Morgunn - 01.06.1998, Page 109
Þóruim Maggý Guðmundsdóttir
þínu tilviljun, heldur fyrirfram ákveðin aðstaða sem þér er
ætlað að læra af. Víst eru þeir til sem æskja jarðvistar sem
eins konar frí og virðast lenda í lítilli reynslu á meðan á
henni stendur, en alltaf hefur eitthvað lærst.
Það er svo mikils virði að gera sér grein fyrir þessu og
takast á við af bestu getu þá erfiðleika sem lífinu fylgja,
en ekki víkjast undan þeim. Það er staðreynd að ef við
tökumst ekki á við þá núna þá verðum við að gera það
seinna.
Lítil börn spyrja oft: Hvers vegna er ég ég? Hvers vegna
er ég ekki þú eða einhver annar? Kannski hefur þú einnig
spurt þig þessarar spurningar, kannski ertu undrandi á því
hversu ólík við erum þessar sálir sem byggjum jörðina. Við
þessu er einfalt svar. í upphafi erum við öll eins, höfum
sömu eiginleika og möguleika til að þroska þá, en það er
okkar að ákveða hvernig við nýtum þá. Við erum summa
reynslu okkar og þroska, sem við höfum öðlast í gegnurn
mismargar jarðvistir. Við veljum að koma hingað til jarðar-
innar vegna þess að hér getum við náð mestum þroska á
skemmstum tíma. Það er ekki af tilefnislausu að þessi jörð
hefur verið kölluð táradalur enda víða mikil þjáning.
Hvert og eitt okkar tilheyrir ákveðnu bræðra- eða
systralagi, ef við kjósum fremur að kalla það því nafni. Er
þá um að ræða hóp sálna sem tengist náið og hefur ákveð-
ið að halda saman á leið sinni til fullkomnunar. Oft fara
þessar sálir saman til jarðvistar og reyna að hjálpast að og
færa hverri annarri þá reynslu sem á skortir í hverju til-
felli. Slíkt er ákveðið fyrir jarðvistina sameiginlega af öll-
um í hópnum en þó þannig að hver sál hefur endanlegt val
um það hversu mikið hún vill læra. Sumir kjósa að verða
eftir og oft hef ég fengið á fund minn fólk sem segist leita
mikið og sakna sálar sem það veit ekki hver er. í slíkum
MORGUNN 107