Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið/Kristinn Í framboði Svandís Svavarsdóttir hefur verið áberandi í borgarpóli- tíkinni sem borgarfulltrúi. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is SVANDÍS Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. „Það eru gríðarlega krefjandi verkefni framundan í landstjórn- inni og á Alþingi Íslendinga og málstaður Vinstri grænna á veru- lega sterkan hljómgrunn í sam- félaginu. Mér finnst rétt að taka þátt í þeim krafti sem blæs í okkar segl,“ segir Svandís um ástæður þess að hún gefur kost á sér. Hættir í borgarpólitíkinni Hún segir fjölmarga hafa gefið kost á sér í sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík og bendir m.a. á þau Paul Nikolov, sem gefið hef- ur kost á sér í fyrsta til þriðja sæti, og Álfheiði Ingadóttur þingmann, sem sækist eftir fyrsta sætinu líkt og Svandís. „Ég held að það sé mjög ánægju- legt hversu margir félagar gefa sig fram því að þannig fá flokksfélag- arnir tækifæri til að stilla upp sig- urstranglegum lista.“ Svandís hyggst hætta í borgar- stjórn komist hún á þing, en hún hefur verið fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn frá 2006. „Það er fullt starf að vera borgarfulltrúi og það er fullt starf að vera alþingismaður þannig að ég ætla mér ekki að vera í mörgum störfum í einu og hef aldrei gert.“ Hún hafi hins vegar fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram til þings. „Raunar fann ég líka til mik- illar hvatningar í kringum búsá- haldabyltinguna og þá bylgju sem þar var í kring,“ segir hún og vísar þar til þeirra væntinga fólks að ferskir vindar blási um stjórn- málaflokkana. Mikilvægt sé að reynsla og þekking haldist í hendur við ný sjónarmið og öðruvísi nálg- anir. Vinnur þvert á flokkslínur Sjálf hafi hún staðið fyrir það í stjórnmálum að oftar eigi að beita samstöðu en átakafarvegi. „Þessi hefðbundna sýn valdastjórnmál- anna, að meirihlutinn kúgi minni- hlutann, leiðir okkur ekki til góðra verka og góðrar niðurstöðu. Ég hef verið talsmaður þess hér í borgarstjórn að vinna meira þvert á flokkslínur vegna þess að því fleiri sjónarmið sem koma að borð- inu, og þá líka sjónarmið minni- hlutans og þeirra sem hafa fá at- kvæði, þeim mun meirsi líkur eru á að niðurstaðan sé farsæl,“ segir Svandís. „Ánægjulegt hve margir gefa kost á sér“  Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík  Segir mikilvægt að reynsla og þekking haldist í hendur við nýja strauma og nálganir Morgunblaðið/Ómar Sparnaður Á blaðamannafundinum kom m.a. fram að sparnaður af því að afnema sérlög um eftirlaun ráðherra og þingmanna næmi 400-700 milljónum á næstu árum. Til samanburðar má benda á að framlög ríkisins til stjórnmálaflokka eru 370 milljónir á þessu ári, 60 milljónum hærri en í fyrra. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KRÖFUR á einstaklinga sem verða gjaldþrota fyrnast á tveimur árum en ekki tíu eins og nú er, verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á gjaldþrotalögum samþykkt á Alþingi. Þá leggur stjórnin til að öllum nauð- ungarsölum á húsnæði verði frestað til 31. ágúst og að fólk sem missir hús sín geti búið í þeim í allt 12 mánuði frá því salan fer fram. Þetta kom fram á venjubundnum blaðamannafundi Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra og Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra eftir ríkisstjórnarfund í gær. Unnið með lífeyrissjóðum Á fundinum greindi Steingrímur jafnframt frá nýju frumvarpi um fyr- irframgreiðslu á séreignasparnaði sem hann sagði að hefði verið unnið í samstarfi við lífeyrissjóðina. Sam- kvæmt frumvarpinu geta þeir sem eiga séreignasparnað sótt um að fá að hámarki greidda út eina milljón króna. Hægt verður að sækja um þessa fyrirframgreiðslu fram í októ- ber 2010. Þetta fé verður til frjálsrar ráðstöfunar og fólk gæti notað það til að greiða af skuldum. „Við vonumst til þess að þetta geti auðveldað mörg- um umtalsvert að ráða við sínar skuldbindingar, að lækka sínar skuld- ir,“ sagði Steingrímur. Þónokkrar upphæðir gætu komið til mánaðar- legrar greiðslu, að frádregnum skött- um mætti gera ráð fyrir að upphæðin yrði um 70.000 krónur á mánuði í níu mánuði. Tækju allir út úr sjóðunum gæti fjárhæðin numið 80-90 milljörð- um en afar ólíklegt væri að til þess kæmi. Nokkrir tugir milljarðar gætu þó farið út. Hugsanlega yrði hámark- ið hækkað en kanna yrði fyrst hvaða áhrif það gæti haft. Greiðslurnar munu hvorki skerða rétt til atvinnu- leysisbóta né annarra bóta úr al- mannatryggingum. Aðspurður hvort til greina kæmi að fólki í greiðsluerf- iðleikum yrði sleppt við að borga tekjuskatt af séreignasparnaði, benti Steingrímur á að innborgarnir í sér- eignasjóði væru skattfrjálsar og af- nám skatta á útgreiðslur væri því brot á meginreglu. Þá benti hann á að atvinnulausir yrðu að borga skatta af bótum sínum. Jóhanna sagði að stefnt væri að því að flest mál sem ríkisstjórnin vildi fá samþykkt fyrir þingrof yrðu lögð fyr- ir Alþingi innan 10-14 daga. Von væri á upplýsingum frá Seðlabankanum um stöðu heimilanna og þá lægi betur fyrir til hvaða aðgerða þyrfti að grípa. „Það er myntkörfufólkið og verð- tryggingarfólkið sem við þurfum að skoða í langtímaplaninu.“ Gjaldþrotin gerð bærilegri  Fólki leyft að sækja sér eina milljón úr séreignasjóðum  Hefur ekki áhrif á rétt til atvinnuleysisbóta eða annarra bóta  Nauðungarsölum frestað um sex mánuði HJÚKRUNARRÁÐ Landspítalans lýsir í ályktun yfir miklum áhyggj- um af fyrirhuguðum samdráttar- aðgerðum á spítalanum. Einkum hefur hjúkrunarráð áhyggjur af áhrifum þess að fækka hjúkrunar- fræðingum og öðrum starfsmönnum í hjúkrun. „Víða er mikil sérþekking í hjúkrun ákveðinna sjúklingahópa en hún stuðlar að betri þjónustu, auknum gæðum og síðast en ekki síst auknu öryggi sjúklinga. Hjúkr- unarráð telur að við fækkun eða til- færslu starfsfólks innan hjúkrunar muni þessi sérþekking tapast og þannig ógna öryggi sjúklinga og skerða þjónustu,“ segir í álykt- uninni. bjb@mbl.is Áhyggjur á Landspítala Úr hvaða kjördæmum koma ráðherrar Vinstri grænna? Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður flokks- ins, er úr Norðausturkjördæmi, Katrín Jakobsdóttir, menntamála- ráðherra og varaformaður, er úr Reykjavíkurkjördæmi nyrðra, Ög- mundur Jónasson þingflokks- formaður er úr Suðvesturkjör- dæmi og Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra er úr Reykja- víkurkjördæmi syðra. Hvaða þingmenn VG eru úr Reykjavík? Auk Katrínar og Kolbrúnar sitja einnig á þingi þau Árni Þór Sig- urðsson og Álfheiður Ingadóttir. S&S Grípa þarf strax til róttækra að- gerða til að koma í veg fyrir keðju- verkun á fasteignamarkaði sem að lokum getur leitt til skelfilegra af- leiðinga fyrir íslenskt samfélag. Þetta segir Björn Þorri Viktorsson, hrl. og annar tveggja eigenda fast- eignasölunnar Miðborgar. Björn Þorri segir mikil „hættu- merki“ þegar vera farin að sjást. „Ég tel að það þurfi að horfast í augu við vandamálið eins og það blasir við. Efnahagskerfið er hrun- ið. Það er að mínu mati alvarlegt mál ef stjórnvöld líta svo á að efnahagskerfið sem slíkt sé ekki hrunið, heldur einungis einangr- aðir hlutar þess, það er bankakerf- ið. Það er ekkert efnhagskerfi sem getur verið með lamað bankakerfi og frosinn fasteignamarkað. At- vinnulífið allt sogast niður í að- stæður sem það skapar,“ segir Björn Þorri. Hann segir það ekki ganga upp að gengið sé að eignum fólks á sömu forsendum og áður í ljósi þess að aðstæður hafa breyst. „Ég finn vel fyrir því í mínu starfi að fjármálastofnanir eru ekki að slá slöku við þegar kemur að því að innheimta. Það sem ég hef áhyggjur af er að sömu for- sendur séu undirstöður fullnustukerf- isins nú, og voru þegar allt lék í lyndi ef svo má að orði komast. Mér finnst það gefa augaleið að það þarf að laga allar innheimtuaðferðir að þeim aðstæðum sem hér eru komnar upp. Annars er raunveruleg hætta á því að eignaverð falli alltof mikið og tugþúsundir verði gjaldþrota í kjölfarið. Og því miður getur farið svo að fólk sem annars er ekki í slæmri stöðu, lendi í henni, ef ekk- ert verður að gert.“ Björn Þorri segir að aðgerðir stjórnvalda megi ekki einungis miðast við að lengja í greiðslu- frestum og gera fólki mögulegt að borga af lánum. Koma þurfi í veg fyrir að fólk sé gert gjaldþrota. magnush@mbl.is Þegar farin að sjást mikil „hættumerki“ Björn Þorri Viktorsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 21 árs gamlan karlmann, Inga Pál Eyjólfsson, í 5 ára fangelsi fyrir mann- drápstilraun en maðurinn réðist á hálfbróðir sinn á Hlemmtorgi í nóvember á síð- asta ári og stakk hann með hnífi í bak og öxl. Ingi Páll var einnig dæmdur til að greiða hálfbróður sínum 1,6 milljónir króna í skaðabætur auk málskostnaðar. Fram kemur í dómnum að menn- irnir hittust á Hlemmtorgi eftir að hafa mælt sér þar mót. Til deilna kom milli þeirra og tók annar þeirra upp oddhvassan hníf með 13,4 cm blaði og stakk hinn tvisvar sinnum með hnífn- um. Vegfarendur skárust í leikinn en árásarmaðurinn komst undan á flótta. Hann var svo handtekinn á Vatnsstíg tæpri klukkustund síðar. Maðurinn játaði sök. Í niður- stöðum dómsins segir að ákærði hafi beitt oddhvössum og stórum hnífi af svo miklu afli að hann fór í gegnum herðablað og djúpt inn í vinstra lunga. Verði að telja að hending ein hafi ráðið því að ekki hlaust bani af atlögunni og að manninum hafi hlotið að vera það ljóst að langlíklegast væri að svo færi. Við ákvörðun refsingar tók dóm- urinn tillit til þess að sá sem fyrir árásinni varð hefði beðið bróður sín- um vægðar og fyrirgefið honum árás- ina. Þá hefði einnig komið fram að móðir þeirra ætti við erfiðan sjúkdóm að stríða. Fimm ár fyrir mann- drápstilraun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.