Morgunblaðið - 29.11.2008, Síða 64
64 Menning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
fyrsta orðabókin
Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók
prýdd fjölda skemmtilegra mynda.
Hentar byrjendum í ensku-
námi heima og í skólanum.
Án þess að hafa unnið sérneitt til frægðar nemavera börn foreldra sinna
eru þau nú umsetin, stjörnubörn-
in.
Afkomendur Hollywood-
stjarnanna hafa alltaf verið vin-
sælt umfjöllunarefni hjá slúð-
urmiðlum en líklega aldrei eins
og nú. Enda krefst almenningur
þess að fá að vita meira og meira
um einkalíf fræga fólksins, allt
frá klósettferðum til kynlífsins.
Ekkert er orðið heilagt og hvað
þá börnin sem fá ekki að njóta
sakleysis og standa fyrir utan
stjörnuljós foreldranna sem fengu
sjálfir flestir eðlilega barnæsku
fjarri fjölmiðlum.
Erfitt er að segja til um hvortkom á undan, hænan eða
eggið. En aukning í stjörnu-
barnafréttum virðist hafa komið í
kjölfarið á því barnaæði sem hef-
ur gripið um sig meðal stjarnanna
sem fjölga sér nú eins og kanínur.
Varla er hægt að fletta slúð-
urblaði án þess að rekast á óléttu-
fréttir, sannar eða lognar.
Misjafnt er hvernig stjörnunum
tekst að halda börnunum fyrir ut-
an sviðsljósið. Sumar reyna að
berjast gegn þessu, biðla í við-
tölum til fjölmiðla að sýna börn-
unum vægð, reyna að skýla þeim
með öllum tiltækum ráðum fyrir
ljósmyndurum eða fara í mál við
blöðin fyrir að birta myndir af
börnum þeirra. En það má líka
kenna mörgum foreldrunum um
þá athygli er beinist að börn-
unum, þeir birtast á forsíðum
slúðurblaðanna með börnin í
fanginu áður en fósturfitan er
þvegin af þeim og trana þeim
fram í öllu sem þeir gera.
Ágangur ljósmyndara fær oftbörnin til að fara að gráta og
ekki telst það nú verra myndefni.
Slúðurbloggarinn Perez Hilton
birti nýlega myndir af Gwen Stef-
ani og Heidi Klum þar sem þær
héldu á grátandi sonum sínum í
fanginu á flugvelli þar sem fjöl-
skyldan var umsetin af ljósmynd-
urum. Perez sendi ljósmyndurum
skammartóninn fyrir ágengnina
en birti samt myndirnar.
Eitt eftirsóttasta barn allra
tíma, Suri, 2 ára dóttir Toms
Cruise og Katie Holmes, er farin
að gefa paparözzum illt auga og
hjúfra sig upp að mömmu sinni til
að fela andlit sitt. Reyndar eru
fréttirnar af henni farnar að
ganga svo langt að einn miðillinn
fjallaði um það í löngu máli um
daginn hvað Suri sést sjaldan í yf-
irhöfn utandyra. Líklega er það
út af því að ljósmyndaravegg-
urinn í kringum hana skýlir vel
fyrir veðri og vindum.
Furðufuglinn Michael Jackson
er gott dæmi um fullorðinn mann
sem er skemmdur vegna athygli í
barnæsku. Hann reynir að verja
sín eigin börn fyrir athyglinni og
sjást þau aldrei í fylgd föður síns
nema með grímu. Það gæti nú
reyndar gert þau skrítin líka.
Það virðist stundum gleymastað það á að vera val að vera í
sviðsljósinu, foreldranir völdu sér
frægðina í flestum tilfellum og
það ættu börnin að fá að gera
líka. ingveldur@mbl.is
Slúðurskjóður vilja stjörnubörnin
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
Barnalán? Surie, dóttir Tom Cruise og Katie Holmes, er umsetin af ljósmyndurum sem hafa ekki minni áhuga á stúlkunni en foreldrum hennar. Angelina
Jolie og Brad Pitt eiga hins vegar sex börn og tímaritin eru tilbúin til að reiða af hendi fram gríðarlegar fjárhæðir fyrir myndir af þeim.
»Án þess að hafa unniðsér neitt til frægðar
nema vera börn foreldra
sinna eru þau nú umset-
in, stjörnubörnin.
NÆSTUM því kvennarokksveitin
Vicky (fjórar stúlkur, einn strákur)
ríður hér á vaðið með fyrstu breið-
skífu sína. Sveitin hét áður Vicky
Pollard (enn eimir eftir af nafninu í
titli frumburðarins) og hefur verið
með mestu
vinnuhryssun-
um í íslensku
neðanjarðar-
rokki síðustu
misseri. Tón-
leikar hafa nán-
ast verið viku-
legt brauð og umsvif sveitarinnar
hafa ekki einskorðast við Ísland,
tónleikaferðalögum erlendis hefur
verið svipt upp og meira að segja
rokkbiblían Kerrang! er fallin kylli-
flöt.
Platan var tekin upp í fimmtán
tíma lotu í Tankinum, hljóðveri á
Flateyri við Önundarfjörð, og það
fyrsta sem fær mann til að sperra
eyrun er hversu ótrúlega vel hún
hljómar. Það er hárfínt jafnvægi á
milli þykkrar, bassaríkrar áferðar
og svo rífandi hráleika sem verður
að fylgja plötu eins og þessari.
Vicky spilar adrenalínlegið pönk-
rokk sem kallar óneitanlega fram í
hugann sveitir á borð við Kolrössu
Krókríðandi/Bellatrix og Mammút.
Einkanlega þó vegna söngraddar-
innar, sem er NB frábær, en söng-
konan Eygló syngur af mikilli orku
og ástríðu. Vicky rokkar þó meira
beint af augum en þessar hljóm-
sveitir, það er ekkert um slaufur
eða jaðarhopp; meira um einfalda
keyrslu a la Mothorhead eða AC/
DC. Sveitin rennir sér í gegnum
lögin níu af eftirtektarverðu öryggi,
vitnisburður um mikinn þéttleika
sem áunnist hefur á þessum hundr-
uðum tónleika sem eru að baki.
Helst er hægt að draga plötuna
niður fyrir lagasmíðarnar. Lögin
virka sem slík, en skortir tilfinn-
anlega frumleika, einkum þegar á
líður. Platan er þannig full-eintóna
og hefði haft gott af smá uppbroti.
En það er það eina sem raunveru-
lega er hægt er að kvarta undan og
eftir stendur ansi tilkomumikil
frumraun. Til hamingu stelpur! (og
þú þarna strákur …).
TÓNLIST
Geisladiskur
Vicky - Pull Hard
m
Vicky verður með útgáfutónleika
vegna plötunnar í kvöld í kjallara
Skífunnar á Laugavegi 26. Hefjast
þeir klukkan 20.00.
Arnar Eggert Thoroddsen
Adrenalínlegið
pönkrokk