Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnavörur Barnavagn óskast Óska eftir barnavagni á loftdekkjum, helst með kerrustykki. Einungis ný- legur og vel með farinn vagn kemur til greina. Upplýsingar óskast sendar á joaspoa7@hotmail.com Fatnaður Nýi Freemans listinn er kominn! Aldrei verið glæsilegri. Listinn er til í verslunum Office1 eða pantið listann í s: 565-3900 og á netinu www.free- mans.is ERUM VIÐ SÍMANN NÚNA. Heilsa People wanted for photography project Must be available at weekends. Aged 21-100, all people welcome. tony@icelandaurora.com Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Húsnæði í boði ÍBÚÐ TIL LEIGU við Hringbraut í Rvk. Sanngjörn leiga. Uppl. í síma 618 4026. Atvinnuhúsnæði Borgartún - Skrifstofuherbergi til leigu Skrifstofuherbergi í glæsilegu húsnæði til leigu. Laus 1. mars. Upplýsingar hjá Húsanaust, www.husanaust.is símar: 530 7203 - 898 7203. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu er atvinnu- og skrifstofuhús- næði á tveimur hæðum, samtals 257 fm á Fiskislóð. Rými á neðri hæð er 132 fm, í salnum er 42 m³ kælir (frystir), húsnæðið uppfyllir kröfur heilbrigðiseftirlits um matvæla- vinnslu, stórar innkeyrsludyr, góð aðkoma, gott plan og leyfi fyrir gámastöðu. Á efri hæð 125 fm, er 8 m³ frystiklefi og annar 7 m³, einnig er á efri hæð loftræstiháfur fyrir stór eldhús (matvælaframleiðslu) ásamt skrifstofuaðstöðu. Frekari uppl. í síma 866 1844. Sumarhús Örfá gestahús 20 m² til sölu á gamla genginu. Verð kr. 790.000. Spónasalan ehf. Smiðjuvegi 40, gul gata, s. 567 5550. Sumarbústaður óskast Óska eftir að kaupa ódýran sumar- bústað í nágrenni Rvk. Er með stað- greiðslu ef rétt hús á réttu verði býðst. Uppl. óskast sendar á kristr@visir.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Til sölu Vilt þú frelsi eða öryggi? Endalok Ameríku eftir Naomi Wolf. Frá lýðræði til einræðis í tíu einföldum skrefum. Kr. 2.354, frí heimsending. Pantið á bendill.com eða í síma 695-8918. Þjónusta Fyrir fyrirtæki, heimili og stofnanir Gerðu heimilið og vinnustaðinn öruggari. Sterkar sérsmíðað- ar gluggagrindur varna innbrotum. Gerum tilboð í smíði og uppsetningu. Vélsmiðja Heiðars ehf. S. 554 2570/895 5584. INNBROTSVÖRN Gullskartgripir - gull Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Ýmislegt Vantar þig peninga? Gullskartgripir sem liggja í skúffum og skrínum og fólk er hætt að nota er nú hægt að selja. Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Stuttbuxur Litir: Mosagrænn, drapp, hvítt. St. S – XXXL. Verð kr. 5.990,- Sími 588 8050. TILBOÐ Herrainniskór á tilboðsverði Tvö verð 900 og 1900 Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með gúmmísóla. Litir: svart og rautt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 11.900. Léttir og þægilegir uppháir leðurskór með flísfóðri. Mjúkur gúmmísóli, litir: svart og rautt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 14.400. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Fínlegur og nettur í BCD skálum á kr. 3.850,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Glæsilegur - fæst bæði með léttri fyllingu og án í BC skálum á kr. 3.850,- mjög fallegar buxur í stíl á kr. 1950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bátar Bátaskipti Vil kaupa 10-30 tonna bát í skiptum fyrir skemmtibát, lengd 6,28 m. Verð um 3 millj. Helst slétt skipti. S. 864 4589. Jeppar LC 120GX 35 Toppeintak. Ek. 95 þús. Verð 3,8. Er til í að taka ódýrari upp í. Uppl. í síma 894 5785, snabjorn@internet.is Bílaþjónusta Bilhusid.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla . 8921451/5574975.Visa/Euro. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Upplýsingar í síma 899 9825. Ökukennsla spiluðu. Hún átti hjólageymslu þar sem við máttum búa til draugahús og fara í 1-2-3-4-5 Dimmalimm. Amma eldaði líka mat eins og enginn annar. Hún eldaði bestu ömmusteik í heimi; lambahrygg með brúnuðum kart- öflum sem brögðuðust hvergi betur og hjá ömmu var eini staðurinn í ver- öldinni þar sem maður fékk frómas í eftirrétt. Hjá ömmu var samt fyrst og fremst alltaf fullt af gleði og hlýju. Það er með þessari gleði og hlýju sem ég vil minnast ömmu minnar sem nú hefur kvatt. Takk fyrir samfylgdina, Björn Kristjánsson. Elsku langamma, það er sárt að vera svona langt frá þér og geta ekki kvatt þig. Við söknum þín á hverjum degi, það verður skrýtið að koma heim til Íslands og koma ekki í heimsókn til þín. Við munum vel eftir því að alltaf þegar við komum í heimsókn sóttir þú handa okkur brjóstsykur úr skúffuni og spilaðir öll lögin hans langafa. Við vitum öll að þið eruð saman núna og þú ert í friði vonandi. Þú varst dásamlegur karakter og það mun ekki koma sá dagur að við mun- um ekki sakna þín þó að þú sért far- in. Allir vita að þú munt passa okkur og ekki missa af stóru hlutunum í okkar lífi. Við hefðum viljað hafa sagt bless við þig en við erum bara allt of langt í burtu. Okkur þykir fyrir því og við vonum að þú vitir hvað okkur fannst vænt um þig, við elskuðum þig, og við vonum að þú sért í friði og langafi sé að spila lögin sín fyrir þig. Þín langömmubörn, Drífa, Elva Dögg, Hans Kristján. Elsku langamma. Nú ert þú farin til guðs og við söknum þín. Þú varst okkur alltaf svo góð og takk fyrir það. Það verða skrítin næstu jól þar sem þú hefur alltaf verið með okkur á jólunum. Hvíl í friði langamma Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Daníel og Viktoría Elsa. Elsku langamma. Þú ert sterkasta stjarnan á næt- urhimninum, þú ert fallegasta lagið sem allir fuglarnir syngja. Ég veit að þú ert farin, en það eru hlutir sem virðast vera skærari, mér finnst endalaust að það sé einhver hjá mér, að passa að enginn meiði mig. Allt virðist vera fallegra, þú leyfðir mér að sjá allt betur, alla hlutina sem þú ert búin að sjá í þínu lífi. Það er eins og þú sért að horfa með mínum aug- um á heiminn og sýna mér allt það sem ég hef verið að missa af. Segðu mér ósatt, ég vil ekki heyra sannleikann núna, það er alltaf sagt að það komi sá tími að allir fari frá okkur, en ég vil ekki að það sé núna. Ég mun sakna þín, og mig vantar augnablik til að segja þér hve mikið ég elska þig, mér finnst svo vænt um þig. Það er ekkert réttlæti í að ég þurfi að bíða mína ævi til að tala við þig aftur. Þú ert einstök, og það verður aldrei neinn eins og þú. Ég er svo hrædd ef ég segi allt vitlaust og vel vitlausu orðin því ég veit ekki hvenær næsta tækifæri mitt til að leiðrétta mig verður. Það er alltaf sárt að missa einhvern. Það verður erfitt að vakna og vita að ég sé þig aldrei aftur, við áttum öll von á þessu, en ég var alltaf að vona að þetta mundi ekki verða neitt bráð- um. Ég veit að það er mikið að biðja um en passaðu alltaf að ég gleymi þér ekki, passaðu að ég komi ekki í heimsókn of snemma. Ég fékk aldrei að segja bless við þig, en þú ert enn hér til að minna mig á að lifa, og aldrei að gefast upp, og halda áfram með líf mitt þó þitt sé búið þá ertu enn að hjálpa mér að lifa mínu. Ég þurfti aldrei að segja bless, ég veit að þú ert enn í mínu hjarta og þú ert ennþá hérna á vegum sem ég get ekki útskýrt. Einhvers staðar, einhvern tímann aftur liggur mín leið til þín og ég segi ég saknaði þín, en þangað til þá sendi ég þér kveðju frá mér til þín. Langömmubarnið þitt, Drífa. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast vinkonu minnar, El- ísabetar Guðjónsdóttur, sem alltaf var kölluð Didda, en hún lést 21. þ.m. aðeins fáeinum dögum fyrir 86 ára afmæli sitt. Vinátta okkar hófst fyrir 64 árum er eiginmenn okkar, Baldur Krist- jánsson og Kjartan Runólfsson, léku saman í Hljómsveit Þóris Jónssonar á Hótel Borg. Við urðum fljótt góðar vinkonur enda áttum við margt sameiginlegt. Áður en við eignuðumst börn vorum við ásamt öðrum eiginkonum á Borg- inni frá kl. 9-11.30 flest kvöld nema mánudagskvöld en þá áttu eigin- menn okkar frí. Við áttum líka báðar heima í miðbænum, Didda og Baldur á Freyjugötunni en við í Vonarstræti 2. Seinna urðum við aftur nágrannar þegar okkur var úthlutað lóðum í Heiðargerði í Smáíbúðahverfinu. Þar bjuggum við sín hvorum megin götunnar. Á meðan börnin voru lítil hittumst við nærri daglega, enda flestar húsmæður heimavinnandi í þá daga. Svo skildi leiðir þegar ég flutti til Bandaríkjanna en alltaf héldum við sambandi með bréfaskriftum og einu sinni kom hún í heimsókn til mín í New York. Alltaf hittumst við þegar ég kom í heimsókn til Íslands. Minn- isstætt er mér þegar ég lá í mjaðm- araðgerð á Borgarspítala og hún var á sama sjúkrahúsi í brjósklosaðgerð en þá lét hún aka sér í sjúkrarúmi í lyftu milli hæða til að geta heimsótt mig. Þegar ég svo loks flutti heim al- komin vonuðumst við til þess að geta hitst oftar en svo hrakaði heilsu hennar og þótt við værum í tíðu símasambandi sáumst við ekki eins oft og ég hefði kosið. Nú er besta vinkona mín horfin yf- ir í annað líf, þessi kona, sem hafði alla bestu eiginleika íslenskra kvenna, þ.e. heiðarleika, ást og um- hyggju fyrir börnum sínum og fjöl- skyldu, tryggð við vini sína, fyrir ut- an allt hitt, hagsýni, fyrirhyggju, umburðarlyndi og nýtni, kostir sem mér finnst að séu eru orðnir sjald- gæfir. Ég veit að þegar röðin kemur að mér mun hún bíða mín með sérrí- glas í annarri hendi, konfektskál í hinni og bjóða mig velkomna. Börnum, tengdabörnum og barna- börnum votta ég samúð mína. Arndís. Didda, besta vinkona móður, minnar er látin. Ég geymi ótal minn- ingar um þessa fallegu og glaðlyndu konu sem alltaf var til staðar í lífi mínu frá því að ég var barn, bæði á heimili fjölskyldu minnar í Vonar- stræti 2 og á heimilum okkar í Heið- argerði þar sem hún bjó ásamt fjöl- skyldu sinni og við hinum megin götunnar í nokkur ár. Síðar varð ég einskonar tengiliður og færði fréttir af foreldrum mínum, sem búsett voru í Bandaríkjunum, til hennar og Baldurs, eiginmanns hennar, meðan hann lifði. Það sem mér finnst hafa einkennt Diddu var glaðværð hennar, ótrúleg bjartsýni, dugnaður og ósérhlífni gegnum lífið sem ekki var henni allt- af auðvelt. Hún tókst á við alla erf- iðleika og hélt glaðværð sinni þrátt fyrir erfitt heilsufar í mörg ár. Einn- ig var bæði eftirtektar og aðdáun- arvert hvað hún hugsaði vel um útlit sitt, var alltaf vel snyrt, nýlagt hárið, vel máluð og með lakkaðar neglur. Hún hafði sérstakt dálæti á tónlist þess tíma sem Baldur heitinn vann við danshljómsveitir og sótti alla slíka tónleika meðan heilsan leyfði. Hún var sérlega lifandi, skemmtileg og falleg kona og þannig mun minn- ing um hana lifa í mínum huga um ókomna tíð. Fjölskyldu hennar sendi ég sam- úðarkveðjur. Lára Kjartansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.