Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Elsku amma okkar er látin eftir erfiða og langa baráttu við krabbamein. Núna hugsum við til baka, til allra góðu minninganna sem við eigum um ömmu. Okkur er mjög minnisstætt þegar amma og afi áttu heima í Grundarlandi í Fossvoginum. Þegar við vorum litl- ar nutum við þess að vera úti í stóra garðinum á sumrin. Þau voru með lítið gróðurhús og kartöflugarð. Stundum fengum við að hjálpa til við að taka upp kartöflurnar. Okkur leiddist aldrei í Grundarlandi. Við lásum bækur, horfðum á myndbönd og lékum okkur í stóra húsinu þeirra. Það var erfitt að kveðja ömmu og afa þegar við fluttum til Eþíópíu ár- ið 1992. Við minnumst allra pakk- anna sem við fengum senda til okk- ar, spólur með MTV-þáttum og bíómyndum, föt, góðgæti og margt fleira skemmtilegt. Undanfarin ár höfum við farið reglulega til þeirra og hjálpað til við þrifin. Við vorum alltaf velkomnar í heimsókn. Hún var alltaf glöð að sjá okkur og tók svo vel á móti okkur með Diet Coke og flatkökum. Amma hafði svo gaman af félagsskapnum og stjanaði við okkur. Þrátt fyrir veikindin var hún yfirleitt alltaf hress og hafði mikinn áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni. Amma gaf sér alltaf mikinn tíma fyrir okk- ur systurnar. Við eigum eftir að sakna fé- lagsskaparins, húmorsins og hlýj- unnar hennar. Við kveðjum ömmu með söknuði og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Elsku afi, við samhryggjumst þér, megi Guð styrkja þig í sorginni. Guðrún Birna Guðlaugsdóttir og Katrín Guðlaugsdóttir. Mágkona mín, Guðrún Björns- dóttir, andaðist á heimili sínu 24. janúar sl. Þegar fimmtíu og fjög- Guðrún Sigríður Björnsdóttir ✝ Guðrún SigríðurBjörnsdóttir fæddist á Auðkúlu í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 30. júlí 1930. Hún lést á heimili sínu laugardaginn 24. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. febrúar. urra ára vináttu lýkur reikar hugurinn um farinn veg og minn- ingarnar hrannast upp í huganum. Það er svo undarlegt að þótt 54 ár séu langur tími þá er hann ekki langur þegar liðinn er. Guðrúnu kynntist ég sumarið 1954. Var hún þá á leið til unn- usta síns Jóns Reynis sem var í námi í Bandaríkjunum. Þau giftu sig síðan og dvöldust þar til ársins 1958. Jón Reynir nam matvælaverkfræði við virta háskóla, síðast við Cornell-há- skóla. Þar fékk Guðrún starf á bókasafni skólans og átti það ein- staklega vel við hana. Fékk hún mikinn áhuga á lestri bóka, einkum bandarískra rithöfunda, sem á þeim tíma voru í fremstu röð. Þau hjónin komu í heimsókn árið 1956 og hitti ég þá svila minn í fyrsta sinn. Er ekki að orðlengja það að við náðum strax vel saman og var eins og við hefðum alla tíð þekkst. Hefur svo verið alla tíð og aldrei borið skugga á. Hugur hjónanna stóð þó til að setjast að á Íslandi, fluttu þau heim og bjuggu í sömu blokk og við hjón- in á Laugarnesvegi 110. Var ætíð mikill og góður samgangur milli okkar enda þær systur alla tíð afar nánar, höfðu mikið samband alla tíð og nú síðast að mestu leyti gegnum síma. Umræðuefni alltaf næg. Börn okkar tengdust einnig vel. Þau hjón Guðrún og Jón Reynir reistu sér síðan einbýlishús í Foss- vogi og bjuggu þar fram til ársins 1996. Í mörg ár nutum við fjölskyld- an þess að vera boðin á gamlárs- kvöld í Fossvoginn til þeirra í glæsi- legar veitingar að ógleymdum flugeldaskotum. Vegna starfa Jóns Reynis fóru þau hjónin oft í langar reisur til fjarlægra landa, einkum sem tengd- ust því tímabili sem Jón Reynir var forseti alþjóðasamtaka fiskimjöls- framleiðenda. Árið 1996 keyptu þau sér fallega íbúð á Þorragötu 5, þar sem Guðrún undi sér afar vel. Guðrún var mestalla hjúskapartíð sína heimavinnandi, hún sinnti heimili sínu, börnum og barnabörn- um einstaklega vel. Enda hefur hún fengið það endurgoldið í veikindum sínum. Guðrún var bráðvel gefin, skemmtileg og fróð. Hún las mikið og fylgdist með fréttum á erlendum stöðvum meðan hún hafði heilsu til. Guðrún greindist með krabba- mein fyrir u.þ.b. 22 árum. Um tíma varð hlé á þessum mikla vágesti en síðan seig á ógæfuhliðina aftur. Hún bar sig alltaf eins og hetja, minntist aldrei á það skelfilega orð krabba- mein og sagði aðspurð hvernig hún hefði það að ekkert væri að sér. Hún hafði allan tímann fótaferð og lést í svefni aðfaranótt laugardags- ins 24. jan. sl. Undir það síðasta hafði þrek hennar dvínað, og reyndi það mjög á Jón Reyni sem annaðist hana af mikilli natni undir það síð- asta. Það er huggun harmi gegn að Guðrún þurfti ekki að fara á sjúkra- hús eða aðra stofnun, og ekki einu sinni fá utanaðkomandi aðstoð. Heimilið var henni svo dýrmætt að eftir að veikindin fóru að hrjá hana vildi hún hvergi annars staðar vera og lítið var um að hún umgengist aðra en sína allra nánustu. Við fjölskyldan þökkum langa og góða samfylgd. Jón Ólafsson. … ég sat þarna lengi og gleymdi ég var aðeins gestur sem hlýtur að ganga burt innan léttfleygrar stundar og kveðja með þakklæti fegurð og fagnað hins friðsæla gjöfula lífs, hverfa til vegar þangað sem vagninn bíður … (Snorri Hjartarson) Það var gæfa mín að eignast góða vini og félaga í Menntaskólanum á Akureyri. Í þeim glaðværa hópi var vinkona mín, Guðrún Björnsdóttir, sem lést 24. janúar sl. Hún er sú fjórtánda sem fellur frá af 49 stúd- entum sem stóðu saman á grænu túni menntaskólans vorið 1951. Ég sé Gunnu fyrir mér glaða og brosmilda á göngum skólans. Hún er falleg, hljóðlát stúlka. Birta æsk- unnar leikur um ljóst hár hennar og brúnu augun. Fögnuður ríkir meðal skólasystkinanna að loknum próf- um, gleðihlátur, samheldni. Stjörn- ur vorsins. Við vorum nýtt lauf á gróskumiklu tré. Engan skugga bar á. Þetta var okkar vor. Að stúdents- prófi loknu fóru flestir til síns heima. Um haustið hófu margir háskóla- nám, aðrir hurfu í veraldarstríðið og byggðu hús. Gunna fór síðar með eiginmanni sínum, Jóni Reyni Magnússyni, til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði framhaldsnám. Þau giftu sig 11. júní 1955 og þeim varð þriggja barna auðið. Gunna var ætíð vakin og sofin yfir velferð fjöl- skyldunnar, gaf henni ást sína og umhyggju alla. Eftir að Gunna og Reynir sneru heim gladdist ég yfir því að geta treyst vináttuböndin við hana á ný. Við opnuðum dyr hvor fyrir annarri og vorum alltaf í kall- færi, en hittumst ekki eins oft og við hefðum viljað vegna amsturs við börn og bú. Gunna var vel verki farin, smekk- leg og flink í höndunum. Sjálf vildi hún ekki gera mikið úr því vegna hlédrægni sinnar og lítillætis. Stundum fannst mér vinkona mín ekki meta sjálfa sig að verðleikum. Gunna átti ríka lund og var sannur vinur vina sinna. Hún var ekki allra en hún var aldrei ósanngjörn í garð þeirra sem henni féll ekki við. Hátt- vísin var henni í blóð borin. Fyrir 22 árum greindist Gunna med illvígan sjúkdóm. Það hlýtur að valda hverjum og einum mikilli sorg að fá þær fréttir að hann sé haldinn krabbameini. Enginn sér í annars hug. Gunna bar harm sinn í dulu brjósti sínu. Hún lét sjúkdóminn hvorki buga sig né marka líf sitt al- gjörlega. Hún naut þess að fara með Reyni til útlanda og vera í faðmi fjölskyldunnar. Reynir stóð einatt traustur sem klettur við hlið Gunnu. Hann reyndist henni góður og skiln- ingsríkur lífsförunautur. Og fjöl- skyldan öll umvafði hana elsku sinni. Það er tregafullt að lifa við veikindi sinna nánustu svo árum skiptir. Gunna var löngum undir læknishendi. Hún átti sér hauk í horni þar sem var Sigurður Björns- son læknir. Hún kallaði hann alltaf Sigurð sinn. Hann hvatti hana, sýndi henni ríkan mannskilning og hlýju, gaf henni styrk í baráttunni. Að leiðarlokum þakka ég Gunnu, vinkonu minni, samfylgdina og ein- læga vináttu. Stúdentarnir frá MA 1951 senda Jóni Reyni og fjölskyld- unni allri sínar dýpstu samúðar- kveðjur og biðja þeim styrks í sorg- inni. Blessuð sé minning Guðrúnar Sigríðar Björnsdóttur. Hólmfríður Sigurðardóttir. Minningarnar hrúgast upp þegar ég sest niður og rifja upp þær stundir sem ég átti með tengdamóð- ur minni og hvað það sé sem sitji eftir nú á þessari stundu þegar hún er horfin á vit hins hæsta höfuð- smiðs. Ég man þá stund eins og gerst hefði í gær þegar ég gekk inn á heimilið í Grundarlandinu fyrir meira en tuttugu árum og heilsaði upp á hana þar sem hún lá undir teppi í rökkrinu í veikindum sínum sem þá voru tiltölulega nýtilkomin en áttu eftir að hrjá hana allar götur síðan með hléum. Móttökurnar voru rýrar eins og skilja mátti vegna veikindanna þótt hlýlega hafi verið tekið á móti manni. En vegna veik- indanna var fátt um orðaskipti okk- ar á milli til að byrja með þó svo að það ætti eftir að breytast. Það var síðan u.þ.b. tveimur árum síðar að mig minnir að ég man eftir að hafa komið inn í Grundarland og að mér fannst eins og á einni nóttu tók á móti mér þessi eldhressa og stór- skemmtilega kona, vel tilhöfð og lífsglöð og bauð mér upp á túnfisk- brauðsneið og kók að drekka. Henni var umhugað um að mig vanhagaði ekki um neitt og að örugglega væri vel hugsað um mig heimafyrir. Hún gætti þess vel að dóttir sín hugsaði vel um sinn mann og var óspör á að segja henni til syndanna ef færi gafst á því. Hún hugsaði alltaf vel um mig og gætti þess vel að okkur vanhagaði ekki um neitt og fylgdist vel með að svo væri. Henni var alla tíð umhugað um velferð ömmu- barnanna og alltaf var amma að gauka að Stefáni Gunnari aur og nammi öllum stundum eins og góðar ömmur gera jafnan. Fáar ömmur held ég að geti fetað í fótspor henn- ar hjá mínum börnum. Birna Sísí og Inga Rannveig muna líka eftir gjaf- mildi þessarar einu ömmu sinnar og innileik sem ávallt einkenndi hana. Guðrún gekk mér nánast í móð- urstað þar sem ég hafði misst móð- ur mína aðeins ári áður en við kynntumst. Ég var frá fyrsta degi einn af fjölskyldunni og mættur í jólaboðið góða á fyrsta ári. Þarna var besti jólamatur sem hugsast gat og var mikið á sig lagt til að jólakal- kúnninn væri besta máltíð ársins, sem hann og var. Árin liðu og eftir því sem aldurinn færðist yfir og ork- an þvarr tók ég að mér jólamáltíð- ina undir hennar dyggu leiðsögn, og kom hún í mat á heimili okkar Diddúar undanfarin sex ár þar allt til síðustu jól að hún treysti sér ekki til að koma. Það var mikill missir því það var alltaf gaman og upp- byggjandi að heyra hana lofa sós- una, fyllinguna og allt meðlætið. Það gaf manni mikið. Guðrún fylgdist ávallt vel með. Það var nánast sama hvaða málefni voru rædd, alltaf lagði hún orð í belg af miklu lítillæti en samt ávallt af mikilli þekkingu. Innskotunum var jafnvel skotið inn með spurn- ingu til þess að gefa manni færi á að grípa það á lofti og stæra sjálfan sig af þekkingunni. Hún var jarðbundin og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í ljós og þá yfirleitt ekki undir neinni rós. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Guðrúnu og hennar hlýja viðmót og manngæsku, þjáningum hennar hér á jörð er lokið. Í huga mínum lifir minningin. Jóhann Gunnar Stefánsson. ✝ Hulda Jóhanns-dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1927. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jó- hannsson, f. 7.6. 1899, og Anna María Einarsdóttir, f. 6.10. 1899. Hulda átti einn bróður, sammæðra, Einar Pálma Ólafs- son, f. 27.8. 1930, og tvö systkini samfeðra, Erling, f. 26.6. 1933, og Sigrúnu, f. 18.11. 1936. Hulda giftist 29. september 1946 frænda sínum Einari Jónssyni frá Kálfs- skinni, f. 12.11. 1922, en hann lést 27.10. 2006. Hulda hafði alla tíð miklar mætur á frænd- og tengdafólki sínu á Kálfsskinni. Hulda og Einar eign- uðust tvær dætur: a) María, f. 2.11. 1945, maður hennar er Karl Gunnar Gíslason og eiga þau tvö börn; Huldu, f. 12.1. 1969, og Karl Gunnar, f. 12.8. 1975, og b) Mar- grét, f. 17.11. 1953, maður hennar var Guðjón Júlíus Erlendsson, f. 14.6. 1952, þau slitu samvistum. Synir þeirra eru Einar, f. 25.5. 1971, og Árni Þór, f. 2.10. 1980. Seinni maður Margrétar er Guð- mundur Þór Gíslason, f. 22.10. 1945. Hulda ólst upp í Reykjavík en dvaldi stöku sinnum á sumrin hjá frændfólkinu á Kálfsskinni. Hulda var heimavinnandi húsmóðir fyrstu búskaparárin en stundaði ýmsa vinnu samhliða. Seinna fór hún í sjúkraliðanám sem hún lauk 1968. Starfaði hún við þá grein fram undir 1990. Þá varð hún að láta af störfum vegna heilsubrests. Útför Huldu fer fram í Foss- vogskirkju í dag kl. 13. Komið er að kveðjustund. Í dag er til moldar borin mín elskulega mágkona. Þrátt fyrir langan aldur er maður alltaf óviðbúinn þegar kallið kemur, þótt það sé í hennar tilfelli ekkert óeðlilegt, því margt hefur á hennar löngu ævi komið fyr- ir varðandi hennar heilsufar. Hún tókst á við hvert áfallið á fætur öðru af sama æðruleysinu og ótrúlegum dugnaði og jafnaðargeði á hverju sem gekk. Hún var vön að vinna ótrúlega sigra í þeirri baráttu, þó vissulega segði til sín að vera kvalin löngum stundum af mismunandi erfiðum sjúkdómum. Lífsganga hennar kenndi manni margt. Trúin á það góða í öllum og öllu sem í kringum mann var. Þol- gæði, nægjusemi, góðvild og vera frekar gefandi en þiggjandi var hennar aðalsmerki. Hún var fag- urkeri og listunnandi og framkoma hennar og fas allt fastmótað og til fyrirmyndar. Heimilið bar þess vott í ríkum mæli að þar var allt æv- inlega í röð og reglu, öllu haganlega fyrir komið af natni og þaulhugsað. Hún var sjálf listamaður á marg- víslegan hátt, málaði myndir á ýmsa hluti og mismunandi efni. Handlag- in bæði inni og úti og um það ber garðurinn hennar glöggt vitni. Hún var með „græna fingur“ og mikill náttúruunnandi. Vel var tekið á móti gestum og nóg hjartarými fyr- ir menn og málleysingja, sem hún ævinlega sýndi sérstakan skilning og umhyggjusemi. Að henni hænd- ust öll dýr enda var hún einstakur dýravinur og skilningsgóð á þeirra þarfir og væntingar enda var hún þeirra málsvari og velgjörðamaður langt fram yfir það sem aðrir skildu. Heimili Einars og Huldu var mér bæði griðastaður og sem annað heimili á námsárum mínum í höf- uðborginni. Ávallt opið öllum í fjöl- skyldunni, vinum og vandamönnum, þó ekki væru víðfeðmar vistarverur í litla landnemahúsinu í Melgerðinu, en þau hjón voru með þeim fyrstu sem byggðu í Kópavoginum og unnu því bæjarfélagi mjög. Hulda var listakokkur og naut ég þess í ríkum mæli. Ef maður kom með matföng til eldunar var þeim breytt í ljúfar krásir á svipstundu. Enginn gat matbúið rjúpur eins og hún. Elsku Hulda mín, hafðu kæra þökk fyrir allt. Það væru minni vandamál hjá þjóðinni okkar ef allir hefðu tileinkað sér lífsgildin þín, heiðarleika, samviskusemi, varúð og þolinmæði. Ég lýk þessum fátæk- legu orðum með ljóðabroti Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. Elsku Magga og Mæja. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Ása ykkur og fjölskyldum ykkar. Minn- ing Huldu mun lifa með okkur. Sveinn Elías Jónsson. Í dag kveðjum við Huldu frænku okkar og vinkonu. Við systur minn- umst hennar með virðingu og þakk- læti. Við minnumst þess þegar Hulda og Einar komu í Kálfsskinn. Komu þeirra fylgdi mikil tilhlökkun enda alltaf gaman í kringum Huldu. Við minnumst þess þegar við kom- um í kaffi í Melgerðið eftir að við vorum fluttar suður og komnar með okkar fjölskyldur. Þar var alltaf tekið á móti okkur af mikilli gest- risni og hlýju. Hulda fylgdist vel með börnunum okkar og var sérstaklega kært með henni og Jökli Elí. Reyndar tengd- ust þau strax þegar hann var í móð- urkviði og greindist með galla sem við vissum ekki hvað þýddi fyrir heilsu hans. Á hverju kvöldi kveikti hún á kerti og bað fyrir honum. Hún sagði alltaf að það yrði allt í lagi með þennan dreng og það var mikill styrkur að fá að heyra það því Hulda Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.