Morgunn - 01.06.1998, Qupperneq 125
Hverjir voru miðlarnir
Hún var ákveðin í því að dveljast hér heima til æviloka.
En viku eftir að hún fór, sendi Ósk dóttir hennar til mín,
að segja mér lát hennar. Hún hafði dáið af slysförum. Hún
var jarðsungin í Ameríku.
Ég þekkti konur á Gimli og konur í Winnipeg, sem
Kristín hafði komið til á leið sinni til áfangastaðarins. En
það var viss kona, sem hún ætlaði að staldra við hjá, og
bjó skammt frá Riverton, að mig minnir. Lengra ætlaði
Kristín ekki. Þrjár konur skrifuðu mér, eftir andlát henn-
ar, og sögðu mér að hún hefði komið til þeirra, en ekki
mátt vera að því að stansa neitt. Hún hefði verið að flýta
sér svo mikið til þessarar konu. En hún lofaði að koma
við, er hún kæmi frá konunni, og teija þá hjá þeim og lýsa
hjá þeim. Kristín komst í áfangastað, en degi síðar varð
slysið, og var Kristín flutt mállaus og rænulaus úr húsi
konunnar í sjúkrahús. Þar andaðist hún 24. apríl 1962.
Þegar ég las bréfin og sá að konunum bar saman um, að
Kristín hefði flýtt sér rétt eins og líf lægi við að komast
þetta, datt mér í hug gamalt máltæki, sem hljóðar svo:
„Ekki verður feigum forðað."
Þótt Kristín væri skyggn og sæi atburði úr lífi annarra
og ýmis atvik, sem áttu eftir að koma fram, virðist hana
ekki hafa órað fyrir örlögum sínum. Hún kvaddi glöð og
hress og gerði áætlanir fram í tímann, er hún kæmi heim
aftur. Hún hafði áreiðanlega engan grun um að þessi ferð
yrði henni að aldurtila. Þó hafa tvær konur sagt við mig,
að Kristín hafi sagt þeim, að hún ætti ekki mörg ár efltir.
En hún hefði áreiðanlega ekki farið í þessa ferð hefði hún
vitað að dauðinn biði hennar. Hún vildi deyja hér heima
og hvíla í íslenskri mold. Það kom líka greinilega í ljós, er
hún kom i fyrsta sinn í gegnum Hafstein, skömmu eftir
burtför hennar. Hún talaði þá við mig og var leið og ergi-
MORGUNN 123