Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VERSLUNIN Tiger í Kringlunni mun innan skamms flytja í nýtt og stærra húsnæði á 1. hæð í versl- unarmiðstöðinni, þar sem verslun BT var áður til húsa. Verslunar- plássið er 650 fermetrar og verður þrefalt stærra en núverandi versl- unarpláss. „Í því ástandi sem nú ríkir skap- ast möguleikar til að færa sig í stærra og betra pláss,“ segir Finnur Magnússon, eigandi Tiger. Hafa aukið söluna „Með þessu erum við að mæta kröfum viðskiptavinanna, sem hafa leitað til okkar í auknum mæli eftir að kreppan skall á. Við höfum verið að auka söluna og metum það svo að næstu 3-4 árin verði góður mark- aður fyrir lágvöruverðsverslanir,“ segir Finnur. Fyrsta Tiger-verslunin var opnuð í Kringlunni í júní 2001 og þá kost- uðu allar vörur 200 krónur. Síðan hefur Tiger opnað nýjar verslanir á Laugavegi, í Smáralind og á Akur- eyri. Að sögn Finns verður hægt að bjóða upp á meira vöruúrval í sömu flokkum og áður. Meira pláss verði undir vöruna og hún fái að njóta sín betur en í gömlu búðinni, en þrengsli hafi háð starfseminni þar. Einnig verður vöruflokkum fjölgað svo sem í DVD-diskum, búsáhöldum og sokk- um. „Okkar fókus hefur verið að bjóða upp á mikið úrval af smávöru, nytjavöru á góðu verði,“ segir Finn- ur. Hann stefnir að því að opna nýju búðina laugardaginn 28. febrúar. „Ég hef opnað allar mínar búðir á laugardögum og það hefur gefist vel. Það verða allir að fá að hafa sína sér- visku.“ Ekki er á dagskránni að opna fleiri verslanir, a.m.k. að sinni. „Þessi nýja verslun er gríðarlega stórt skref fyrir okkur,“ segir Finn- ur, sem vinnur að því baki brotnu ásamt samstarfsfólki, að gera búðina klára fyrir 28. febrúar.Morgunblaðið/Ómar Tiger í Kringlunni stækkar í kreppunni MINKASKINN seldust vel á upp- boði sem haldið var í Kaupmanna- höfn í þessum mánuði. Öll framboðin skinn seldust en fyrir 12,5% lægra verð en í desember. „Þetta gekk bet- ur en menn áttu von á,“ segir Einar E. Einarsson, loðdýraræktarráðu- nautur Bændasamtaka Íslands. Loðdýrabændur báru kvíðboga fyrir uppboðinu í febrúar vegna þess hversu illa gekk á síðasta uppboði sem var í desember. Þá náðu kaup- endur og seljendur ekki saman svo stór hluti skinnanna var dreginn til baka. Einar segir að reynslan frá fyrri árum sýni að slíkt leiði til spennu á markaðnum, birgðasöfnun- ar og verðhruns. Íslenskir loðdýrabændur selja skinn sín í Kaupmannahöfn. Meðal- verð á uppboðinu var 212 krónur danskar á skinn, sem svarar til lið- lega 4.000 króna. Er það um 12,5% lægra verð en í desember og um 20% lægra í erlendri mynd en fyrir ári. Einar segir að þetta verð sé vel við- unandi. Íslenskir loðdýrabændur þoli meiri verðlækkun en félagar þeirra erlendis, vegna gengis ís- lensku krónunnar. „Það hefði verið verra að geta ekki selt.“ helgi@mbl.is Öll minkaskinn seldust á uppboði Gekk betur en bændur áttu von á Minkar Minkabændur eru ánægðir með lífið, þrátt fyrir verðlækkun. SAMRÆÐUFUNDUR um þróun lýðræðis á Íslandi í átt til virkari þátttöku almennings og hagsmuna- aðila verður á morgun, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 17.00-18.30 á jarðhæð Háskólatorgs í Háskóla Íslands. Þátttaka er endurgjaldslaus, en þátt- takendur eru beðnir að skrá sig á http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/ page/lydraediskaffi. Að Lýðræðis- kaffinu standa stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórn- sýslufræða og stjórnmála við HÍ, ILDI þjónusta og ráðgjöf, Endur- menntun HÍ og Morgunblaðið. „Nú á sér stað mikil umræða um þróun lýðræðis og er kallað eftir því að almenningur geti átt aðkomu að ákvörðunum oftar en í formlegum kosningum. Markmiðið með fundin- um er að beina sjónum að þeim þætti lýðræðis sem snýr að þátttöku al- mennings og leiða jafnframt saman hin ólíku sjónarmið um virkara lýð- ræði á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Fyrirkomulag fundarins verður svokallað Heimskaffi eða World Café. Heimskaffifundur er ólíkur venjulegum fundum að því leyti að hann byggist á samræðu allra þátt- takenda í litlum hópum (4-5 manna) og er aðferðin vel fallin til að ná skýrri niðurstöðu með lýðræðisleg- um hætti. Rædd verður spurningin „Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í „nýju lýðræði“, hvaða afgerandi skref gætum við stigið?“ Einnig verður á fundinum sagt frá alþjóðlegum fagsamtökum á sviði þátttöku almennings, International Association for Public Participation, IAP2. Lýðræðiskaffi á Háskólatorgi ÓlöfÞorvaldur S. Lumar þú á hugmynd um höfnina? Kynning á hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík Allir velkomnir í Loftkastalann á morgun, fimmtudaginn 19. febrúar, kl. 17:00-19:00! Júlíus VífillKK GísliSigríður  Kristján Kristjánsson - KK tekur fáein lög og hitar upp.  Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf. og skipulagsráðs Reykjavíkur, setur fundinn og stýrir honum.  Arkitektarnir Þorvaldur S. Þorvaldsson og Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri kynna þróun miðborgarsvæðisins og sögu skipulagsmála í Reykjavík.  Sigríður Kr. Kristþórsdóttir greinir frá nýrri skýrslu um þróun atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni.  Gísli Gíslason hafnarstjóri fjallar um framtíðarsýn Faxaflóahafna sf. og kynnir fyrirkomulag samkeppninnar. Pappír og litir í listsköpunarhorni barna í anddyrinu og myndlistarsýning í fundarlok. Þetta er fyrsta samkeppnin sem efnt er til um heildarskipulag Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík. Hún verður öllum opin, annars vegar fagfólki sem ætlað er að skili tillögum um skipulag, hins vegar almenningi sem býðst að koma á framfæri hvers kyns hugmyndum og ábendingum sem nýta má við skipulagsvinnu á svæðinu. Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á faxafloahafnir.is/is/hugmyndasamkeppni A T H Y G L I - M a g n ú s Ó la f s s o n - K ó p ía lj ó s m y n d a s a f n ið ©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.