Morgunblaðið - 07.12.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.12.2008, Qupperneq 34
34 Hneykslismál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 þrátt fyrir forréttindi í uppvextinum, þakkaði hún foreldrum sínum fyrir að hafa getað lifað eðlilegu fjölskyldulífi. Faðir sinn hefði innrætt sér að vera góðviljuð, sagði hún, en jafnframt varað sig við hugsanlegum gildrum og óheiðarleika fólks. Herbergi 629 og kynlífsmyndband Síðustu dagana í heilsulindinni eyddu þau Klatten og Sgarbi öllum stundum saman, fóru í göngutúra, drukku saman te og spjölluðu. Loks skiptust þau á farsímanúmerum og Klatten var ekki fyrr komin heim til sín en hún hóf að senda hinum nýja vini sínum textaskilaboð. Þau ákváðu að hittast fjórum vik- um síðar, í ágúst, á Holliday Inn í Schwabing, listamannahverfinu í München. Að undirlagi Sgarbis fengu þau herbergi 629, einstaklega þægi- legt herbergi með risastóru rúmi. Lyfta frá bílageymslunni í kjall- aranum stansaði rétt við dyrnar á herberginu og því þurfti Klatten ekki að fara gegnum gestamóttökuna og eiga á hættu að þekkjast. Um leið og þau hófu langþráðan ástarleikinn kvikmyndaði gestur í herbergi 630 aðfarirnar. Ítalska lög- reglan sakaði 63 ára Ítala, Ernano Barretta, leiðtoga sértrúarsafnaðar, um að vera vitorðsmaður, hugsanlega höfuðpaurinn, og tók hann fastan. Þótt Barretta lýsti sig saklausan, þykir ljóst að herbergi 629 var sér- staklega valið til að leiða Klatten í gildru. Sem hún gekk aftur í undir lok sama mánaðar með hörmulegum af- leiðingum. Með mafíuna á hælunum Að sögn Klatten lýsti Sgabri fyrir henni sorginni, eða „sektarverknum“, sem hann bæri innra með sér og héldi fyrir sér vöku. Þannig var, sagði hann, að þegar hann síðast var á ferð í Miami hefði hann „flækst í“ umferð- arslys. Ekki að það væri honum að kenna, af og frá, en hann hefði engu að síður keyrt á og valdið dauða ungr- ar dóttur mafíósa. Nú væri mafían í hefndarhug á hælunum á honum og hótaði að skera hann í tætlur borgaði hann ekki blóðpeninga, sem sam- svara rúmum tveimur milljörðum ís- lenskra króna. Sjálfur væri hann ekki í vandræðum með að borga tæpan þriðjung, en hvaðan ætti restin að koma? spurði hann daufur í dálkinn. Árið 2000 hafði hann reynt svipaða brellu á áttræða greifynju, en vinir hennar komu í veg fyrir ráðabruggið áður en sú aldna lét glepjast. Klatten var vitaskuld allsendis ókunnugt um þetta, Sgabri var leyndarmálið henn- ar og, eins og hún viðurkenndi síðar lesa bók, Gullgerðarmanninn eftir Paulo Coelho, þegar Sgarbi vatt sér að henni og sagði einfaldlega: „Uppá- haldsbókin mín,“ og tyllti sér hjá henni. Sgarbi, sem skráði sig inn á heilsu- lindina þremur dögum á eftir Klat- ten, virtist í fyrstu ekki gefa henni mikinn gaum, rétt kinkaði til hennar kolli við morgunverðarborðið. Hann lét ekki til skarar skríða með fyrr- greinda „pikkup-línu“ fyrr en fjórum dögum áður en Klatten hugðist halda heim til eiginmanns síns og þriggja barna í villuna sína í München. Hún hreifst af þessum kurteisa manni og smám saman vall ævisagan út úr hon- um. Sumt var sannleikanum sam- kvæmt, annað helber lygi. Sgarbi ólst upp í Brasilíu, þar sem faðir hans var yfirmaður starfsemi svissneska verkfræðifyrirtækisins Sulzer í Suður-Ameríku, og því talaði hann portúgölsku reiprennandi. Líka spænsku, frönsku, ensku, þýsku og ítölsku, sagði hann, en nefndi ekki að hann væri giftur ítalskri konu. Hann kvaðst vera liðsforingi í svissneska varaherliðinu – og svo spann hann af fingrum fram. Svissneska rík- isstjórnin átti nefnilega til að hóa í hann til að greiða á laun úr hættu- ástandi á erlendri grund. „Gíslatökur og þvíumlíkt,“ laug hann til útskýr- ingar, og bætti við að sér væri mikill sómi sýndur að vera falin slík verk; sannkölluð gustukaverk. Allt féll þetta vel í kramið hjá Klat- ten, sem ver miklum tíma í að ráð- stafa hluta Quant-auðæfanna til góð- gerðarmála. Auk þess dáðist hún að skyldurækni Sgarbis gagnvart hern- um, hversu opinn og ævintýragjarn hann var, hugulsamur og nærgætinn. Ekki þótti henni heldur verra að þau deildu saman áhuga á Coelho. Undir yfirborðinu skynjaði hún hjá honum depurð, sem gerði hann bara enn meira aðlaðandi í hennar augum. Hamingjuhormóninn „Svona menn vekja móðurlegar til- finningar hjá konum. Í byrjun langar þær til að annast þá og hafa áhyggjur af þeim. Allt í einu eru þær lentar í sambandi, sem er félagslega fyrir neðan þeirra virðingu. Síðan kemur þáttur hins forboðna, leyndarmálsins, sem leysir hamingjuhormóninn úr læðingi og skapar fíkn,“ segir Christine Baumanns, sálfræðingur, sem sérhæfir sig í parameðferð og fjölmiðlar fengu til að lesa í samband þeirra Klatten og Sgarbis. Milljarðamærin, sem alin var upp við að vera á varðbergi gagnvart gull- gröfurum, var kolfallin fyrir einum slíkum, 46 ára gömul. Í viðtali við þýskt blað í liðinni viku sagði hún að Þótt ólíklegt sé talið að Helg Sgarbi, fjár- kúgari Susanne Klatten, eigi harma að hefna gagnvart Quandt-fjölskyldunni, er því trúlega öfugt farið um marga. Fortíð- inni verður ekki breytt né því hvernig Günther Quandt, afi Susanne, lagði grunn að auðæfum fjölskyldunnar. Hann hóf að framleiða einkennisbúninga í fata- verksmiðju föður síns í fyrri heimsstyrj- öldinni, en eftir stríðið færði hann út kví- arnar, stofnaði meira en 100 fyrirtæki og framleiddi skotvopn fyrir Þriðja ríkið. Stærsta fyrirtæki hans, Accumulatoren-Fabrik (AFA), framleiddi rafbúnað fyrir kafbáta, skrið- dreka og eldflaugar. Árið 1937 var hann heiðr- aður af Adolf Hitler fyrir framlag sitt til her- gagnaframleiðslu. Quandt-ættinni er einkum legið á hálsi fyrir að hjá AFA var illa haldið fólk úr út- rýmingarbúðum nasista ráðið til að strita í verksmiðjunum við hættulegar aðstæður. Herbert Quandt Faðir Susanne Klatten. QUANDT-VELDIÐ OG FORTÍÐIN Milljarðamær dregin Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is R íkasta kona Þýskalands og þriðja ríkasta kona Evr- ópu, Susanne Klatten, erfingi Quandt- auðæfanna, varð fórn- arlamb svika og fjárkúgunar vegna trúgirni sinnar og hliðarspors með ósvífnum svissneskum flagara. Mála- vextir eru með ólíkindum, minna helst á æsispennandi, en klisju- kenndan reyfara, þar sem auk millj- arðaprinsessunnar og svikahrapps- ins, Helg Sgarbi, herra S, eins og hann er kallaður í dómskjölum, koma við sögu kynlífsmyndband og -ljós- myndir, mafían, þrælabúðir nasista og ítalskur sértrúarsöfnuður. Meira að segja hraðskreiðir bílar til að full- komna klisjuna, BMW nánar tiltekið. Þótt ætla mætti að hin gríðarlega auðuga, veraldarvana og vel gifta, að því er talið var, Susanne Klatten væri ekki árennilegt fórnarlamb fyrir gosa á borð við Sgarbi, varð hún honum auðveld bráð. En kannski var hún bara svona óhamingjusöm í einkalíf- inu eða illa fyrirkölluð. Að minnsta kosti dvaldi hún í heilsulind nálægt Innsbruck í Austurríki þegar fundum þeirra fyrst bar saman í júlí í fyrra, en þangað kemur ríka fólkið til að létta af sér streitu, sofa mikið og drekka jurtate í baðsloppum. Og þar kom Sgarbi sér lymskulega í mjúkinn hjá Klatten, laug og smjaðraði ótæpi- lega þegar hann lagði snörurnar fyrir hana. Hann þykir ekkert sérstaklega mikill fyrir mann að sjá, hár og grannur að vísu, með hvítglerjaðar tennur. Afskaplega snyrtilegur, slétt- ur og felldur eins og löglærður bankamaður – sem hann er, eða var, því nú dúsir hann í fangelsi í Münc- hen og bíður réttarhalda vegna fjár- kúgunar. Snörurnar lagðar Sjálfur hafði hann grobbað af því við vini sína að geta lesið konur eins og opna bók. Klatten var einmitt að VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS www.vidskipti.hi.is Samtök fjárfesta í samstarfi við viðskiptafræðideild HÍ Miðvikudaginn 10. desember kl. 12.00 Hátíðasalur Háskóla Íslands Göran Persson Lærdómur Svía af fjármálakreppu tíunda áratugarins – byrðunum dreift og nýjar vonir vaktar Göran Persson var forsætisráðherra Svíþjóðar frá 1996 til 2006. Þegar Svíþjóð fór með forsæti í Evrópusambandinu var Göran Persson jafnframt forseti ráðherraráðsins. Göran Persson var fjármálaráðherra á tímum bankakreppu í Svíþjóð. Göran Persson hefur mikla reynslu í alþjóðastjórnmálum sem og málefnum Evrópusambandsins og málefnum tengdum loftslagsbreytingum og ekki síst þeim ógnum sem steðja að velferðarsamfélaginu nú um stundir. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.