Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
HÖRKUSPENNANDI MYND
ÚR SMIÐJU LUC BESSON
650k
r.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Valkyrie kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Bride wars kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Revolutionary Road kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
Taken kl. 10:30 B.i. 16 ára
Australia kl. 6 B.i. 12 ára
Underworld 3 kl. 10 B.i. 16 ára
650k
r.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
650k
r.
- S.V. Mbl.- E.E., DV
“MÖRG DÚNDURSPENNANDI
ATRIÐI, SÉRSTAKLEGA
Í KRINGUM UNDIRBÚNINGINN
AÐTILRÆÐINU”
- V.J.V. ,TOPP5/FBL.
MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM...
FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI
650k
r.
650k
r.
3
Frábær gamanmynd um fimm vini
sem brjótast inn í Skywalker Ranch
til að stela fyrsta eintaki af Star Wars
Episode I.
Sjón er sögu ríkari!
Með aðalhlutverk fer m.a. Dan Fogler
úr Balls of Fury, Good Luck Chuck og
School For Scoundrels.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
STÓRKOSTLEG MYND
UM EINN UMTALAÐASTA
SJÓNVARPSVIÐBURÐ
ALLRA TÍMA
650k
r.
Bride Wars kl. 8 - 10 LEYFÐ
Skógarstríð 2 kl. 6 LEYFÐ
Revolutionary road kl. 8 - 10:10 B.i.12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 6 LEYFÐ
Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 LEYFÐ
Vicky Cristina Barcelona kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUMRON HOWARD
„Frost/Nixon er svo
sannalega meðal bestu
mynda Howards””
- V.J.V.,TOPP5.IS
Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
- S.V., MBL5
SÝND Í SMÁRABÍÓI
MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM...
FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI
- S.V., MBL
- DÓRI DNA, DV
- S.V. Mbl.
- E.E., DV
“MÖRG DÚNDURSPENNANDI
ATRIÐI, SÉRSTAKLEGA
Í KRINGUM UNDIRBÚNINGINN
AÐTILRÆÐINU”
- V.J.V. ,TOPP5/FBL.
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
The Wrestler kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.14 ára
Frost/Nixon kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
The Reader kl. 5:40 - 8 - 10:230 LEYFÐ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú
„Frábær leikur,
stórgóð mynd!”
- Tommi, kvikmyndir.is
- D.Ö.,
KVIKMYNDIR.COM
„Einstök
kvikmyndaupplifun!”
- DÓRI DNA, DV
“Áhrifarík og
miskunnarlaus mynd!”
- S.S., MBL
“Fanboys er alveg
möst fyrir alla
Star Wars-fíkla.
Ekki spurning!”
- Tommi, kvikmyndir.is
„Skemmtilega súr
vegamynd...”
„Mynd fyrir þá
sem eru með máttinn”
- D.V.
SÝND Í SMÁRABÍÓI
BRÁÐSKEMMTILEG MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
- S.V., MBL
ÞEGAR bók eftir Dean Koontz á í hlut býst
lesandi spennu- og hrollvekjusagna við því
að vera leiddur inn í
heim óhugnaðar og fest-
ast þar rækilega. Koontz
er nefnilega einn af
meisturum hryllingsins,
á svipaðan hátt og
Stephen King. En því
miður eru þeir félagar
ansi mistækir og lesand-
inn verður því stundum
fyrir vonbrigðum. Eins
og í þetta sinn.
Your Heart Belongs to Me segir frá hin-
um 34 ára Ryan Perry sem fær grætt í sig
nýtt hjarta. En brátt kemur í ljós að ekki er
allt með felldu og hann fær hótanir sem
benda til þess að lífi hans sé ógnað. Hverj-
um tilheyrði hjartað sem nú slær í brjósti
hans? Perry leitar svara og lendir í mikilli
hættu.
Allt hljómar þetta eins og þokkalegasta
uppskrift að spennusögu en Koontz nær
aldrei almennilega tökum á efninu. Fyrri
hluti bókarinnar er of langdreginn og
spennan í lokin kemur of seint. Koontz
leggur töluvert rými undir ástarsögu sem
mislukkast illilega vegna þess að tilfinn-
ingasemin verður alltof yfirdrifin á köflum
og framkallar aulahroll. Stúlkan sem að-
alpersónan elskar svo heitt, og er í þann
veginn að verða metsöluhöfundur, verður
aldrei annað en tilgerðarleg. Draumar aðal-
persónunnar eru einnig allt of fyrirferð-
armiklir í frásögninni. Hin andlega leit í
lokin passar síðan engan veginn í sögu eins
og þessa.
Koontz hefur greinilega ætlað sér að
skrifa spennusögu með boðskap en ferst
það ekki vel úr hendi. Hann hefði betur
haldið sig við ólgandi spennu því þar er
hann upp á sitt besta. Mislukkuð saga frá
annars góðum höfundi.
Mislukkuð
spennusaga
Your Heart Belongs to Me eftir Dean Koontz. Har-
perCollins gefur út. 337 bls. Kilja.
Kolbrún Bergþórsdóttir
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Yankee Years – Joe Torre
& Tom Verducci
2. Outliers – Malcolm Gladwell
3. Dewey – Vicki Myron & Bret
Witter
4. A Slobbering Love Affair –
Bernard Goldberg
5. Multiple Blessings – Gosselin,
Carson
6. Guilty – Ann Coulter
7. The Next 100 Years – George
Friedman
8. A Bold Fresh Piece Of Hum-
anity – Bill O’Reilly.
9. American Lion – Jon Meacham
10. The Big Rich – Bryan Burro-
ugh.
New York Times
1. When Will There be Good
News? – Kate Atkinson
2. The Reader – Bernhard Schlink
3. The Secret Scripture – Sebast-
ian Barry
4. The Blood Detective – Dan
Waddell
5. The Miracle at Speedy Motors –
Alexander McCall Smith
6. Martin Misunderstood – Karin
Slaughter
7. The Shack – William P. Young
8. The Assassini – Thomas Gifford
9. Revolutionary Road – Richard
Yates
10. At Risk – Patricia Cornwell
Waterstone’s
1. New Moon – Stephenie Meyer
2. The Girl Who Played With Fire
– Stieg Larsson
3. Eclipsem – Stephenie Meyer
4. Breaking Dawn – Stephenie
Meyer
5. The Girl With the Dragon
Tattoo – Stieg Larsson
6. Lady Killer – Lisa Scottoline
7. Front – Patricia Cornwell
8. The Broken Window – Jeffery
Deaver
9. Twilight – Stephenie Meyer
10. Dead Man’s Footsteps – Peter
James
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ALLT FRÁ því bækurnar (og
kvikmyndirnar) um Harry Potter
slógu í gegn á sínum tíma hafa
bókaútgefendur leitað að öðrum
eins metsöluvarningi og ekki hef
ég tölu á því hve margir rithöf-
undar hafa fengið heiðurstitilinn
„nýja/nýi J.K. Rowling“, sem hef-
ur þó oftar en ekki reynst koss
dauðans. Það er þó eðli viðskipta
með list, hvort sem það er tónlist
eða bókmenntir, að menn leiti að
næsta metsölukandídat. Hingað
til hefur þó aðeins einn höfundur
komist með tærnar þar sem Rowl-
ing hefur hælana; bandaríski rit-
höfundurinn Stephenie Meyer
sem samið hefur bókaflokk um
stúlku sem verður ástfangin af
vampíru.
Metsala á metsölu ofan
Ofangreint sannaðist svo eftir
var tekið þegar gerð var upp bók-
sala síðasta árs vestan hafs því
alls seldust þar í land af bókaröð
Meyer fimmtán milljónir eintaka
á síðasta ári. Það kemur þá líklega
ekki á óvart að hún átti ekki að-
eins mest seldu bók ársins, Break-
ing Dawn, sem er fjórða bókin í
röðinni, heldur átti hún líka þá
næst mest seldu, Twilight, sem er
fyrsta bókin í bókaröðinni og kom
út fyrir tveimur árum. Í fimmta
sæti metsölulistans var svo New
Moon, sem er bók númer tvö, og
Eclipse, þriðja bókin í röðinni, var
í sjötta sæti. Ekki er allt talið því
alls átti Meyer níu bækur á lista
yfir 50 mest seldu bækur ársins
og þykir vel af sér vikið.
Vampírubækur Meyer eru ekki
bara vinsælar í heimalandi hennar
heldur hafa þær gengið bráðvel í
Bretlandi þar sem hún átti fjórar
bækur á nýlegum topplista Book-
seller; New Moon var í efsta sæti,
Eclipse í öðru sæti og hinar þar
skammt undan. Slíkt og þvílíkt
hefur ekki gerst frá því Dan
Brown átti bækurnar The Da
Vinci Code, Angels and Demons,
Deception Point og Digital For-
tress á topp 10 í september fyrir
fjórum árum.
Blóðug ást
Eins og margir eflaust þekkja
segja bækurnar frá unglings-
stúlkunni Isabella „Bella“ Swan
sem sem kynnist vampíru í
smábæ í Washington-fylki. Vamp-
íran, Edward Cullen, er afbragð
allra ungra manna, yfirnáttúrlega
fallegur og hraustur, og ekki
nema von að Bellu þyki hann fag-
ur, en hann fellur líka fyrir henni
enda höfðar hún gríðarsterkt til
blóðþorsta hans.
Þau Bella og Edward fella hugi
saman og lenda í ýmsum óttaleg-
um ævintýrum sem ganga mörg
út á það hvernig hann geti komist
hjá því að gera mönnum mein,
hvernig hann fái hamið blóðþorsta
sinn. Þegar er búið að kvikmynda
fyrstu bókina, Twilight, með þau
Kristen Stewart og Robert Patt-
inson í aðalhlutverkum og und-
irbúningur er þegar hafinn við
næstu mynd, New Moon.
Forvitnilegar bækur: Af hverju vilja allir vampírur?
Met í metsölu Meyer
Ástsjúk Tilvonandi vampírupar í lautarferð. Svipmynd úr kvikmynd-
inni Twilight sem er gerð eftir samnefndri bók Stephenie Meyer.