Morgunblaðið - 29.11.2008, Side 22
22 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
ÞAÐ má með sanni segja að
dramatísk þingvika sé nú að baki.
Hún hófst með umræðum um van-
trauststillögu stjórnarandstöðunnar
sem var felld af meirihlutanum auk
eins þingmanns Frjálslynda flokks-
ins, Kristins H. Gunnarssonar. Nú
má að vísu velta því upp hversu
mikið lengur Kristinn verður þing-
maður þess flokks en þingflokks-
formaðurinn notar hvert tækifæri
til að hnýta í hann opinberlega og
Kristinn sjálfur virðist ekkert sér-
staklega samvinnuþýður.
Krafan nær til allra
Stjórnarandstaðan renndi
kannski óþarflega blint í sjóinn með
sína tillögu sem gerði ráð fyrir
kosningum strax upp úr áramótum.
Eins og Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir benti á í umræðunum myndi lítið
rúm skapast fyrir ný framboð færu
kosningar fram með svo skömmum
fyrirvara. Að sama skapi gæfist lít-
ið ráðrúm til prófkjara eða lýðræð-
islegrar umræðu um uppstillingu á
framboðslistum flokkanna. Líklega
yrðu þá boðnir fram nánast sömu
listarnir og í síðustu kosningum,
sem kemur varla til móts við þær
kröfur sem nú eru uppi í samfélag-
inu um endurnýjun. Sú krafa nær
nefnilega bæði til meirihlutaflokk-
anna og til stjórnarandstöðunnar.
En rök ráðherranna í umræðun-
um voru líka misgóð. Þeir töluðu
eins og allt færi á hliðina ef boðað
yrði til kosninga og að samningar
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gætu
verið í hættu. Ekkert myndi gerast
enda væru allir á fullu í kosninga-
baráttu. Af þeim orðum má því
skilja að ríkisstjórnin sé eiginlega
óstarfhæf þegar kosningar eru á
næsta leiti. En ráðherrar hafa nú
sjaldnast setið aðgerðalausir í að-
draganda kosninga, og myndu varla
gera það í þetta sinnið.
Beðið eftir næturfundi
Eftir vantraustsmánudaginn kom
stuttur og viðburðalítill þriðjudagur
en á miðvikudag fór aftur að draga
til tíðinda. Að hefðbundnum fyr-
irspurnum loknum var fundi frestað
meðan þingflokkar funduðu. Ekki
voru fleiri mál á dagskrá og þess
vegna mátti búast við einhverju
stóru frumvarpi eða tillögu sem
þyrfti að dreifa. Stjórnarandstaðan
stóð í þeirri meiningu að funda ætti
fram á kvöld, jafnvel nótt, til að af-
greiða lög sem óljóst var um hvað
fjölluðu. En málið stoppaði í þing-
flokki Samfylkingarinnar og þing-
menn voru sendir heim með nýja
hvítbókarnefndarfrumvarpið í
höndunum.
Á fimmtudag var það frumvarp
rætt í samstöðu allra flokka og svo
tók við löng umræða um hvort rík-
isstjórninni skyldi falið að leiða Ice-
save-deiluna til lykta. Stjórnarand-
staðan og Pétur H. Blöndal höfðu
sínar efasemdir um það og m.a.
voru uppi áhyggjur af því að þetta
væri opin heimild fyrir ríkisstjórn-
ina. Í athugasemdum með tillög-
unni kemur þó skýrt fram að samn-
ingurinn verði lagður aftur fyrir
Alþingi og þá aflað viðeigandi fjár-
heimilda. Annað væri enda óeðlilegt
því að Alþingi fer jú með fjárveit-
ingarvaldið.
Fimmtudeginum var ekki lokið.
Klukkan 18 var boðað til þing-
flokksfunda og í framhaldinu lagt
fram frumvarp um gjaldeyrishöft.
Og þá var komið að næturfund-
inum. Frumvarpið skyldi verða að
lögum áður en bankar og fjár-
málastofnanir yrðu opnaðar svo að
markaðurinn myndi ekki bregðast
við meðan málið væri í vinnslu.
Vandinn er hins vegar auðvitað sá
að þingmenn höfðu fyrir vikið lítinn
tíma til að skoða málið almennilega
og þá sérstaklega stjórnarand-
stöðuþingmenn.
Frumvarpið var samþykkt með
32 atkvæðum, sem hlýtur að teljast
mjög tæpt. Þeir níu stjórnarand-
stöðuþingmenn sem voru viðstaddir
sátu hjá. Annað sem vekur athygli
er að um málið ræddu eingöngu
karlar. Engin kona tók til máls í
öllum umræðunum.
Hvað svo?
Ein vika liðin. Ríkisstjórninni er
ekki vantreyst. Hún mun að lík-
indum fá umboð til að leiða Ice-
save-deiluna til lykta og nú hafa
víðtæk gjaldeyrishöft verið inn-
leidd. Sjáum hvað næsta vika ber í
skauti sér.
Dramtískri þingviku lauk
með fundi fram á morgun
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ÞAÐ er ekkert nýtt að deilt sé um þýðingu Bibl-
íunnar. Þannig urðu harðar deilur um Biblíuna
sem lokið var við þýðingu á 1908 og sem nýja Bibl-
ían byggist að stórum hlut á. Sú Biblía var að
stórum hlut þýdd af Haraldi Níelssyni, sem síðar
varð guðfræðiprófessor og loks rektor við Há-
skóla Íslands.
140 ár eru um þessar mundir liðin frá fæðingu
Haraldar og öld frá þýðingu fyrrnefndrar Biblíu.
Verður af því tilefni haldin guðsþjónusta í minn-
ingu Haraldar nú á sunnudag, auk þess sem efnt
er til málþings og opnuð sýning í Þjóðar-
bókhlöðunni. Meðal þeirra sem þar taka til máls
eru Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri og son-
ur Haraldar.
„Ég var ekki nema átta ára gamall þegar hann
dó og man því í raun bara vel tvö síðustu æviár
hans,“ segir Jónas. „Þær minningar eru mikið til
bundnar flutningum okkar úr Grjótaþorpinu og í
ráðsmannsíbúðina við Lauganesspítala sem að
þar stóð auð, en faðir minn var prestur við holds-
veikraspítalann.“
Jónas segir flutninginn hafa verið mikið ævin-
týri í augum þeirra feðga. „Þá komumst við úr
þrengslunum og rótinu í miðbænum og út í nátt-
úruna, frelsið og víðáttuna í Laugarnesinu. Út-
sýnið þar var stórkostlegt og faðir minn, sem var
mikill náttúruunnandi, þreyttist aldrei á að vekja
athygli okkar á náttúrufegurðinni. Til dæmis þeg-
ar sólin var að setjast bak við Snæfellsjökul á
sumrin.“
Deilur um 1909 útgáfu Biblíunnar voru að miklu
leyti tengdar deilum um spíritisma og hinni svo
kölluðu nýju guðfræði. „Ég man vel eftir þessu
umtali og hvað þessar trúardeilur gátu orðið heit-
ar.“ Ekki hafi allir verið á eitt sáttir um þær hug-
myndir sem Haraldur og menn á borð við séra
Jón Helgason, síðar biskup, fluttu með sér heim
frá Kaupmannahöfn. „Þessum ungu guðfræð-
ingum brann í brjósti að taka hér upp baráttu fyr-
ir eilífum sannindum kristinnar trúar og það held
ég að faðir minn hafi gert með þýðingu sinni á
Biblíunni.“ Þeirra áhrifa gæti enn þar sem mikið
lifi af þýðingu Haraldar í nýju Biblíunni. Áhrifa
hans hafi líka gætt í gegnum predikanirnar sem
hann hélt reglulega í Fríkirkjunni. „Þær predik-
anir hafa margar hverjar haldið fullu gildi og eru
framúrskarandi ræður. Því að það sem skiptir
máli er ekki það sem að deilt var um, heldur
grunngildin sem enn standa.“
Grunngildin standa enn
100 ár liðin frá þýðingu
Haraldar Níelssonar á
Gamla testamentinu
Morgunblaðið/Kristinn
Í fótspor langafa Haraldur Níelsson hefur haft mikil áhrif á Maríu Ellingsen. Hún velti fyrir sér
preststarfinu og aðstoðar nú við barnastarf í Dómkirkjunni, þar sem Haraldur var um tíma prestur.
„Langafi varð mér strax mjög náinn,“ segir
María Ellingsen langafabarn Haraldar Níels-
sonar. „Hann var að vísu löngu dáinn þegar ég
fæddist, en það var mynd af honum uppi á vegg
heima og pabbi minn var skírður í höfuðið á hon-
um. Þess vegna var eins og andi hans svifi yfir
vötnum og mér fannst oft eins og góðleg augu
hans fylgdu mér þegar ég gekk um herbergið.“
María segir að sér hafi raunar líka alltaf fund-
ist sem Haraldur hafi fylgt sér í lífinu.
Er hún óx úr grasi eignaðist hún sjálf sína út-
gáfu af myndinni af langafa. „Hún hefur fylgt
mér um allan heiminn, fer með hvert sem ég fer
og er núna á skrifborðinu mínu heima.“
Biblía Haraldar frá útgáfunni 1909, sem er á
sýningunni í Þjóðarbókhlöðunni, er þá einnig í
eigu Maríu.
„Þegar ég fermdist var ég svo alvarleg ung
kona að ég vildi alls ekki halda neina stóra veislu
sem snerist um gjafir. Þess vegna, þegar
mamma og pabbi spurðu mig hvað ég vildi fá í
fermingargjöf, bað ég um að fá að eignast ætt-
ardýrgripinn – sem var hans eigið eintak af
Biblíunni.“
„Mér hefur alltaf fundist hann fylgja mér í lífinu“
HEIMSSÝN,
hreyfing sjálf-
stæðissinna í
Evrópumálum,
býður alla vel-
komna á 90
ára afmæl-
ishátíð full-
veldis Íslands
sem haldið
verður hinn 1. desember næstkom-
andi í Salnum í Kópavogi frá kl. 17-
18.30.
Diddú syngur valin ættjarðarlög
við undirspil Jónasar Ingimund-
arsonar. Eydís Fransdóttir óbóleik-
ari flytur Egófóníu III eftir Svein
Lúðvík Björnsson. Þórarinn Eld-
járn fer með ljóð og Kári Stef-
ánsson, Styrmir Gunnarsson og
Katrín Jakobsdóttir flytja erindi.
Halda upp
á fullveldið
STUTT
LJÓSIN verða tendruð í dag á jóla-
trénu sem komið hefur verið fyrir á
Ráðhústorginu á Akureyri. Tréð er
gjöf frá Randers, vinabæ Akureyr-
ar í Danmörku.
Dagskráin á torginu hefst kl.
15.45 með ýmsum skemmtiatriðum.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj-
arstjóri heldur svo stutta tölu og
Lasse Reimann sendiherra Dana á
Íslandi gefur Akureyringum jóla-
tréð. Isak Godsk Rögnvaldsson
tendrar ljósin og síðan halda marg-
vísleg skemmtiatriði áfram.
Ljósin kveikt
á Akureyri
UTANDAGSKRÁRUMRÆÐA um
aðgerðir breskra stjórnvalda gegn
íslenskum bönkum og ummæli
breskra stjórnvalda í fjölmiðlum í
kjölfar neyðarlaga sem sett voru á
Íslandi 6. október sl. fór fram á
stjórnarnefndarfundi Evrópuráðs-
þingsins í dag. Beiðni um utan-
dagskrárumræðu setti Íslandsdeild
Evrópuráðsþingsins fram en frum-
mælandi á fundinum var Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Í máli sínu vék hann einkum að
beitingu hryðjuverkalöggjafar Bret-
lands í tilviki Landsbankans og að-
gerðum breskra stjórnvalda gagn-
vart Kaupþingi auk ummæla
breskra stjórnvalda í ljósi sam-
anlagðra afleiðinga fyrir íslenska
fjármálakerfið, fyrirtæki og hag-
kerfið í heild sem og orðspor Íslands
almennt. Þá vakti hann athygli á
hugsanlegri misbeitingu breskra
stjórnvalda á hryðjuverkalöggjöf
sinni og því slæma fordæmisgildi
sem af beitingu slíkra laga getur
hlotist þegar gripið er til þeirra í
öðrum tilvikum en þeim þar sem
raunverulega er um að ræða baráttu
gegn hryðjuverkum.
Að því er fram kemur í tilkynning-
unni þótti þátttakendum í umræðum
að framsögum loknum almennt mið-
ur að bresk stjórnvöld skyldu beita
sér gegn Íslandi með þeim hætti
sem þau gerðu.
Beiting hryðju-
verkalaganna
Morgunblaðið/Ómar
London Big ben er þar kennimerki.
Rætt á stjórn-
arnefndarfundi
Evrópuráðsins