Morgunn - 01.06.1998, Síða 119
Hverjir voin miðlarnir
in, komu tveir vinir hennar til hennar. Erindi beggja var
hið sama, að vara hana við þessum ráðahag. Báðir höfðu
sömu sögu að segja.
„Hann er svo undarlegur,“ sögðu þeir.
„Nú, hvernig undarlegur?“ spurði Salvör.
„Það er eins og hann sé ekki almennilegur," sögðu þeir.
„Hann er svo kynlega uppstökkur, og komið hefur fyrir að
hann getur ekki vaknað, hvernig sem að er farið.“
Einu sinni höfðu félagar hans, er voru með honum á sjó,
tekið að síðustu það ráð að henda rennblautum sjóvett-
lingi í andlit hans. Þá vaknaði hann loks og veinaði. Hann
komst samt ekki á fætur þann dag og ansaði ekki þó yrt
væri á hann.
Þetta eða þessu líkt, hafði oft borið við. Stundum, er
hann sat við færið sitt, hafði hann starað út í bláinn eins
og alveg utan við sig og ekki svarað þótt til hans væri tal-
að.
Báðir þessir menn töluðu vel um Andrés. Þeim bar sam-
an um, að hann væri góður drengur og vel gefinn, en mjög
undarlegur, svo undarlegur að varhugavert væri að varpa
frá sér góðu starfi og bindast honum. Salvör hafði hjúkrað
báðum þessum mönnum. Þeir vildu henni vel og litu á það
sem skyldu sína að vara hana við þessum undarlega
manni, sem þeir skildu ekki. En ekkert ljótt gátu þeir um
hann sagt. Það var bara svo oft sem hann virtist ekki með
sjálfum sér.
[Andrés og kona hans dvöldu hjá Elínborgu og manni
hennar að Mosfelli, og hélt þar marga fundi fyrir þau og
vini þeirra.]
Þrátt fyrir allan efann og ótrúna á þessum málum, sann-
færðist ég loks um að takast mætti að hafa samband við
framliðna. Ég á margar minningar frá þessum fundum.
MORGUNN 117