Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Atvinnuauglýsingar
101 hótel
óskar eftir starfsmanni í eldhús til að sjá um
morgunverð. Vinnutími 6-11 15 daga í
mán. Ca. 45% vinna.
Áhugasamir sendi umsókn/upplýsingar
á eldhus@101hotel.is
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Matvæla- og
veitingafélag Íslands
MATVÍS félagar
á Norðurlandi
MATVÍS , Matvæla- og veitingafélag Íslands
boðar til almenns félagsfundar 19. febrúar 2009
á Hótel KEA kl. 1600.
Dagskrá:
Almenn umræða um stöðu mála.
Kaffiveitingar.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Aðalfundur
Félagsfræðingafélags Íslands
verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2009
kl. 16.30 í fundarsal Þjóðarbókhlöðu-háskóla-
bókasafns á annarri hæð.
Hefðbundin dagskrá samkvæmt lögum
félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum munu
Kolbeinn Stefánsson og Ingibjörg Lilja Ómars-
dóttir flytja erindi: Önnur sýn á efnahagslífið -
Hvað hefur félagsfræðin að segja um velferð
og vinnumarkað?
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur Knattspyrnudeildar KR, verður
fimmtudaginn 26. febrúar nk. í félagsheimili KR
við Frostaskjól og hefst hann kl. 17.30.
Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.
Stjórnin.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnar-
stræti 1, Ísafirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Brekkugata 7, fnr. 212-5439, Þingeyri, þingl. eig. Dagur Hákon Rafns-
son, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 24.
febrúar 2009 kl. 14:00.
Guðrún Ísleifsdóttir ÍS-25, sk.skr.nr. 971, þingl. eig. FiskAri ehf.,
gerðarbeiðandi Avant hf., þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 14:00.
Hafnarstræti 2, fnr. 212-5562, Þingeyri, þingl. eig. Kristján Fannar
Ragnarsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun,Tryggingamiðstöðin
hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl.
14:00.
Neðsti-Hvammur 1, fnr. 212-5293, Þingeyri, þingl. eig. Daðína Margrét
Helgadóttir, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., þriðjudaginn 24. febrúar
2009 kl. 14:00.
Suðurgata 9 (870), fnr. 212-0508, Ísafirði og öll rekstrartæki sem til-
heyra þeim rekstri, þingl. eig. Suðurgata 9, Ísafirði ehf., gerðarbeið-
andi Byggðastofnun, þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 14:00.
Suðurtangi 2, fnr. 222-9262, Ísafjörður, þingl. eig. Stefán Aydin
Sipahi, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 24. febrúar
2009 kl. 14:00.
Valur ÍS-18, sk.skr.nr. 1324, þingl. eig. FiskAri ehf., gerðarbeiðandi
Avant hf., þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
17. febrúar 2009.
Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri mánudaginn 23. febrúar 2009 kl. 10:00.
Urðargata 6, íbúð 01-0101, Vesturbyggð, fnr. 212-4097, þingl. eig. Ingi-
mundur Óðinn Sverrisson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Patreks-
firði.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
17. febrúar 2009.
Úlfar Lúðvíksson.
Tilkynningar
Endurstofnun -Samspil
firma- og vörumerkjaréttar
Hér með er boðað til endurstofnfundar í
Samtökum um vernd eignarréttinda á sviði
iðnaðar (SVESI). Samtökin voru stofnuð árið
1986, en starfsemin lagðist af í kringum 2003.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal LOGOS
lögmannsþjónustu að Efstaleiti 5, Reykjavík,
fimmtudaginn 19. febrúar 2009 og hefst
kl. 15.30. Fundurinn er öllum opinn er áhuga
hafa fyrir þessum málstað og gerast endur-
stofnfélagar í samtökunum. Á Dagskrá funda-
rins eru venjuleg aðalfundarstörf, þ.m.t.
stjórnarkjör.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum
mun Sigurður Arnalds, dósent við Háskólann á
Bifröst flytja erindi er hann nefnir Samspil
firma- og vörumerkjaréttar.
Reykjavík 16. febrúar 2009
Árni Vilhjálmsson hrl.
formaður
Félagslíf
I.O.O.F. 9 189021881/2
I.O.O.F. 7. 1892187½ 0.*
I.O.O.F. 181892188Bk. Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
HELGAFELL 6009021819 Vl
GLITNIR 6009021819 lll
Elskuleg tengda-
móðir mín er látin
tæplega 87 ára að
aldri. Diddu, eins og
hún var alltaf kölluð,
kynntist ég árið 1981 þegar ég flutt-
ist frá Ameríku til ömmu minnar
Jensínu. 18 árum síðar urðum við
Guðjón sonur hennar hjón.
Ég tel mig vera einstaklega
heppna að hafa fengið að kynnast
Diddu. Betri vinkonu og tengdamóð-
ur er ekki hægt að hugsa sér. Á milli
okkar skapaðist traust og góð vin-
átta og gátum við rætt saman um
allt milli himins og jarðar. Ég met
það mikils við hana að hún tók Ólafi
Friðriki, syni mínum, sem einu af
sínum eigin barnabörnum og sinnti
hún honum af sama áhuga og hlýju
og öllum hinum. Hann var einn af
hópnum og hún var bara amma
Didda.
Líf Diddu var ekki alltaf dans á
rósum en hún var óhrædd við að tak-
ast á við erfiðleika og leysa úr þeim.
Fáir eru jafnokar hennar í þeim efn-
um. Þrátt fyrir erfiðleika og veikindi
hélt hún alltaf sínu góða skapi og
sinnti fjölmörgum áhugamálum eftir
bestu getu. Hún naut sín vel í góðra
vina hópi og var oftast hrókur alls
fagnaðar. Sérstakt dálæti hafði hún
á tónlist, einkum af léttara taginu.
Elísabet Guðjónsdóttir
✝ Elísabet Guðjóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 28. janúar
1922. Hún lést á heim-
ili sínu Sóltúni 2 í
Reykjavík 21. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Dómkirkjunni 2. febr-
úar.
Talaði hún oft um að
Baldur, eiginmaður
hennar, hefði reynt að
kenna henni á píanó,
en henni einungis tek-
ist að læra að spila eitt
lag, Sentimental Jour-
ney, og því hefði hún
seint gleymt. Á síðari
árum var Rod Stew-
ard í miklu uppáhaldi.
Didda hafði gaman
af leikhúsferðum og
var ávallt tilkippileg í
slíkar ferðir ef heilsan
leyfði. Hún naut bók-
lestrar og þá sérstaklega ástarsagna
og reyfara. Hún hafði gaman af góð-
um bíómyndum og þá einkum ef þar
var að sjá myndarlega karlmenn, en
þeir fóru sjaldan framhjá henni.
Didda var ekki há vexti en stór-
glæsileg. Hún var aldrei ótilhöfð,
hvorki hversdags né á tyllidögum.
Hún hafði fallegan fatasmekk og var
bleikur fatnaður í miklu uppáhaldi.
Handavinnan lék í höndum hennar
og ófáar flíkurnar vann hún á börn
sín og barnabörn. Hún lauk við síð-
ustu lopapeysuna aðeins fáum dög-
um fyrir andlátið.
Didda var fóstursystir móður
minnar og varð þeim vel til vina. Sú
vinátta jókst eftir að báðar voru
orðnar ekkjur og enn meira eftir að
við Guðjón fórum að rugla saman
reytum okkar. Þegar þær voru sam-
an var ekkert sem gat truflað þær
og samtöl þeirra, nema kannski
barnabörnin og þá sérstaklega Bald-
vin Fannar og Jóhanna Vigdís. Þær
kveðja nú þennan heim með tæplega
mánaðar millibili en móðir mín lést á
aðfangadag jóla sl.
Þeirra er sárt saknað og finnst
ömmubörnunum erfitt að aka
framhjá Sóltúni og Skjóli án þess að
geta farið í heimsókn. Við trúum því
að þær séu enn hjá okkur í huga og
hjarta og verði um ókomna tíð. Eins
og skáldið Hannes Pétursson komst
svo vel að orði í ljóði sínu „Þú gekkst
mér við hlið“:
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Elsku Didda, megi góður Guð
blessa minningu þína.
Bryndís Guðjónsdóttir.
Elsku amma mín. Mér fannst
ósköp erfitt að vera svona langt í
burtu á síðustu dögunum þínum og
að geta ekki verið hjá þér þegar kall-
ið kom, en það var gott fyrir þig að
fá friðinn. Þú varst búin að vera lík-
amlega lasburða seinustu árin. Ég
sit hér við tölvuna og hugsa til baka
og það eru margar skemmtilegar
minningar sem koma upp í hugann
eins og hversu mikil dama þú alltaf
varst. Ég man ekki eftir að hafa
nokkrum tíma séð þig ótilhafða; fal-
lega klædd og alltaf máluð, með
bleikt naglalakk og bleikan varalit
og það mun alltaf minna mig á þig.
Þú varst ekki há í loftinu en því
meiri karakter varst þú, við Sólrún
systir nutum góðra stunda hjá þér
þegar mamma og pabbi fóru út að
skemmta sér og við sváfum hjá þér,
mér er svo minnistætt núna: við
systurnar að hoppa og dansa á stofu-
gólfinu á Meistaravöllunum klæddar
í babydoll-náttkjóla af þér en
mamma hafði gleymt að pakka nátt-
fötunum okkar. Okkur fannst við
mestu prinsessur sem hugsast gat,
svona flott klæddar.
Einnig eru mér minnisstæð jóla-
boðin hjá þér þar sem allir voru
saman komnir og þú eldaðir ofan í
allan mannskapinn og svo var jarð-
arberjafromage í eftirrétt. Það voru
engin jól þegar ég var barn án þess
að fá fromage hjá ömmu. Þú varst
handavinnukonu mikil og hvort sem
það var hekl eða útsaumur þá áttu
allir fjölskyldumeðlimir eitthvað frá
þér.
Það var voða gott að sjá þig síðast
þegar ég var heima, þú varst svo
hress og kát, við eyddum heimsókn-
inni í það að stríða hvor annarri. Ég
tók mynd af okkur saman í þeirri
heimsókn sem mér þykir ósköp
vænt um. Það er skrítið að hugsa um
að þú sért farin. Ég á erfitt með að
kyngja því. Kannski vegna þess að í
mínum huga ertu heima á Íslandi og
verður þegar ég kem næst en samt
veit ég að svo er ekki. Fjarlægðin
gerir skrýtna hluti í huganum. Þú
munt alltaf verða í huga mér lítil
kona með stóran persónuleika sem
enginn getur gleymt. Vona að nú séu
allar þínar þrautir leystar, amman
mín. Ég sendi öllum kæra kveðju.
Þín elskandi dótturdóttir,
Guðrún Lísa.
Tengdamóður mín hefur kvatt,
komin vel á níræðisaldur. Kraftar
hins veikburða líkama eru þá end-
anlega þrotnir, andlegt atgervi var
hinsvegar óbugað allt til hinstu
stundar.Þegar ég hugsa til tengda-
móður minnar Elísabet Guðjóns-
dóttur (Diddu) kemur margt upp í
hugann. Það eru 40 ár síðan ég kom
fyrst í Safamýri 36 til Baldurs og
Diddu til að hitta dóttur þeirra Elsu
sem seinna varð konan mín. Ég man
eftir allri þeirri músík sem var á
þessu heimili enda engin furða þar
sem tengdapabbi minn var afbragðs-
góður píanóleikari. Með þessu ljóði
kveð ég þig, kæra tengdamóðir og
þakka þér fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Löngu og gefandi lífi er lokið.
Kona með fjölbreytta hæfileika er
kvödd með virðingu og þökk.
Þinn tengdasonur,
Kristján Guðmundsson.
Það var alltaf eitthvað svo merki-
legt að koma til ömmu Diddu á
Meistaravellina. Þegar ég hugsa til
baka þangað man ég nokkurn veg-
inn hvernig allt leit út. En það er
einhvern veginn ekki útlitið sem
hugurinn staldrar við. Ég man miklu
betur eftir áferðinni á gólfteppinu
sem var mýkra en öll önnur teppi og
eldhússtólunum sem maður brenndi
sig á ef maður strauk of hratt yfir
þá. Ég man líka rosalega vel eftir
lyktinni á baðherberginu sem ég
hélt alltaf að væri af púðrinu hennar
ömmu og ég man eftir peningasjálf-
salanum í þvottahúsinu sem maður
fann stundum tíkall í ef maður var
heppinn.
Þetta var ekki stór íbúð sem ég
heimsótti ömmu í. Hún var eiginlega
það lítil að þar var ekki einu sinni
svefnherbergi. Meira svona svefn-
skot. Samt var það alltaf ævintýri
líkast að koma þangað. Amma átti
dót inni í geymslu sem var hvergi til
annars staðar. Hún átti eldgamalt
Útvegsspil sem enginn kunni en allir