Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Blaðsíða 2
Úr horni ritstjórans: Aðeios úrvolsbwbur þýdíiíu* ENGINN VAFI er á þvi, að bókaútgáfa dregst saman hin næstu ár og vonandi hafa út- gefendur vit á því að hafa meiri samvinnu en áður, til hagsbóta bæði fyrir sjálfa sig og bóka- kaupendur. Ég hef það eftir góðum heimildum að hin síðustu tíu árin hafi 130 einstaklingar og félög gerzt forleggjarar á Islandi. Auðvitað hafa fæstir þessara manna gefið út nema eina bók og flestir stórtapað á þvi. Um tima voru það hinir ólíklegustu menn, sem lögðu þetta fyrir sig. En það þarf hagsýni og auk þess töluverða reynslu til þess að velja og gefa út bækur, og margir hafa farið flatt á því að trúa, að það væri fyrst og fremst gróðavegur að gefa út ómerkilegar bækur. Það er hinn mesti mis- skilningur. Það kostar álika mikið að prenta bækur, hvort sem þær eru góðar eða vondar, því höf- undar- eða þýðandalaun eru venjulega til- tölulega htill hluti af útgáfukostnaðinum. — Klámbækur eða æsandi reyfarar kunna að selj- ast fljótt og vel, ef ekki er ofldaðið á markað- inn slíkum bókmenntum, en val slikra bóka er hið mesta lotterí, og þegar það fer saman, sem oft er, að þýðing sé illa gerð, getur það orðið skammgóður vermir að pissa í skó sinn. Seljist bókin ekki strax, þá er upplagið gersam- lega verðlaust. — Reynslan af þessari útgáfu- starfsemi mun því hjá flestum hafa orðið slík að við munum vonandi losna við þessháttar ævintýri fyrst um sinn. En það er önnur útgáfa, sem margir líta illu auga, en þó mun ekki feig, en það eru skemmtibækurnar, léttar ástasögur og ævin- týrarómanar. Bækur þessar eiga rétt á sér, en skipa þó of stórt rúm í bókaútgáfunni, einkum vegna þess hve vali þeirra er ábótavant og þýðingar misjafnar að gæðum. Nú ættu bókaútgefendur að koma séx sam- an um, hvað liæfilegt sé að gefa út margar bækur af þessari tegund, og skipta þeim svo niður á sig. Þá geta þeir haft upplag og verð við hæfi og geta verið nokkurnveginn öruggir um að ekki verði tap á útgáfunni. Eins og nú er, seljast 3—4 bækur af hverjum tíu að nokkru ráði, en afgangurinn selst ekki fyrir kostnaði, og það er hin mesta tilviljun hverjir hljóta happið og hverjir skellinn. En svo eru það góðu þýddu bækurnar, sem vegna listræns gildis síns eiga skilið að vera prentaðar. Einnig þær eiga mikinn og örugg- an hóp lesenda. En áhættan við útgáfu slikra bóka er miklu meiri en skemmtibókana, og veldur það mestu hve mikil tilviljun ríkir um val þeirra og þýðendanna. Venjan mun vera sú, Framhald á síðu 4. Útvmpsííöindi — Nýr flokkur. — Útvarps- og bókmenntahlaS. — Fli/tur dagskrárh/nningu, bókmenntafréttir, raddir lilustenda, sögur, IfóS og skemmtilegt léttmeti. Kemur út 10 sinnum á árí. Áskrifta- verS kr. 52,00 árg., sem greiSist fyrirfram eSa í tvennu lagi. FjórSungsgjald er kr. 15,00 og lausasöluverS kr. 6,50 heftið. — Ritstjóri: Jón úr Vör. — AfgreiSsla: Róka- verzlun Kristjáns Kristjánssonar, Ilafnarstræti 10, Retjkjavík, sími 4179. — Prentað í Prentsmiðju Ilafnarfjarðar h.f. 2 ÚTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.