Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Þriggja daga ferð fyrir tvo til Búdapest 23. apríl til 26. apríl. Gisting með morgunverði á Hotel Mercure Korona, sem er ákaflega glæsilegt 4 stjörnu hótel með góðum veitingastað og kaffihúsi. Hótelið er staðsett við Kalvin-torgið í miðborg Búdapest og þar er einnig sundlaug, gufubað og sólbaðsstofa. Öll herbergin eru fallega innréttuð með sjónvarpi, síma, minibar, hárþurrku og loftkælingu. Febrúarvinningur: 3ja daga ferð fyrir tvo til Búdapest að verðmæti 180.000 kr. Innifalið í verði ferðar: • Flug og flugvallaskattar til Búdapest og aftur til Keflavíkur • Gisting í tvíbýli með morgunmat á Hotel Mercure Korona • Akstur til og frá flugvelli erlendis Ekki innifalið: • Skoðunarferðir Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 mbl.is/moggaklubburinn 1.vinningurregið . ebrúar Með Moggaklúbbnum til Búdapest UMHVERFISRÁÐHERRA, Kolbrún Halldórsdóttir, Umhverfisráðuneytið, Skuggasundi, Reykjavík. Efni: Umhverfisráðherra boðið til Austurlands. Vegna síendurtekinna fullyrðinga nokkurra málsmetandi einstaklinga í þjóðfélaginu og nú síðast núverandi umhverfisráðherra, Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, þess efnis að virkjana- og stóriðjuframkvæmdirnar á Austur- landi hafi neikvæð áhrif á landsvísu og lítil áhrif í landshlutanum viljum við undirritaðir fyrir hönd stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austur- landi og sveitarstjórna á starfssvæði SSA mótmæla slíkum staðhæfingum. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að halda því fram að umræddar framkvæmdir hafi hrundið af stað bankahruninu og heimskreppunni. Til að upplýsa umhverfisráðherra um staðreyndir málsins óskum við hér með eftir að ráðherrann komi hið fyrsta austur á land í boði SSA og kynni sér frá fyrstu hendi raunveru- leikann í okkar umhverfi og þau stór- kostlegu áhrif, sem álverið í Reyð- arfirði og afleidd starfsemi hefur haft á samfélagið. Í þessu sambandi má ekki gleyma samgöngubótum, sem voru ein af forsendum þess að verk- efnið fór í gang og hafa jafnframt gert fjölmörgum íbúum nærliggjandi staða kleift að stunda vinnu fjarri heimabyggð á tímum samdráttar m.a. í fiskveiðum og -vinnslu. Í trausti þess að ráðherrann sjái sér fært að þiggja heimboðið látum við ráðuneytinu eftir að ákveða tíma- setningu umræddrar kynnisferðar, en erum reiðubúnir að skipuleggja skoðunarferðir um stóriðjusvæðið á Mið-Austurlandi, hlusta á rök ráð- herrans, taka þátt í skoðanaskiptum með tilstyrk ýmissa ráðamanna heima í héraði og upplýsa væntanlega gesti úr ráðuneytinu eftir því sem kostur er. Seyðisfirði 12. feb. 2009 Með vinsemd og virðingu: ÞORVALDUR JÓHANNSSON, framkvæmdastjóri SSA BJ. HAFÞÓR GUÐMUNDSSON, formaður stjórnar SSA. Umhverfisráðherra boðið til Austurlands Frá Þorvaldi Jóhannssyni og Birni Hafþóri Guðmundssyni NÚ ÞEGAR Myrkum mús- íkdögum lýkur viljum við að- standendur há- tíðarinnar þakka Morgunblaðinu fyrir alla þá um- fjöllun og kynn- ingu sem blaðið hefur innt af hendi í tengslum við hátíðina. Það er mikilvægt að tónlistarhátíð með íslensku efni fái pláss á síðum fjöl- miðla þar sem ekki er aðeins um umfjöllun að ræða á líðandi stundu heldur einnig skrásetningu augna- bliksins á tónlistarlífinu í dag á Ís- landi – til upplýsinga fyrir fram- tíðina um tónlistarlíf dagsins í dag. Gagnrýnendur gegna þar nokkru hlutverki þar sem þeirra starf er að skrá viðtökur sam- félagsins hverju sinni á list og list- flutningi líðandi stundar. Þá er það einnig mikilvægt fyrir ís- lenska tónlistarsögu og almenna söguskoðun að geta í raun fylgst með samtímanum hverju sinni út frá viðtökum gagnrýnenda – sem ættu að gefa að nokkru leyti til kynna listaþroska þjóðarinnar hverju sinni. Þó hefur eitt atriði vafist fyrir áheyrendum og mörgum lesendum Morgunblaðsins varðandi umfjöll- un hjá gagnrýnendum Myrkra músíkdaga – og það eru stjörnu- gjafirnar fyrir hverja tónleika. Það er erfitt að átta sig á því hvað í raun stjörnugjöf fyrir tónleika táknar, hvort það eru tónverkin eða flytjendurnir, hvort tveggja eða önnur atriði sem stýra stjörnugjöfinni. En þó er ljóst að viðmiðin eru 5 stjörnur fyrir hvern viðburð sem eru annað hvort svartar eða hvítar. Mörgum hefur reynst erfitt að átta sig á því hvað hvor litur táknar þar sem bæði margar hvítar stjörnur og margar svartar virðast geta verið tákn um mjög góða tónleika að mati áheyrenda. Því er spurt hvað í raun stjörnugjöfin svart/hvíta tákni og þá í framhaldinu – hvað tákna 5 svartar stjörnur og hvað táknar 5 hvítar stjörnur – auk alls þess sem þar liggur á milli og hvernig ber að túlka slíka stjörnu- gjöf. KJARTAN ÓLAFSSON, formaður Myrkra músíkdaga. Stjörnuspurning – að Myrkum músíkdögum loknum Frá Kjartani Ólafssyni Kjartan Ólafsson ÞAÐ er í fyllsta máta eðlilegt að maður sé ekki alltaf sammála gagnrýnendum. Það er bara sjálf- sagt að fólk greini á um list- viðburði, jafnvel þó að í hlut eigi hámenntaðir skríbentar á sínu sviði. Þar er enginn stórisann- leikur til, enda komast hæfustu menn oft að öndverðum nið- urstöðum um ágæti viðburðanna. Leikmenn leggja svo sitt mat á það sem þeir heyra og sjá og um nýlega tónleika á Kjarvalsstöðum hef ég skoðun sem gengur nokkuð þvert á dóm gagnrýnandans. Hann er reyndar afar hreinskilinn um eitthvað sem gæti flokkast undir fordóma: hann hefur ein- staklega litlar mætur á Mozart og þykir það tónskáld of mikið skjall- að. Ennfremur finnst honum til leiðinda hve oft og lengi er haldið upp á afmæli Amadeusar, og al- mennt sé of mikið gert úr hæfi- leikum mannsins, því að sem frumkvöðull hafi hann ekki komist með tærnar þar sem Haydn hafði hælana o.s.frv. Þetta er að vísu nokkuð skemmtileg lesning, en þessi fyrirfram neikvæða afstaða litar alla umfjöllun gagnrýnandans um tónleikana og gerir hann nokk- uð dómharðan um þá í heild sinni. Það er ljóst að Jónas Sen skemmti sér ekki á þessum tón- leikum, en það gerðu aðrir. Það var húsfyllir svo að óhætt er að fullyrða að einhverjir Mozart- aðdáendur finnist eftir á landinu. Þar með er ekki útilokað að enn verði haldnar afmælisveislur hon- um til heiðurs í framtíðinni. Það er hins vegar spurning hvaða gagnrýnanda eigi að bjóða í þau teiti. Um leið og ég læt í ljós ánægju með að Morgunblaðið skuli halda úti skrifum um tónleikahald og aðra menningarstarfsemi, leyfi ég mér að benda á að kannski ætti að senda einhvern annan en Jónas á næstu Mozart-tónleika. Jónasi væri ekki neinn greiði gerður með því – og aðstandendum tón- leikanna ekki heldur. ÁGÚST GUÐMUNDSSON leikstjóri. Mozart og Jónas Sen Frá Ágústi Guðmundssyni: STÖRF íslenskra sendifulltrúa Rauða krossins um þessar mundir endurspegla á vissan hátt stöðu mannúðarmála í heim- inum. Þau sýna líka að á meðan við Íslend- ingar glímum við stöð- ugt harðneskjulegri afleiðingar fjármálakreppunnar hér heima, þá leggjum við okkar af mörkum til að lina þjáningar þeirra sem hafa það ennþá verra. Pálína Ásgeirsdóttir er í Jerúsal- em og samhæfir aðstoð Alþjóða Rauða krossins við stríðssærða í Gaza. Það er starf sem krefst þrot- lausrar einbeitni og veitir litla hvíld. Framundan eru störf á sjálf- um vígvellinum. Hugur okkar er með henni og þeim sem hún er að hjálpa. Maríanna Csillag og Hildur Magnúsdóttir eru að hefja störf í Simbabve, þar sem þær taka þátt í neyðaraðgerðum vegna kólerufar- aldurs sem þegar hefur lagt hátt í tvö þúsund manns í gröfina. Þar vinna þær með heimamönnum við að greina kólerutilfelli, hlúa að hin- um sjúku og varna því að fleiri sýk- ist. Fyrir er í landinu Huld Ingi- marsdóttir, sem stýrir matvæladreifingu Alþjóða Rauða krossins þar. Það er nefnilega bæði kólerufaraldur og hungursneyð í Simbabve. Fleiri sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa í Afríku. Nína Helga- dóttir hefur umsjón með heilbrigð- isverkefnum í Mósambík, sem unn- in eru meðal annars fyrir stuðning Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Á sama tíma vinnur Hólmfríður Garðarsdóttir í Malaví að barátt- unni gegn alnæmi, sem Íslendingar hafa á undanförnum árum gefið fé til í söfnunum félagsins. Markmið þeirra verkefna er að hlúa að fólki þegar það er veikt, aðstoða börn þeirra sem deyja og koma í veg fyr- ir útbreiðslu alnæmis með fræðslu til ungs fólks. Enn annar Afríkusendifulltrúi Rauða kross Íslands er Hlín Bald- vinsdóttir en hennar skjólstæðingar eru meðal annars börn sem stríð í Síerra Leóne hefur leikið grátt en fá fyrir stuðning frá Íslandi tæki- færi til að koma undir sig fótunum á ný. Hlín er sérfræðingur um fjár- mál og stjórnun. Hennar starf er að sjá til þess að fé frá Íslandi nýtist sem best. Frá Genf er Karl Sæberg Júl- íusson öryggisfulltrúi Alþjóða Rauða krossins á stöðugum þönum um heiminn og gætir að öryggi hjálparstarfsmanna. Hann kemur í veg fyrir vandamál og tryggir þannig að hjálparstarfið gangi snurðulaust fyrir sig. Á næstu dög- um fer Davíð Lynch einnig til Genf- ar þar sem hann tekur þátt í að samhæfa neyðaraðstoð Alþjóða Rauða krossins víðs vegar um heiminn næstu mánuði. Í New York er Michael Schulz á vegum Rauða kross Íslands að tala máli mann- úðar gagnvart ríkjum Sameinuðu þjóðanna. Í austurvegi eru íslenskir sendi- fulltrúar einnig að störfum. Þór Daníelsson stýrir hjálparstarfi Al- þjóða Rauða krossins í Mongólíu, landi þar sem vetrarhörkur og þurrkar, sem heimamenn kalla dzud, hafa fellt búsmalann á und- anförnum árum. Og á Kyrrahafs- eyjum er Helga Bára Bragadóttir að vinna að alþjóðlegri samn- ingagerð sem hefur það að mark- miði að hjálparstarf í kjölfar ham- fara gangi hraðar og betur fyrir sig. Okkar fólk á vettvangi hefur í farteskinu gífurlega reynslu og þekkingu á hjálparstarfi. Hjúkr- unarfræðingar okkar hafa hlúð að fórnarlömbum stríða, jarðskjálfta og flóða. Stjórnendur okkar höfðu reynslu úr fyrirtækjarekstri áður en þeir fóru að stýra hjálparstarfi. Öll eru þau sérfræðingar í að bjarga mannslífum og gera líf þeirra sem þjást aðeins bærilegra. Við hættum ekki að hjálpa Kristján Sturluson og Þórir Guð- mundsson fjalla um störf RKÍ erlendis Kristján Sturluson » Sendifulltrúar Rauða krossins vinna sleitulaust við að lina þjáningar þeirra sem búa við enn verri skilyrði en við Íslend- ingar á tímum fjár- málakreppu. Kristján er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs. Þórir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.