Morgunblaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 52
52 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
✝ Þóra Helga-dóttir fæddist í
Merkigarði 11. apr-
íl 1924. Hún and-
aðist 16. nóvember
síðastliðinn. Hún
ólst upp hjá for-
eldrum sínum,
Helga Jónssyni, f. á
Þröm 31. janúar
1877, d. 28. apríl
1954 og Ingigerði
Halldórsdóttur, f.
14. nóvember 1891,
d. 24. apríl 1938.
Þóra átti einn al-
bróður sem lést ungur og 9 hálf-
systkini samfeðra, sem öll eru
látin en hún var yngst.
Þóra var 14 ára þegar móðir
hennar dó, hún tók þá fljótlega
við heimilishaldi í Merkigarði og
sá um heimilið fyrst fyrir föður
sinn og síðan fyrir
Arnljót bróður
sinn. Þóra fór í
Húsmæðraskólann
á Blönduósi um tví-
tugt og var þar í
einn vetur.
Þóra eignaðist
einn son, Sigurð
Helga Þor-
steinsson, raf-
virkjameistara í
Skagafirði, f. 19.
apríl 1950, d. 15.
september 1997 eft-
ir erfið veikindi.
Árið 1991 flutti Þóra á Sauð-
árkrók og hélt heimili fyrir Sig-
urð son sinn þar til hann and-
aðist.
Þóra verður jarðsungin frá
Reykjakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mig langar að minnast í fáum orð-
um elskulegrar frænku minnar. Það
er svo margt sem kemur upp í hug-
ann. Það var alltaf gaman að koma í
Merkigarð til Þóru og Arnljóts, það
var tekið á móti manni með kostum
og kynjum eins og þeirra var siður.
Ef heppnin var með okkur sáum við
Sigga líka en hann var sjaldan heima,
því hann hafði alltaf mikið að gera út
um allar sveitir.
Síðan kom að því að þau Þóra og
Siggi ákváðu að selja Merkigarð og
flytja í Krókinn 1991 og keyptu sér
stórt og mikið einbýlishús, þar sem
þau bjuggu sér fallegt heimili af mikl-
um myndarskap, fengu sér falleg
húsgögn sem voru ekki af verri end-
anum, og Siggi var alltaf að bæta við
enda var hann mikill safnari. Þóra
aftur á móti heklaði fína dúka, saum-
aði alls kyns myndir, perlaði, prjónaði
og allt lék í höndum hennar að
ógleymdum myndarskap hennar í
matargerð og bakstri þar sem alltaf
var nóg til. Þegar hún var ung fór hún
á húsmæðraskóla og það var
skemmtilegur tími, sagði hún mér.
Enda var talið sjálfsagt á þeim árum
að ungar stúlkur gerðu það.
Þóra var víðlesin og las alltaf mikið
og var ótrúlega fróð, það var eigin-
lega sama um hvað maður spurði um,
hún hugsaði sig um flautaði smá, svo
brosti hún og svarið kom. Hún var
mjög létt í lund og hafði húmorinn í
góðu lagi, tók öllu með miklu jafn-
aðargeði, þetta kom vel í ljós þegar
Siggi veiktist af krabbameini aðeins
44 ára gamall, þá var hún ótrúlega
dugleg og barðist með honum þau
þrjú ár sem sjúkdómurinn var að
leggja hann að velli. Hún hélt svo sínu
lífi áfram af miklum dugnaði og elju-
semi, en það leið aðeins tæpt ár þar til
hún þurfti sjálf að glíma við sama
sjúkdóm, en öllu var tekið með jafn-
aðargeði og aldrei var djúpt á gam-
anseminni og glettni á hverju sem
gekk.
Hún þurfti oft að koma suður í
skoðun út af krabbameininu. Þá
stoppaði hún oft í eina til tvær vikur.
Þá dvaldi hún stundum hjá mér og
var það alltaf skemmtilegur tími og
margt sér til gamans gert. Í maí flutti
Þóra úr Lerkihlíðinni í Sauðármýri
þar sem hún fékk sér fallega íbúð og
var búin að koma sér vel fyrir þar, en
því miður naut hún þess allt of stutt
því meinið hennar versnaði svo fljótt
og þrekið þvarr og þá er hvíldin langa
góð.
Elsku frænka, hafðu þökk fyrir allt
og allt, hvíl í friði og við munum alltaf
sakna þín.
Elín og fjölskylda.
Ég á góðar minningar um þig, Þóra
mín. Fyrstu minningarnar tengjast
heimsóknum sem við fjölskyldan fór-
um til þín, Sigga og systkina þinna í
Merkigarði á ferðum okkar um
Skagafjörðinn. Alltaf var gott að
koma í Merkigarð þar sem þú tókst
vel á móti okkur með afbragðsveit-
ingum.
Það var yndislegt að vera hjá þér
sumarið 2005 þegar ég og Sigurður
Óli, sem þá var á fyrsta aldursári,
sóttum þig heim og dvöldum hjá þér
um tíma. Þú tókst afar vel á móti okk-
ur og vegna þinnar góðu nærveru var
þetta eftirminnilegur tími. Það var
notalegt að vera í kringum þig, alltaf
stutt í brosið og mildan hlátur. Fram-
koma þín einkenndist af yfirvegun,
með glaðværð og kímni. Þú lést þig
þjóðfélagsmál varða ásamt því að
vera vel lesin og ánægjulegt var að
sitja á spjalli við þig. Þú ólst upp við
reglu- og nægjusemi sem fylgdi þér
allt þitt líf. Í því hraðasamfélagi sem
ég hef alist upp í var dýrmætt að
kynnast reynslu þinni og þeirri bar-
áttu sem fólk háði á fyrri tímum.
Þú varst barngóð og fékk Sigurður
Óli að njóta góðs af því og þegar ég
sagði honum að þú værir farin frá
okkur sagði hann: „Mamma, mér
þykir svo vænt um hana.“
Við vorum svo heppin að fá að njóta
nærveru þinnar á jólunum og ynd-
islegt að hafa þig hjá okkur og mun-
um við sakna nærveru þinnar nú um
jólin.
Guð blessi þig og minningu þína.
Það er huggun að vita til þess að nú
séuð þið Siggi sameinuð á ný.
Þín frænka,
Íris Eik Ólafsdóttir.
Þóra Helgadóttir
Heimilistæki
70 cm keramik gashelluborð
Til sölu nánast nýtt, mjög fallegt
70 cm keramik gashelluborð með
rofum. Kostar nýtt 80.000 en fæst á
aðeins 45.000.
Upplýsingar í síma 694-5853 eftir
kl. 13:00.
Öðruvísi jólagjafir!
Ýmislegt nýtt og spennandi í
Maddömunum á Selfossi!
Langir laugardagar í desember.
www.maddomurnar.com
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI
–Spámiðill
Spái í spil og kristalkúlu
Fyrirbænir
Sími 618 3525
www.engill.is
Dýrahald
Doberman
Þetta er síðasta tíkin úr gotinu,
11 vikna hreinræktuð. Verð aðeins
99.000. Visa/Euro. Uppl. 896-0676.
Fatnaður
Leggings - hettupeysur - ullarslár
- kjólar
Bjóðum upp á mikið úrval af leggings,
hettupeysum, kjólum, ullarslám og fl.
Komið og skoðið úrvalið.
Saumagallery Chaemsri, Laugavegi
70, s. 552-1212. Opið til 18:00.
Ferðalög
Íbúðir til leigu í Barcelona á
Spáni, hagstætt verð, Costa
Brava Playa de Aro, Baliares-
eyjan,MenorcaMahon,101Reykjavík,
www.helenjonsson.ws og
starplus.info. Sími 899 5863.
S T Y K K I S H Ó L M U R
Stresslosandi gæðagisting með heit-
um pottum. Helgar- og/eða vikuleiga.
orlofsibudir.is gsm: 861 3123.
Heilsa
Herbergi til leigu
Erum með herbergi til leigu í nýrri
heilsulind að Smiðjuvegi 4 fyrir
heilsutengdar meðferðir. Upplýsingar
í síma 618 3520, 865 4820, 691 4045.
Antík
Húsgögn
Stórt kirsuberjalitað skrifborð í L
Er með stórt L-laga en rúnnað skrif-
borð til sölu en það var keypt í Hirzl-
unni. Verð er 40.000 kr. og með fylgja
skúffur á hjólum undir 2 stk. með
borðinu. Sími: 860-7929. Þarf að
losna við sem fyrst v/flutninga.
Húsnæði í boði
Íbúð - Arnarnesi, Garðabæ
Falleg 3ja herb. íbúð ca.100 fm við
sjávarsíðuna. Sérinngangur og bíla-
stæði. Húsb., rafm., tv og hiti innif.
Leigist rólegum og reykl. einstakl.
eða pari (barnlausu). Gæludýr
bönnuð. Laus strax. Verð 139 þús.
S: 554 5545 og 867 4822.
Ég á til leigu herbergi, stúdíó og
íbúð. Verð frá 25 - 85 þús. Laust
strax. Uppl. í síma 770 5500.
Til leigu við Elliðavatn
76 fm stórglæsileg glæný íbúð
við Akurhvarf 1, innifalið þvottav.
/þurrkari/uppþottavél, hússjóður,
frábært útsýni, suðursvalir. Leiga
pr. mánuð 110. Upplýsingar á
tölvupósti:. thorao@mbl.is og
s.896 3362.
Til leigu
Lítið einbýlishús til leigu í miðbæ
Hafnarfjarðar. 120 þús. á mánuði
með hita og rafmagni. Laus strax.
Uppl. í síma 822-3849 eða
821-2529.
Hellisbraut 21, Hellissandi er til
sölu
Gamli sjarminn á sjávarbakkanum.
Frábært útsýni.
Á efri hæð, sem er 60 fm, er eldhús,
baðherbergi, stofa, borðstofa, 1
svefnherbergi og forstofa. Á forstofu
og svefnherbergi er plastparket, á
stofu og borðstofu eru gömlu
gólfborðin, á baðherbergi og eldhúsi
eru korkflísar.
Neðrihæðin er 38,8 fm, þar er for-
stofa, geymslur og 1 svefnherbergi.
Gólfefni vantar. Hitað er upp með
hitatúpu og vatnsofnum. Húsið er
mikið endurnýjað, en ekki að fullu.
Möguleiki er á einu herbergi til
viðbótar uppi og öðru niðri, sama
sem 4 svefnherbergi.
Verð 13. millj. Áhvílandi mjög góð lán
frá Íbl.sjóði ca. 11,3 millj.
Sjá mbl.is fasteignir.
Upplýsingar í síma 861 7888.
4ra herb. í hverfi 104
Til leigu falleg 4ra herb. íbúð í
lyftuhúsi við Ljósheima.
Leiga 120 þús. pr. mán.
Upplýsingar í síma 892 7798.
Húsnæði óskast
Óska eftir 4ra til 6 herb. íbúð
á stór- Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar í síma 848 0146.
3 - 4ra herbergja íbúð óskast
Traustir, reyklausir og reglusamir
leigjendur óska eftir 3-4 herbergja
íbúð á Reykjavíkursvæðinu. Húsgögn
og tæki æskileg en ekki skilyrði.
Upplýsingar og verðhugmyndir send-
ist á: ibudoskast1@gmail.com
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofurými
Mismunandi stærðir með eða án
húsgögnum og aðstöðu til leigu.
Uppl. í síma 824 5066.
Skrifstofuaðstaða í Borgartúni
Til leigu skrifstofuaðstaða eða vinnu-
básar. Húsnæðið er nýinnréttað og
glæsilegt, mikil lofthæð og norður-
gluggar. Fundarherb., kaffiaðstaða og
tölvulagnir. Uppl. í 698 5665 eða
gunnarpall@internet.is
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Límtré
Stigaefni heilstafa furulímtré 42 x
1200 x 5000 mm. Einnig hnotu, eikar
og beyki límtré.
Spónasalan ehf.
Smiðjuvegi 40, gul gata,
s. 567 5550.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Námskeið
Flottar músamottur með dagatali
Sendum um land allt. Skoðið úrvalið.
www.ljosmyndari.is
Sími 898 3911.
Námskeið að verðmæti 50 þús.
gefins í dag
Kíktu á www.netvidskipti.is til að fá
kennslu að verðmæti 50 þús. gefins!
Þetta er okkar framlag til íslensku
þjóðarinnar. Njóttu vel!
Nú hefur hann Ási
gamli kvatt okkur og
af því tilefni langar
okkur systkinin að
minnast í nokkrum orðum
hjónanna Ása og Guðrúnar. Ási og
Guðrún bjuggu á neðri hæðinni í
Bryggjuhúsinu en við systkinin á
þeirri efri ásamt foreldrum okkar.
Það má segja að þau hjónin hafi
verið fastur þáttur í tilverunni öll
okkar uppvaxtarár og eru margar
minningar frá barnæskunni tengd-
ar þeim.
Ási og Guðrún voru okkur alltaf
góð, þessum ólátabelgjum á efri
hæðinni og sýndu okkur mikla
hlýju þrátt fyrir að eflaust hafi
þeim stundum þótt nóg um skark-
alann sem okkur fylgdi. Ási var oft
á rölti í kringum húsið þar sem við
vorum að leik og gætti þess gjarn-
an að við færum okkur ekki að
voða. Það gat verið mikil spenna
fólgin í því hvort hægt væri að
komast undan vökulum augum Ása
yfir Drottningarbrautina og niður á
bryggju. Ási hafði húðflúr á hand-
leggnum sem hann sýndi okkur
stundum og sagði að væri gert með
nál og vakti það bæði hrifningu
okkar og hrylling.
Það var hægt að leita til Guð-
rúnar og Ása með ýmis erindi. Í
eitt skipti kom lítil snúlla niður til
þeirra og bar fram áhyggjur af
barnleysinu hjá þeim. Hún hafði
✝ Ásmundur Jó-hannes Að-
alsteinsson fæddist
á Þinghóli í Glæsi-
bæjarhreppi 20.
des. 1921. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 14.
nóvember síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn 24. nóvember.
lausina á reiðum
höndum og bauð þeim
með glöðu geði grenj-
andi smábarnið á efri
hæðinni. Barnið þáðu
þau ekki en sú yngsta
fékk þó oft að kúra í
fanginu hjá Ása. Oft
var líka hægt að fá að
fela sig undir borði
hjá þeim þegar eitt-
hvað óþægilegt var í
aðsigi á efri hæðinni.
Þau leyfðu okkur
jafnvel að koma niður
á laugardagsmorgn-
um til að horfa á barnatímann á
Stöð 2 og höfum við grun um að
foreldrar okkar hafi verið þeim æv-
inlega þakklátir fyrir það.
Oftast bönkuðum við þó upp á til
að kanna upptök grunsamlegs
bakstursilms og var okkur þá jafn-
an vel tekið. Hún Guðrún var ein-
staklega ljúf og rólyndisleg kona
en við systkinin lærðum fljótt hvað
það var sem helst gat komið henni
úr jafnvægi. Það var reyndar elsti
bróðirinn sem fyrstur gerði þá upp-
götvun þegar hann jarðaði dauða
mús í rabarbarabeðinu hennar. Það
fór því aldrei framhjá okkur þegar
músagangur var í húsinu.
Þegar við hugsum til barnæsk-
unnar í Bryggjuhúsinu birtast
gjarna myndir af Guðrúnu að hlúa
að blómunum í garðinum á hlýjum
sumardegi og Ása sitjandi hjá á
plaststólunum að spjalla um daginn
og veginn. Það var yndislegt að fá
að njóta samvista við þetta góða
fólk og við erum þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þeim.
Við vottum ástvinum Ása samúð
okkar og þá sérstaklega barna-
börnunum sem eiga eflaust eftir að
sakna góðs afa og vinar.
Tryggvi Már, Sigrún Ella
og Fanný Rut Meldal.
Ásmundur
Aðalsteinsson