Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Dósapokarnir Það er hart í ári hjá mörgum eftir að fjármálakerfi landsins hrundi. Menn þurfa að hafa allar klær úti til að láta enda ná saman. Ómar Kristín M. Jóhannsdóttir | 17. febrúar Kosningarétturinn í raun tekinn af Íslendingum erlendis Kosningareglur Íslands kveða á um það að þeir sem hafa verið búsettir erlendis lengur en átta ár verða að kæra sig inn á kjörskrá og verða að gera það fyrir 1. desember fyr- ir kosningar. Vegna þess að ekki var boð- að til kosninga fyrir þann tíma að þessu sinni þýðir þetta að þeir Íslendingar sem búið hafa erlendis lengur en fjögur ár og kærðu sig ekki inn á kjörskrá í haust upp á von og óvon um að við losnuðum við bölvaða stjórnina … Meira: stinajohanns.blog.is Friðrik Þór Guðmundsson | 17. febrúar Skilaboð Birgis til Davíðs um leynd og undanþágur Birgir Ármannsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur skyndilega ákveðið að gerast skel- eggur, eftir að hafa læðst með veggjum um langt árabil. Hann hefur nú ákveðið að hjóla í forsætisráðherra (úr því hann er ekki lengur sjálfstæðis- maður) og krefjast upplýsinga. Hann hefur meira að segja sett sig í blaða- mennskulegar stellingar og ætlar að kæra neitun um upplýsingagjöf til úr- skurðarnefndar um upplýsingamál. Gott hjá honum [...]. Ég óska Birgi velfarnaðar frammi fyrir nefndinni. Honum gengur kannski betur þar en mörgum blaðamanninum. Meira: lillo.blog.is HR. JÓN Ásgeir Jó- hannesson: Grein þín „Setti ég Ísland á hausinn?“ í Morgun- blaðinu 29. desember. 2008, hefur vakið verð- skuldaða athygli. Þar segist þú tilbúinn að ræða málin með rökum og sanngirni, auk þess sem þú staðhæfir að þú hafir alltaf farið eftir leikreglum í við- skiptum þínum. Því langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga og vonast eftir rök- studdum svörum frá þér. 1. Þú skrifar í grein þinni að Ebitda-hagnaður þeirra erlendu fyrirtækja, sem Baugur er kjöl- festufjárfestir í, sé um 60 millj- arðar króna. Hversu mikil hlutdeild af þessum 60 milljörðum rennur til Baugs þar sem Baugur er jú einungis bara einn af hluthöfum þessara fyr- irtækja? Jafnframt segir þú að skuldir Baugs við íslenskar lánastofnanir séu um 160.000.000.000 krónur. Í viðtali við Financial Times 3. október 2008 segir m.a.: „Baugur’s Jón Ásgeir Jóhannesson, chairman and founder of the investment company that owns much of the British high street, has told his fel- low citizens that the company is so- und because its assets – and much of its debt – are based outside Ice- land“. Á visir.is þriðjudaginn 3. febrúar segir orðrétt í frétt þess efnis að Baugur ætli sér að halda í breskar eignir sínar: „Heildarskuldir Baugs í Bretlandi nema ríflega milljarði punda eða 166 milljörðum króna.“ Samtals gera þetta því um 326.000.000.000 króna skuldir. Nú er Ebitda skilgreint sem „earnings BEFORE interest, taxes “, þ.e. tekjur FYRIR vexti og skatta. Mig langar því að spyrja þig hversu mikið stendur eftir af hlut- deild Baugs í þessum 60 milljarða Ebitda- hagnaði eftir afborg- anir af lánum upp á a.m.k. 326 milljarða ásamt vaxta- greiðslum og skött- um? 2. Sl. sumar sá Fin- ancial Times ástæðu til að birta tölvupóst í grein um Baugs- málið. Þessi tölvu- póstur var sendur 24. janúar 2001 frá þér til Tryggva Jónssonar og systur þinnar, Kristínar, fram- kvæmdastjóra Gaums ehf. Póst- urinn bar yfirskriftina „With a little help from friends“. Hann fannst í tölvu Tryggva Jónssonar við handtöku hans og var meðal málsgagna í Baugsmálinu: „Sæll. Ljóst að við verðum að fá hjálp frá Gaumi til að koma uppgjöri í rétt horf. 45 milljóna reikningur verður sendur á Gaum. –10 milljónir ferðakostnaður – 25 milljónir tölvuþjónusta – 10 milljónir óskilgreindur kostnaður Gaumur færir þetta á eignalykil 25 mills rest gjaldfært. Gaumur greiðir þetta þegar Baugur kaupir bréf af Gaumi í Ar- cadia, einnig gerir þá Gaumur upp viðskiptareikning skuldabréf hjá Bónus og önnur mál. / / Ég veit að þetta kann að fara í pirrurnar á sumum en ég tel nauð- synlegt að verja þá hagsmuni að af- koma Baugs sé í lagi, sérstaklega eftir síðasta útboð. Einnig þarf trú markaðarins að vera góð þegar við förum í Arcadia-málið. Annars allt gott. Jón Ásgeir.“ Hvað áttu við með orðunum: „Ljóst að við verðum að fá hjálp frá Gaumi til að koma uppgjöri rétt horf“? Hvað áttu við með orðunum: „Ég veit að þetta kann að fara í pirrurnar á sumum en ég tel nauð- synlegt að verja þá hagsmuni að af- koma Baugs sé í lagi“? Var verið að fegra afkomutölu al- menningshlutafélagsins Baugs og halda uppi gengi Baugs í kauphöll- inni með handafli? 3. Hvernig skýrir þú framburð allra stjórnarmanna almenningshluta- félagsins Baugs hf. þess efnis að þeir hafi aldrei heimilað stórfelldar lánveitingar til þín persónulega, án vaxta eða trygginga, sem og félaga þér tengdum, meðan þú varst for- stjóri almenningshlutafélagsins Baugs hf.? Aðspurður hvort þú hafir sett fram einhverjar tryggingar fyrir þessum lánum til félaga í þinni eigu svarar þú orðrétt hjá lögreglu: „Jón Ásgeir kveðst telja að svo hafi ekki verið. Þar sem félagið sé mjög eignasterkt hafi það verið traustur skuldari. Það hafi aldrei verið neinn vafi meðal stjórnenda Baugs hf., stjórn og endurskoðenda Baugs hf. að Gaumur væri borg- unarmaður fyrir þessum við- skiptalánum“. Sem einn stærsti eigandi Glitnis, hversu algengt er það í bankaheim- inum að lána hundruð milljóna króna til einstaklinga og fyrirtækja án trygginga eða veða gegn fullyrð- ingu lántakanda að hann sé „mjög eignasterkur og traustur skuldari“ og því óþarft að setja fram trygg- ingar eða veð? 4. Um daginn steig fram fyrrver- andi endurskoðandi KPMG, Að- alsteinn Hákonarson, og sagði hann m.a. að sumir einstaklingar hefðu stundað þann leik að kaupa fyrirtæki með „skuldsettri yf- irtöku“ og láta svo lánin sem voru tekin til að kaupa fyrirtækin, þ.e. skuldirnar, renna inn í félagið og selja það síðan til almennra fjár- festa/lífeyrissjóða á margfalt hærra gengi en fyrirtækið hafði verið keypt upphaflega ÁN skuldanna og því hagnast ævintýralega. Til að leyna þeim áhrifum sem þessi gerningur – þ.e. að flytja skuldirnar yfir í félagið eftir að hafa keypt það – var brugðið á það ráð að uppfæra viðskiptavild í bók- haldi félagsins sem sýndist þá hafa sterka stöðu vegna mikils eigin fjár þótt þar væri einungis um að ræða „ósýnilega og óáþreifanlega“ við- skiptavild. „Það má orða það svo,“ skrifar Aðalsteinn, „að við- skiptavildin sé vísbending um þá fjárhæð skulda sem flutt hefur ver- ið inn í félögin umfram raunverð- mæti eigna.“ Aðalsteinn birtir jafnframt lista yfir félög í Kauphöllinni og þar vekur athygli staða fyrirtækja Baugs: Viðskiptavild Teymis árið 2006 var 17.500.000.000 krónur en eigið fé einungis rúmir 4 milljarðar. Við- skiptavildin var því rúmlega 420% hærri en eigið fé fyrirtækisins! Viðskiptavild Teymis árið 2007 var 19.600.000.000 krónur en eigið fé einungis 8,2 milljarðar og því viðskiptavildin 240% HÆRRI en eigið fé fyrirtækisins! Sama gilti um 365/Dagsbrún. Þar var viðskiptavildin meira en 100% hærri en eigið fé fyrirtæk- isins. Ertu tilbúinn að sundurliða þessa tugmilljarða viðskiptavild fyrir þjóðinni? 5. Af hverju hefur ekki verið hægt að fá nákvæma sundurliðun á rúm- lega 6 milljarða rekstrarkostnaði FL Group fyrir árið 2007 og þá meina ég nákvæma sundurliðun lið fyrir lið. Í hádegisviðtali á Stöð 2 18. febrúar 2008 sagðir þú þennan rekstrarkostnað FL Group koma þér verulega á óvart. Sem stjórnarformaður FL Group og þar með einn æðsti stjórnandi félagsins hvernig getur þú ekki vit- að um rúmlega 6.100.000.000 króna rekstrarkostnað? Hvert fóru allir þessir peningar ? 6. Hvernig skýrir þú orð Jóns Steinssonar, sem kennir við einn virtasta háskóla heims og er fyrr- verandi efnahagsráðgjafi forsætis- ráðherra, í Silfri Egils nýlega þess efnis að „erlendis væru menn leidd- ir út í handjárnum“ fyrir svipaða viðskiptahætti og við 10-11 kaupin, Sterling-kaupin og Stím-málið? Tekur þú þessi orð til þín þar sem allir þessir gerningar tengjast þér og félögum þar sem þú ert stærst- ur hluthafi og stjórnandi? 7. Fyrir nokkrum dögum féll dóm- ur þess efnis að stjórn almennings- hlutafélagsins Glitnis hefði mis- munað hluthöfum Glitnis þegar hún samþykkti að kaupa hlutabréf Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, á yfirverði svo hundruðum milljóna króna skipti. Jafnframt kom fram fyrir dómi að Bjarni Ármannsson hefði rætt þennan samning, sem dómstólar telja ólöglegan og fela í sér grófa mismunum gagnvart öðrum hlut- höfum, við aðeins einn aðila, þ.e. þig, Jón Ásgeir Jóhannesson, en ekki bankastjórn bankans. Hvernig skýrir þú þennan framburð Bjarna Ármannssonar sé haft í huga að þú situr ekki einu sinni í bankastjórn Glitnis? Er það rétt að Hannes Smárason hafi einnig samið við þig persónu- lega um starfslokasamning sinn þegar hann lét af störfum hjá FL Group eftir um 70 milljarða tap 2007? Svör óskast. Virðingarfyllst. Eftir Jón Gerald Sullenberger » Sem stjórnarformað- ur FL Group og þar með einn æðsti stjórn- andi félagsins, hvernig getur þú ekki vitað um rúmlega 6.100.000.000 króna rekstrarkostnað? Jón Gerald Sullenberger Höfundur er framkvæmdastjóri Nordica, Inc. Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.