Morgunblaðið - 29.11.2008, Side 28

Morgunblaðið - 29.11.2008, Side 28
28 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞAU höft sem felast í nýjum lögum um gjaldeyrismál og nýjum reglum Seðlabankans eru mun harðari lend- ing en sérfræðingar Seðlabankans áttu upphaflega von á. Þetta kom fram á kynningarfundi í Seðlabank- anum í gær. Reglurnar eru settar til þess að uppfylla skilyrði sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hefur sett ís- lenska ríkinu. „Tilgangurinn með reglunum virð- ist fyrst og fremst sá að þrýsta á ís- lensk fyrirtæki að auka starfsemi sína innanlands,“ segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Markmiðið með slíkum þrýstingi er fyrst og fremst að stöðva frekari lækkun krónunnar. „Að því gefnu að þessar reglur virki mun gjaldmiðill- inn ekki lækka meira. Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum heyrt þetta, bæði frá innlendum og erlendum sérfræð- ingum, í langan tíma,“ segir Bjarni Benediktsson alþingismaður. Skilaskylda á gjaldeyri Í reglunum felast víðtæk höft á fjármagnsflutningum og meðhöndlun erlends gjaldeyris. Kaup á verðbréfum, peningamark- aðsskjölum eða öðrum fjármálagern- ingum, með erlendum gjaldeyri, eru óheimil. Fjármagnshreyfingar vegna flutnings á fjármunum frá landinu, sem tengjast sölu á beinum fjárfest- ingum, eru óheimilar. Lántökur og lánveitingar milli landa í öðrum til- vikum en vegna innflutnings á vöru og þjónustu eru einnig takmarkaðar. Afleiðuviðskipti þar sem íslensk króna er í samningi gagnvart erlend- um gjaldeyri er óheimil. Jafnframt þarf að skila öllum erlendum gjald- eyri, sem innlendir aðilar eignast fyr- ir seldar vörur og þjónustu eða á ann- an hátt, til fjármálafyrirtækis hér á landi innan tveggja vikna frá því að gjaldeyri var aflað. Fjármagnsflutningar vegna gjafa og styrkja, umfram tíu milljónir króna eru óheimilir. Með reglunum er jafnframt bannað að flytja út gjald- eyri í reiðufé umfram 500.000 kr. á mánuði hjá hverjum einstaklingi eða fyrirtæki. Einnig verða úttektir af gjaldeyrisreikningum eða kaup á gjaldeyri hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi háðar því skilyrði að til- gangurinn sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, þ.m.t ferðalög. Komið í veg fyrir tvöfalt gengi „Með ströngum höftum er m.a. ver- ið að reyna að koma í veg fyrir að annað gengi myndist á krónunni í útlöndum,“ segir Gylfi Zoëga, pró- fessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Gylfi segir að ef verðmyndun krónu yrði gefin alveg frjáls myndi gengið sennilega fara niður og svo upp aftur. Hins vegar séu svo miklar upphæðir bundnar inni í landinu í krónubréfum að það gæti tekið langan tíma fyrir út- lendinga að losa stöðurnar og fara út með fjármagnið vegna þess takmark- aða afgangs sem við höfum í viðskipt- um við útlönd. „Slíkt hefði mjög slæmar afleiðingar í för með sér fyrir atvinnulífið og [myndi leiða til] at- vinnuleysis,“ segir Gylfi. Hann segir jafnframt að Seðlabankinn ætti að út- skýra betur fyrir almenningi að við séum á réttri leið. „Af hverju er Seðlabankinn ekki að sannfæra markaðinn um að þessi áætlun muni gangi upp í stað þess að eyða púðri í að velta því fyrir sér hver beri ábyrgð á hruninu og hver hafi séð það fyrir og hver ekki? Seðlabankinn á einfaldlega að gera það sem þarf til þess að áætl- un hans og sjóðsins gangi upp, annað ekki.“ Gylfi segir að það hafi verið of mikil neikvæðni í umræðunni um efnahags- lífið og gjaldmiðilinn að undanförnu og því sé nauðsynlegt að skapa traust sem sé forsenda þess að unnt sé að slaka á gjaldeyrishömlum í framtíð- inni. Mun ganga á forðann Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir að ákveðin gjaldeyrishöft séu nauðsyn- leg. Fleyting krónu án hafta hefði hugsanlega mjög alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir einstaklinga og fyrirtæki í landinu, þó það myndi vara tímabundið. Ingólfur tekur undir með Gylfa og segir að þær spár sem hafi birst um viðskiptajöfnuðinn sýni að hann muni ekki nægja til þess að losa þær stöður sem erlendir aðilar hafi í krónubréf- um. „Til þess að bæta það upp og koma í veg fyrir að krónan lækki er alveg ljóst að það þarf að nota gjald- eyrisforðann. Að vissu leyti er það neikvætt, því þá minnka varnirnar, en að einhverju leyti er það hins vegar óhjákvæmlegt,“ segir Ingólfur. Ekki óskastaða en sætta sig við „Þetta ákvæði um skilaskyldu í reglunum er ekki eitthvað sem menn óskuðu sér. Tilgangurinn er væntan- lega að fá gjaldeyri heim til þess að draga úr vöxtum og verðbólgu og við styðjum alla viðleitni í þá veru,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna [LÍÚ]. Friðrik segir að ef þessar reglur séu nauðsynlegar til þess að ná fram- angreindum markmiðum þá sætti LÍÚ sig við þær. Nauðsynleg aðgerð en ekki sársaukalaus Gjaldeyrisreglur fela í sér víðtækar skerðingar en tilgangurinn helgar meðalið Í brúnni Hagfræðiprófessor segir að Seðlabankinn ætti að út- skýra betur fyrir almenningi að við séum á réttri leið. Morgunblaðið/Kristinn      ! "      #   "  "# $   !"#!  $  % $ %& # % #      &' (  $$  & # %  #   )    % "   #                 !!      (* + ,*- ( !. /!01,*-  .. 2/!01,*- '3  ,*- 4*-' . 1 *5   6+  /!01,*- 7 018  .,*-   ,*- 9:$   00;0 < <*-=-,*- >0,*-        (  +( "  (  +9 ! 09? ' . . @!  . $,  ,*-  !  " # A 0(0 0A!- 4/ ,*- 4 1  ,*- $ %&  '  $  $&  &   # # # # ' !$ ! # & ! $ &  #!  !  ##  #    ##!  ' '                         B . 1   & =! C!.  7 01  E-) ; F-E)-EEE ; G-HH ; ; F-EG-EG ; ; -EF-IG ; ; ; E-F-E I ; )E-I- -- ; EJH JFG GJG ; )JE )EJ) ; FHJ ; ; IEJ )FJ F) ; )EGJ ; )) ; ; J ; ; ; ; )EJGG ; FHJF ; ; IEJH ; FGJ ; )E J ; ))J )GJ ; 2  . 1 ) ; ) ; ) ; ; F ; ; )G ; ; ; I ; )G  ;    .-  GH-))-G GF-))-G GH-))-G E-)-G GH-))-G G -))-G ; GH-))-G E-)-G E-)-G GH-))-G )F-))-G G-))-G ))-))-G GH-))-G G-))-G GH-))-G GH-))-G F-E-G (& (& (& (& (&  (& SEÐLABANKINN segir í sérstakri stefnuyfirlýsingu að ekki sé útilokað að gengi krónunnar lækki fyrst í stað eftir að hömlur á almenn gjaldeyr- isviðskipti verða afnumdar. Líkur standi þó til að slík lækkun standi stutt. Undirliggjandi efna- hagsþróun muni styðja við gengi krónunnar. Í tilkynningu frá bankanum segir að þegar innlend eftirspurn dragist saman minnki innflutningur og af- gangur verði á vöru- og þjónustuvið- skiptum við útlönd. Þegar sé orðinn afgangur á vöruviðskiptum við út- lönd og viðskiptahalli hverfi hratt. Útilokar ekki vaxtahækkun Fram kemur að vegna þessa sé ekki fyrirfram gert ráð fyrir að Seðlabankinn þurfi að grípa til að- gerða vegna þróunar gengisins, hvorki með hærri vöxtum né sölu gjaldeyris. Það sé þó ekki útilokað. Bankinn muni gæta strangs aðhalds í lánveitingum til bankakerfisins þar til tekist hafi að skapa traust á gjald- eyrismarkaði. Þá segir bankinn að sterkara gengi og vaxandi fram- leiðsluslaki muni leiða til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar stýrivaxta. Samkvæmt spám Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni draga hratt úr verðbólgu á næsta ári og verði tólf mánaða hækkun verð- lags komin undir 5% í lok ársins. Gengislækkun krónu verður skammvinn Með nýjum reglum um gjaldeyr- ismál eru settar víðtækar tak- markanir á flutning fjármagns, en frjáls flutningur fjármagns er ein af fjórum grunnstoðum fjórfrels- isins svokallaða, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til þess að virða með samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES). „Við vorum ekki búin að fá beina staðfestingu frá Evrópusamband- inu að þessar reglur brytu ekki gegn EES-samningnum. Hins vegar ráðfærðum við okkur við sérfræð- inga utanríkisráðuneytisins og það var þeirra mat að undanþágu- ákvæði 43. gr. EES-samningsins heimilaði að þessi leið yrði farin,“ segir Sigríður Logadóttir, aðallög- fræðingur Seðlabankans. „Auðvit- að erum við að brjóta gegn meg- inreglunum en við erum ekki að brjóta þær í þeim skilningi að það baki okkur ábyrgð vegna þess að við teljum að við séum að athafna okkur innan undanþáguákvæð- isins,“ segir Sigríður. Hún segir að ekki hafi sérstaklega verið leitað eftir áliti sérfræðinga Evrópusam- bandsins. „Við gerum ekki ráð fyrir að þurfa að sæta viðurlögum af hálfu ESB. Við erum að fá aðstoð frá ríkjum innan ESB með láninu frá IMF og við erum með þessu að reyna að uppfylla skilyrði sem sjóðurinn setur,“ segir Sigríður. Brýtur gegn fjórfrelsinu Í FYRRADAG sótti einn við- skiptabankinn um að kaupa gjald- eyri í Seðlabankanum fyrir við- skiptavin sinn til að nota til búferlaflutninga. Þeirri beiðni var hafnað í Seðlabankanum samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ekki fékkst gjaldeyrir til að standa straum af slíkum flutningum. Heimilt að kaupa fasteign Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum eru Íslendingar samt ekki læstir með eignir sínar á Íslandi vilji þeir flytjast út. Heimilt er að fjárfesta í fasteignum og öðrum eignum. Þó ekki í verðbréfum, hlut- deildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamark- aðsskjölum eða öðrum framselj- anlegum fjármálagerningum með erlendum gjaldeyri. Þó eru takmörk fyrir hversu mik- ið af erlendum gjaldeyri er hægt að kaupa. Fékk ekki gjaldeyri til flutninga Er hægt að kaupa gjaldeyri til að greiða af erlendu láni? Já. Vextir, verðbætur, arður, hagnaðarhlutur af fjárfestingum og samningsbundnar afborganir teljast ekki vera fjármagnsflutn- ingur í skilningi reglnanna. Eru takmarkanir á ferðamannagjaldeyri? Nei. Þó er að hámarki leyft að selja gjaldeyri í reiðufé fyrir 500 þúsund kr. í hverjum almanaks- mánuði til hvers aðila. Get ég tekið út gjaldeyri sem ég á? Óheimilt er að taka út af gjald- eyrisreikningum reiðufé í erlend- um gjaldeyri, nema sýnt sé fram á að það verði notað til að greiða fyrir vöru eða þjónustu, þar með talin ferðalög. Er bannað að taka lán í út- löndum? Það er almennt bannað ef fjár- hæðin er hærri en 10 milljónir ís- lenskra króna. Undantekningar eru ef lán tengist vöru- og þjón- ustuviðskiptum og lán milli fyr- irtækja í sömu samstæðu. Hvað með styrki og góð- gerðastarfsemi? Einstaklingum og lögaðilum eru óheimilir fjármagnsflutningar til útlanda, umfram 10 milljónir króna á almanaksárinu, vegna gjafa styrkja og annarra fjár- magnsflutninga. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.