Morgunblaðið - 29.11.2008, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
NICOTINELL
Fæst nú hjá okkur!
®
Nicotinell
er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
J ó l a s ö f n u n
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur,
Hátúni 12b.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„VIÐ erum þjáningarbræður. Við
grátum saman nótt eftir nótt yfir
þeim hlutum sem við höfum gert.“
Þannig lýsir Sverrir Ólafsson mynd-
höggvari vináttu sinni og mannsins
sem farið hefur með honum í gegn-
um súrt og sætt, þó aðallega súrt að
eigin sögn, Svans Elís Elíassonar.
Þeir félagar hafa nú komið sér
fyrir á ólíklegum stað við ysta haf,
því þeir búa hvor í sínum húsbílnum
við brimvarnargarðinn undir vit-
anum á Garðskagatá. Mörgum þykir
eflaust sérkennilegt að velja sér
slíka búsetu, en aðstæður Sverris og
Svans bera með sér að þeir hafi að
nokkru fyrirgert sér frjálsu vali.
„Ég er nú gamall sjómaður en ég
verð sjóveikur af því að liggja hérna.
Það er ekki stætt í bílnum,“ segir
Sverrir og vísar til norðanáttarinnar
sem stendur beint af hafi og lemur
húsbílinn að utan svo hann nötrar og
virðist stundum ætla á hliðina.
Svanur á sér langa ógæfusögu, en
síga tók á ógæfuhliðina hjá Sverri
fyrir um áratug eftir erfiðan skilnað.
Þar til fyrir stuttu átti hann land-
námsjörðina Esjuberg á Kjalarnesi
þar sem hann hafði hugsað sér að
reisa menningarmiðstöð, svipaða
listamiðstöðinni í Straumi sem hann
rak lengi. Jörðina missti hann frá
sér og keypti þá hús á Hellu, en
missti það einnig í byrjun sept-
ember. „Þetta er bara ömurlegt, ég
er búinn að tapa öllu,“ segir Sverrir
sem í kjölfarið bjó um sig í hús-
bílnum og segist litla vonarglætu sjá
um framtíðina. „Mig langar bara að
deyja nógu helvíti hratt, bara drep-
ast hratt, það er mín eina ósk í dag.“
Framan af hausti héldu þeir til á
tjaldstæðinu í Hafnarfirði, þar til
lokað var á rafmagnið í byrjun nóv-
ember. „Það var alls staðar lokað á
okkur en hér í Garði er okkur tekið
vel af góðu fólki,“ segir Svanur.
Sverrir bætir við að lögreglan á Suð-
urnesjum hafi verið ekkert nema
elskulegheitin. „Við erum allavega
með rafmagn en við höfum nátt-
úrlega ekki mat og ekki peninga.“
Vonast eftir plássi á Vogi
Húsbílana fá þeir tengda við úti-
hús undir Garðskagavita og þar
komast þeir líka á klósett. Með hjálp
rafmagnsins geta þeir yljað sér við
hitablásara en þegar frostið bítur
dugir hann skammt og Sverrir sefur
í skónum undir teppi til að halda á
sér hita. „Þegar mér er orðið ægi-
lega kalt þá hringi ég í tuktarana.
Þeir eru svo yndislegir, þeir sóttu
mig um daginn og leyfðu mér að sofa
inni því ég var bara að frjósa í hel.“
Báðir eygja Svanur og Sverrir
möguleika á að komast að á Vogi og
reyna að snúa við blaðinu með hjálp
góðra manna. „Það er eina glætan í
lífinu hjá okkur,“ segir Sverrir. „Mig
langar að vinna eitthvað, ég nenni
ekki svona örlagabulli þar sem mað-
ur sér bókstaflega ekkert ljós.“
Morgunblaðið/Ómar
Ljósið „Við erum báðir guðhræddir menn og tölum við almættið eftir hentugleikum,“ segja þeir Svanur Elíasson og Sverrir Ólafsson undir Garðskagavita.
„Mig langar bara að deyja nógu
helvíti hratt, það er mín eina ósk“
Þjáningarbræður á ystu nöf samfélagsins
„Einstakir aðilar hafa hlúð að þeim
og látið sig varða hag þeirra en ég
er óskaplega óánægður með að
þeir hafi ekki komist í öruggt
skjól,“ segir séra Gunnþór Inga-
son, sóknarprestur í Hafnarfjarð-
arkirkju sem hefur liðsinnt þeim
Sverri og Svani á eigin vegum.
„Þetta ástand hefur varað alveg
frá byrjun september og raunveru-
lega hefur Svanur verið lengur á
flandri. Það sem strandar á er að
þeir hafa ekki fengið raunveruleg
meðferðarúrræði.“ Hann segir að
um tíma hafi stefnt í að þeir kæm-
ust í endurhæfingu á Krossgötum,
en þar er gerð krafa um að lækn-
isfræðilegri meðferð sé lokið.
„Það er flöskuhálsinn því sjúk-
lingar virðast geta skráð sig úr
afeitrun þegar þeim sýnist. Þegar
líkamlega og andlega uppgjörið á
sér stað, eftir 8-9 daga, springa
þeir margir hverjir því áfengis-
sýkin hefur svo sterk tök á þeim.
Þeir hafa gert sig seka um þetta
en ég tel að kerfinu sé sjálfu um
kenna, til að afeitrun beri árangur
þyrfti að skuldbinda menn til að
vera þarna a.m.k. í 6 vikur.“
Ágalli á meðferðarkerfinu
HRAFNISTA í Reykjavík átti
lægsta tilboðið í rekstur skammtíma
hjúkrunarrýma, en tilboðin voru
opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Alls
bárust þrjú tilboð.
Ríkiskaup auglýstu eftir rekstr-
araðila fyrir hönd heilbrigðisráðu-
neytisins til að reka allt að 35
skammatíma hjúkrunarrými og 30
dagdeildarrými. Hrafnista bauðst til
að reka skammtíma innlagnir fyrir
25.545 króna daggjald fyrir hvert
rými. Þá baust Hrafnista til að reka
dagdeild fyrir 13.230 krónur fyrir
hvert rými. Nesvellir ehf. bauðst til
að reka skammtíma innlögn fyrir
krónur 26.200 fyrir hvert rými. Fyr-
irtækið bauð hins vegar ekki í dag-
deildina. Dagmar Jónsdóttir bauðst
til að reka skammtíma innlagnir fyr-
ir krónur 30 þúsund fyrir hvert
rými. Hún bauð heldur ekki í dag-
deildina. Gert er ráð fyrir því að
rekstur hefjist 1. febrúar 2009 en
æskilegt er talið að hann geti hafist
fyrr. sisi@mbl.is
Hrafnista
átti lægsta
tilboðið
Hjúkrunarrými
auglýst í útboði
NÁNAST engar ákvarðanir um
stórar gjörðir, til dæmis sölu eða nið-
urfellingu skulda, hafa verið teknar
síðan nýju bankarnir voru stofnaðir
og því koma verklagsreglur um við-
skiptin ekki of seint. Þetta segir
Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra. Stóru verkefnin séu
framundan og skoða verði í hverju
tilviki fyrir sig hvort stórar sölur eigi
erindi inn á borð ríkisstjórnarinnar.
Björgvin fundaði um verklag með
forsvarsmönnum skilanefnda bank-
anna, bankaráða, FME, Samkeppn-
iseftirlits, viðskipta- og fjár-
málaráðuneytisins í gær. Þar var
einnig rætt að miklu máli skipti fyrir
framtíð bankanna og samkeppni á
bankamarkaði að fá erlenda kröfu-
hafa að rekstri bankanna.
Björgvin segir stóru verkefnin
innan bankanna framundan.
Spurður hvað honum finnist um
þá skoðun hagfræðingsins Jóns
Steinssonar að ráðherrar eigi ekki
að fela sig á bak við undirmenn sína í
bönkunum og „viðskiptalegar for-
sendur“ þeirra þar sem fyrirtæki
eins og TM, sem Kaldbakur vildi
með því að yfirtaka 42 milljarða
skuld Stoða við Landsbankann, sé
ígildi ríkiseigna, svarar Björgvin.
„Þá verða að vera skýr skil á milli
hvenær forsendur eru viðskipta-
legar og hvenær pólitískar.“
gag@mbl.is
Meta þarf
hvort ríkið
komi að sölu
ÖLLUM fastráðnum starfsmönnum
sem starfa fyrir Knattspyrnu-
félagið Val – á skrifstofu og í hús-
vörslu – hefur verið sagt upp, eða
níu manns. Að sögn Stefáns Karls-
sonar, fjármála- og markaðsstjóra
félagins, er stefnt að því að end-
urráða hluta starfsmannanna í
næstu viku. Þetta sé hluti af al-
mennu aðhaldi í því árferði sem nú
ríki í efnahagsmálum. Hann bendir
á að einnig hafi verið gripið til ráð-
stafana hjá afreksflokkum félags-
ins. Þar hafi fólk tekið á sig launa-
skerðingu auk þess sem útrunnir
samningar við erlenda knatt-
spyrnumenn hafi ekki verið end-
urnýjaðir.
Starfsmönn-
um hjá Val
sagt upp