Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Page 21

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Page 21
★ Gunnþárunn Hálldórsdóttir í tveimur af sín- um elstu hlutverk uin skóarasvein- inum í leikritinu Drengurinn ttiinn eftir L’Arronge, leikifí veturinn 1889-90 og stofustúlkan í leiknum Skímin eftir Carl Möller, setn leikinn var 1901-02. ★ þessi undraverða leikkona fyrst fyrir al- vöru ellibelgnum og skapaði þrjár kvenlýsingar, sem skipa öruggan sess í leiklistarsögunni. Vilborgu grasakonu í Gúllna hliðinu (1941), kyngimögnuð þjóð- sögumynd. Mettu Mariu í Orðinu, örlítil perla sjaldgæfustu tegundar, comédie sublime og Ásu í Pétri Gaut, ógleyman- leg konumynd, afbrigðarík og stighækk- andi lýsing á móðurástinni allt til síðasta atriðis, að sínu leyti tragédie sublime. í stuttri grein er ekki hægt að telja upp öll hlutverk, sem Gunnþórunn Halldórs- dóttir hefur leikið, hvað þá heldur ræða meðferð hennar á þeim. Það verður að nægja að benda á þá staðreynd, að þessi afburðaleikona nær sér fyrst verulega niðri síðustu tuttugu árin, og hafði þó vitanlega gert margt vel áður. Frá þessum árum eru hlutverk eins og Geirlaug og Gríma í síðustu sjónleikum Einars H. Kvarans, Staðar-Gunna og Ingveldur í Tutigu í Thoroddsens-leikjunum, Nilla í Jeppa á Fjalli, Nuri í Þremur skálkum og Þorgríma galdrakinn í Fróðá, tvær hin- hinar síðustu nornakyns, og aðalhlutverk eins og Ursúla í Varið ijður á málning- unnil Eins og list allra merkra listamanna er list Gunnþórunnar hvort tveggja í senn sérstæð og algild, þjóðleg og alþjóðleg. Hún leitar fyrst hins sérstæða í fari þeirra persóna, sem hún ætlar að sýna á leik- sviðinu, og það festist í minni, af því að vér höfum séð eitthvað svipað í sjálfu þjóðlífinu, en um leið verða persónur hennar algildar táknmyndir fyrir heilar ítéttir, eins og Gríma, ímynd verkakon- unnar, sem vér sáum og þekktum við fisk- þvottakerin á stakkstæðunum forðum. Lárus Sigurbjörnsson. ÚTVAEPSTÍÐINDI 21

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.