í lífi
106 MORGUNN