Morgunblaðið - 29.11.2008, Side 24

Morgunblaðið - 29.11.2008, Side 24
24 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TÆKIFÆRI, ekki síður en hættur, liggja í þeim breytingum sem orðið hafa á samfélagi okkar síðustu vikur, að mati umhverfisfræðinga, sem segja sjálfbæra þróun mikilvæga í uppbyggingunni framundan. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, segir umhverfisfræðinga hafa áhyggjur af því hvaða áhrif kreppan muni hafa á umhverfismál hér á landi en um leið sjái þeir tækifæri í ástandinu. „Ég heyri að fólk hefur áhyggjur af því að það verði erfiðara að fá pen- inga frá opinberum aðilum til um- hverfismála,“ segir hann og bætir því við að sömuleiðis sé hætta á að fólk sé tilbúið til að slá af umhverf- iskröfum við slíkar aðstæður. „Sú umræða var kannski sérstaklega áberandi fyrst eftir 6. október að nú yrði bara að gefa mönnum lausan tauminn við að veiða fisk og virkja allar ársprænur sem eftir væru. Svona hugsun á þó nokkurn hljóm- grunn á Íslandi því Íslendingar hafa yfirleitt verið tregir að trúa því að umhverfisáhersla skili sér í budd- una. Við erum talsvert á eftir öðrum þjóðum í þessum efnum.“ Hann segir hins vegar auðvelt að sjá rökvilluna í slíku. „Sænski um- hverfisfræðingurinn Johan Rock- ström hefur bent á að það sé vel hægt að auka hagvöxt með því að fella öll trén og selja timbrið eða með því að ná í alla fiskana úr kór- alrifjunum. Menn sjá hins vegar í hendi sér að það bæri dauðann í sér. Það myndi auka hagvöxtinn í eitt eða tvö ár en svo væri það búið.“ Hátækni Japana sprottin úr kreppu Á hinn bóginn sýni sagan að fram- farir verði gjarnan í krísuástandi. „Menn hafa m.a. nefnt olíukreppuna upp úr 1970 sem dæmi. Þá tóku jap- önsk stjórnvöld ákvörðun um að ein- beita sér að hátækni því það var aug- ljóst að hinn hefðbundni, orkufreki þungaiðnaður myndi eiga erfitt upp- dráttar. Menn reyndu þá að finna eitthvað sem væri smærra og þyrfti minna efni og olíu. Þar með tóku Japanar forystu í hátækniþróun sem þeir hafa eiginlega haldið síðan.“ Stefán segir þó ekki rétt að tala um að menn „neyðist“ þannig til að finna nýjar leiðir. „Það er miklu já- kvæðara að horfa á viðskiptatæki- færin sem liggja í nýsköpuninni. Við erum ekkert neydd til að grípa þau en það einfaldlega borgar sig.“ Þá segir hann tækifærin ekki síst liggja í þeim mannauði sem nú er á lausu. „Eitt af því sem hefur staðið nýsköpun fyrir þrifum er skortur á hæfu fólki en þegar bankakerfið hrundi var fjölda hæfs fólks sagt upp. Það er hugmagn sem er á lausu. Og þegar menn hafa komist yfir mesta áfallið munu þeir fara að leita nýrra leiða.“ Stefán verður fundarstjóri á mál- þinginu Sjálfbærni á tímamótum, sem Félag umhverfisfræðinga á Ís- landi stendur fyrir á þriðjudag. Þar verður fjallað um mikilvægi sjálf- bærrar þróunar í uppbyggingu þjóð- félagsins eftir áföllin síðustu vikur. Reuters Hugvit Olíukreppan upp úr 1970 leiddi til þess að japanskir vísindamenn fengu forskot í þróun hátæknibúnaðar. Sjá sóknarfæri í kreppunni Hætta á að slegið verði af um- hverfiskröfum Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞETTA er fyrirbæri sem við höfum þekkt lengi og fyrir nokkrum árum síðan var satt að segja bjartsýni um að svona aðgerðir gætu skilað ár- angri hjá stærri hópi fólks, en það var ekki raunin,“ segir Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landspítala. Morgunblaðið sagði frá því hinn 22. nóvember að við Ríkissjúkra- húsið í Noregi eru nú í auknum mæli gerðar aðgerðir sem dregið geta úr vissri tegund elliglapa og sem haft er eftir norskum sérfræðingi að hafi notið lítillar athygli þar í landi. Hefur verið framkvæmd hér Aðgerðin á við um þá tegund elli- glapa sem felst í svokölluðu fullorð- ins vatnshöfði, og felst hún í því að komið er fyrir röri sem leiðir vökv- ann úr höfðinu og léttir þar með þrýstingi af heilanum. Að sögn Jóns hefur sambærileg aðgerð einnig ver- ið framkvæmd á Íslandi í nokkur ár en því miður eigi hún við mjög af- markaðan hóp fólks. „Við vorum á útkikki fyrir nokkr- um árum eftir fólki sem gæti fallið undir það að fara í nánari rannsókn- ir en það voru satt að segja ósköp fá- ir. Þetta er um 1% af þeim tilfellum sem við sjáum hér.“ Jón segir að þessi tegund elliglapa lýsi sér að vissu leyti á annan hátt og einkenni komi fram sem eigi ekki við um t.d.. Alzheimerssjúkdóminn, s.s. að göngulag breytist og verði stuttstíg- ara. „Þetta er eitt af læknanlegum formum elliglapa, yfirleitt batnar fólki við þessa aðgerð, stundum tölu- vert, og það helst tiltölulega gott eft- ir það.“ Hann bendir á að tekin sé tölvusneiðmynd af öllum þeim sem til þeirra komi vegna gleymsku og hún taki af allan vafa um hvort gleymskan stafi af vatnshöfði, sem sé sjaldnast tilfellið. Fæst tilfelli elliglapa eru læknan- leg að öðru leyti en því að gefin eru lyf sem hægja á ferlinu. Jón segir þó að öldrunarlæknar bíði nú eftir næstu kynslóð lyfja, sem geti von- andi ráðist meira að rótum vandans og eru áætluð á markað árið 2012. Aðgerð sem dregur úr elli- glöpum á við fáa Í HNOTSKURN »Sjúkdómurinn felur í sérað of lítið pláss verður fyr- ir heilann í hauskúpunni. Af- leiðingar þrýstingsins eru m.a. minnistap, jafnvægisleysi og sinnuleysi. »Aðgerðin felst í að komafyrir röri sem leiðir stöð- ugt vökva úr heilanum og t.d. niður í maga og léttir þar með þrýstingi af heilanum. Árang- urinn er oft varanlegur Innan við 1% tilfella af elliglöpum á Ís- landi skýrast af læknanlegu vatnshöfði Jón Snædal Hvers vegna þarf að huga að umhverfismálum í kreppunni? Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á endurskoðun gilda og hug- mynda sem við byggjum samfélag og efnahagskerfi okkar á. Menn benda á að þróun efnahagslífs, fé- lagslegur jöfnuður og umhverf- isvernd þurfi að fara saman ef tryggja eigi öllum jarðarbúum og komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði. Hvað er sjálfbær þróun? Sjálfbær þróun gerir okkur kleift að mæta okkar þörfum án þess að stefna í voða möguleikum kom- andi kynslóða á að mæta sínum. Hvað er Staðardagskrá 21? Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveit- arstjórnum heimsins er ætlað að gera um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi um sig til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Hvað er áætlunin gömul? Ályktun um Staðardagskrá 21 var samþykkt á Heimsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró árið 1992 og hefur verið unnið að henni allar götur síðan. Hver er dagskrá málþingsins? Umhverfisvernd sem höfuðgildi Ís- lendinga verður umfjöllunarefni Gunnars Hersveins rithöfundar, Irma Erlingsdóttir, forstöðukona RIKK, mun ræða femínisma og náttúruvernd, „Natural Capital- ism“ er yfirskrift erindis Brynhild- ar Davíðsdóttur dósents í um- hverfis- og auðlindafræðum við HÍ og loks mun Þorsteinn Ingi Sigfús- son forstjóri Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands ræða um sjálf- bærni og nýsköpun. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.