Morgunn - 01.06.1998, Síða 143
Hugheimar
þess að heija meðvitund hans upp yfir landamæri geð-
heima. Og sama er auðvitað að segja um hverja ógöfuga
hugsun, er hefur einhvern tíma skyggt á hreina og
fölskvalausa ást. Hún hlýtur að bera ávöxt á svæðum geð-
heima og verður ekki til þess að myrkva dýrð hinnar
himnesku sælu, eftir að maðurinn er kominn til hugheima,
sælu, er vex upp af hinni einlægu og fölskvalausu ást, sem
maðurinn hefur borið í brjósti árum saman.
Hvernig hljóta mennjyrst hið himneska líf?
Það liggur í augum uppi að þeir menn eða þær sálir
(egos), sem eru á hinum fyrstu áföngum mannlegrar fram-
þróunar, geta ekki lifað verulegu meðvitundarlífi í hug-
heimum. Og þeir eru margir. Þó eru hinir ennþá fleiri, sem
hafa aðeins tiltölulega lítil kynni af hinum læstu svæðum
þeirra. En þrátt fyrir það verður hver sál að komast alla
leið upp á hærri svæðin áður en hún fæðist aftur á jarðríki.
En það er ekki þar með sagt að hún lifi þar því lífi, sem
við gætum kallað verulegt meðvitundarlíf.
Við munum reyna að gera nokkuð ítarlegri grein fyrir
þessu atriði er að því kemur að við förum að lýsa hærri
svæðum hugheima. Við álítum hagkvæmast að lýsa fyrst
lægri svæðunum og þokast svo hvað af hverju upp á við,
og getum við því sleppt að sinni að lýsa nokkuð þeim
mönnum, sem lifa ekki fullkomnu vitundarlífi á hærri til-
verustigum en svæðum geðheima. Við byrjum þess vegna
á því að lýsa þeim mönnum, sem eru komnir aðeins feti
framar og fá í fyrsta skipti nokkra meðvitund á lægsta
svæði hins himneska tilverustigs.
Eins og gefur að skilja, geta menn öðlast meðvitund um
veru sína í hugheimum með margvíslegum hætti. En
hvernig svo sem það verður, þá er það alltaf mikilvægt
MORGUNN 141