Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf
ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
Framundan er gróska íframkvæmdum viðviðhald fasteigna, aðmati Sigurðar Helga
Guðjónssonar, formanns Hús-
eigendafélagsins. „Viðhaldsiðn-
aðurinn stækkar þegar ný-
byggingaiðnaðurinn dregst
saman,“ segir hann. „Þetta er
svona eins og kúrfurnar í stofni
rjúpna og fálka. Í þenslunni
miklu var erfitt að fá verktaka
í viðhaldsverkin, grasið þótti
grænna í nýbyggingum og
þangað fóru flestir. Núna berj-
ast hins vegar verktakar um
viðhaldsverk, sem áður fúlsuðu
við þeim,“ segir Sigurður
Helgi. Þetta segir hann að geri
húseigendum kleift að velja úr
verktökum og ná góðum samn-
ingum. „Fátt er svo með öllu
illt að ei boði gott, en það sem
skyggir á er að nýtt lánsfé er
af skornum skammti og lána-
möguleikar ekki eins góðir og
áður.“
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
til að hvetja til viðhalds fast-
eigna eru jákvæðar, að mati
Sigurðar. Í þeim felst m.a. að
endurgreiðsla virðisaukaskatts
af vinnu á byggingastað er nú
100% en var áður 60%. „Í öðru
lagi eru ráðgerð meiri og rýmri
lán frá Íbúðalánasjóði til við-
haldsframkvæmda,“ segir hann
og í framhaldi megi búast við
að talsvert meira verði að gera
á því sviði.
Sigurður Helgi hefur merkt
aukinn áhuga hjá fólki á að
fara í viðhald á húsum sínum.
„Já, já, ég hef fundið það og
menn sem hafa beðið í tvö-þrjú
ár en ekki fengið verktaka sjá
núna möguleika,“ segir hann.
Tími aðalfunda brostinn á
„Nú er brostinn á tími aðal-
funda hjá húsfélögum og þar
eru teknar miklar ákvarðanir
um mikla hagsmuni eigenda,“
segir Sigurður Helgi. Aðalfundi
húsfélaga á að halda á fyrsta
ársfjórðungi hvers árs og
áríðandi er að rétt sé staðið að
fundahöldunum.
Sigurður Helgi bendir á að á
slíkum fundum sé lagður
grundvöllur að viðhaldsiðn-
aðinum sem veltir milljörðum á
ári hverju. „Húsfélagsfundir
eru grundvöllurinn að því sem
síðar kemur og ef ekki er stað-
ið rétt að málum getur farið
illa,“ segir hann. Forsenda fyr-
ir lögmæti ákvarðana um fram-
kvæmdir og greiðsluskyldu er
að ákvörðun sé tekin á fundi
sem rétt er boðaður og rétt er
haldinn.
Húseigendafélagið býður upp
á fundaþjónustu og hefur gert í
nokkuð mörg ár. „Þar eru sér-
fróðir lögfræðingar sem að-
stoða við undirbúning funda;
fundarboð, dagskrá, tillögur,
umboð og svo framvegis,“ segir
Sigurður Helgi. Jafnframt er
boðin aðstoð við fundarstjórn
og ritun fundargerðar. Slík að-
stoð við fundahöld segir hann
að geti gjarnan verið sýni-
kennsla í því hvernig halda á
fundi og húsfélög geti í fram-
haldinu sjálf haldið fundi.
Eins og kúrfa í stofni rjúpna og fálka
Gróska er framundan í viðhaldi húseigna Verktakar sem áður fúlsuðu við viðhaldsverkefnum
sækja nú í þau og húseigendur geta þess vegna náð góðum samningum um slíkar framkvæmdir
Morgunblaðið/ÞÖK
Fasteignir Nú þegar hægt hefur á framkvæmdum við nýbyggingar má búast við auknum krafti í viðhaldinu.
Hvað gerir fundarstjóri?
Fundarstjóri er æðsti maður fundar
og túlkar lög og fundarsköp á fund-
inum og úrskurðar eða ákveður um
vafatilvik. Hann á að gæta fyllsta
hlutleysis í öllum störfum sínum.
Hvað þarf hann að vita?
Fundarstjóri verður að kunna mjög
góð skil á fjöleignarhúsalögunum
og almennum fundarsköpum. Meg-
inhlutverk hans er að sjá um að
fundur fari löglega fram og að mál-
in hljóti afgreiðslu í samræmi við
vilja meirihluta fundarmanna en án
þess þó að skoðanir minnihlutans
séu fótum troðnar.
Hvert er fyrsta verkið?
Yfirleitt er það fyrsta verk fund-
arstjóra að ganga úr skugga um
lögmæti fundarins, hvort hann sé
löglega boðaður og ályktunarfær.
Fundarstjóri kannar rétt eigenda,
t.d. við kosningu og atkvæða-
greiðslu. Hann verður yfirleitt að
halda nafna- og mætingarskrá og
hafa handbæra eignaskiptayfirlýs-
ingu eða útdrátt úr henni þar sem
hlutfallstölur eigna koma fram.
Honum ber að framfylgja dagskrá
fundarins og sjá til þess að henni
sé fylgt. Hann heldur mælendaskrá
og stjórnar umræðum.
S&S
MIKILVÆGT er að undirbúa fram-
kvæmdir af vandvirkni og þekkt er að
tjón hefur orðið af því að undirbúning-
urinn var ekki nógu vandaður, að sögn
Sigurðar Helga. „Menn hafa orðið fyrir
tjóni af því að semja við verktaka sem
ekki hafa staðið sig og við brýnum fyrir
fólki að spara ekki á undirbúningsstig-
inu,“ segir hann.
Gott er að fá hlutlausan sérfræðing til
að meta ástandið og viðgerðarþörfina til
að byrja með. „Síðan þarf að taka málið
fyrir á fundi; hvað á að gera, hvað á að
ganga langt og hvernig á að fjármagna,“
segir Sigurður Helgi. Mjög brýnt er að
forðast fúskara „því þeir eru margir og
hafa alltaf verið margir í þessum
bransa“, bætir hann við. Skriflegir samn-
ingar eru mikilvægir, hvort sem um lítil
eða stór verkefni er að ræða.
Algengt er að húsfélög séu skráð í Hús-
eigendafélagið þegar að framkvæmdum
kemur og að sögn Sigurðar Helga eru nú
á milli 500 og 600 húsfélög meðlimir.
Húsfundaþjónustan er mikið notuð og um
það bil 100 fundir voru haldnir á vegum
Húseigendafélagsins á síðasta ári. „Þetta
er góð öryggisráðstöfun til að tryggja að
rétt sé að málum staðið því ekki má mikið
út af bregða,“ segir Sigurður Helgi.
Fundarboðið verður að vera rétt, fund-
arfyrirvarinn nægur, og í fundarboði
verður að greina frá meginefni tillagna.
Ef fundur er ekki löglega boðaður get-
ur vafi risið um lögmæti hans og skuld-
bindingargildi ákvarðana sem teknar
eru á honum. Hússtjórn ber sönn-
unarbyrðina fyrir því að fundur hafi
verið löglega boðaður og haldinn.
Stjórn húsfélags framkvæmir ákvarð-
anir húsfunda. Henni er þó heimilt að
láta framkvæma minni háttar viðhald
og viðgerðir og gera brýnar ráðstaf-
anir sem ekki þola bið. Um allt sem
lengra gengur er henni skylt að leita
fyrst samþykkis húsfundar.
Hyggist húsfélag taka lán fyrir fram-
kvæmdum verður að gera tillögu þar
að lútandi í fundarboði. Ekki er hægt
að knýja íbúa til að taka lán ef hann vill
heldur greiða hlutdeild sína í pen-
ingum.
Ábyrgð eiganda í fjöleignarhúsi út á
við, t.d. gagnvart banka og /eða verk-
taka, er sameiginleg; einn fyrir alla og
allir fyrir einn. Þannig getur kröfuhafi
að vissum skilyrðum uppfylltum geng-
ið að hverjum og einum eiganda ef
vanskil verða af hálfu húsfélags og /
eða einhvers eiganda.
Mikilvægt
að standa rétt
að málum
Þrátt fyrir að Spaugstofan hafi gert
lífinu að Bessastöðum greinargóð
skil í síðasta þætti sínum þá greindi
hún ekki frá skemmtilegri heim-
sókn forsetahjónanna í Hvolsskóla í
vikunni. Forsetinn kom í heimsókn
í tilefni af því að skólinn hlaut Ís-
lensku menntaverðlaunin árið 2008.
Forsetahjónin fylgdust með starf-
inu í skólanum og Ólafur Ragnar
ræddi við nemendur á sal þar sem
þeim gafst líka færi á leggja spurn-
ingar fyrir hann. Þá sungu nem-
endur og spiluðu fyrir forsetahjónin
og einn nemandi, Elísabet Rún
Ágústsdóttir flutti ræðu sem hún
flutti nýverið í árlegri ræðukeppni
grunnskólanna í sýslunni og fjallaði
þar um lýðræði og mótmæli. Að
lokum snæddu forsetahjónin hádeg-
isverð með nemendum. Með for-
setahjónunum í för var hundurinn
Sámur sem er frá Hvolsvelli en
hann eignuðust þau hjónin á síðasta
ári þegar þau voru hér á ferðalagi.
Er ekki annað að sjá en Sámur taki
sig vel út á myndum ef marka má
mynd af honum og eigendum hans
sem birtist nýverið í þýsku blaði.
Og úr því minnst er á hundinn Sám
sem nú er orðinn þjóðþekktur, þá
lék hann eitt af aðalhlutverkunum á
þorrablóti Hvolsvellinga sem haldið
var nýverið. Þar var gert góðlátlegt
grín af því þegar forsetafrúin Dor-
rit lét heillast af Sámi, eftir að hafa
skoðað fjölda hunda, og fór í kjöl-
farið með hann á Bessastaði þar
sem hann hefur búið síðan. En
þorrablótið þótti með eindæmum
vel heppnað og hefðu Spaug-
stofumenn getað verið stoltir af
gríninu og ótrúlegri færni í eft-
irhermum og leik sem þar mátti
sjá. Að þessu sinni var það gatan
Gilsbakki sem hafði veg og vanda
af blótinu og skemmtu Gils-
bakkamenn á öllum aldri þorra-
blótsgestum af stakri snilld.
En fleira þarf að gera en fara á
þorrablót og skemmtanir. Nýverið
samþykkti sveitarstjórn Rangár-
þing eystra fjárhagsáætlun sveitar-
félagsins. Var hún unnin í samvinnu
meiri- og minnihluta enda líklegast
gáfulegast nú á tímum að nýta
færni og þekkingu allra sveitar-
stjórnarmanna. Afar erfitt er að
fást við fjárhagsáætlunargerð á
þessum óvissutímum og var því
ákveðið að endurskoða hana tvisvar
á árinu, í apríl og aftur í sept-
ember. Útsvarsprósenta ársins
2009 verður 13,28%. Gjaldskrár
hækka að jafnaði sem nemur
neysluvísitölu án húsnæðisverðs.
Laun sveitarstjórnar, nefnd-
armanna og sveitarstjóra fylgja
þróun þingfarakaups og lækka því
um 7,5%. Framkvæmdir sveitarfé-
lagsins hafa verið endurskoðaðar
og aðeins verður gert ráð fyrir
framkvæmdum uppá 25 milljónir
króna. Á árinu 2008 var t.d. hætt
við útboð viðbyggingar við íþrótta-
húsið á Hvolsvelli og ekki er gert
ráð fyrir nýframkvæmdum þar á
árinu 2009. En ljúka á við byggingu
nýs tónlistarskóla á árinu. Niður-
stöðutölur áætlunarinnar eftir fjár-
magnsliðið er neikvæð um 13 millj-
ónir en gert er ráð fyrir 8.5%
verðbólgu. Það er ljóst að efnahags-
hrunið hefur haft veruleg neikvæð
áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, en
Rangárþing eystra stóð ágætlega
fyrir hrunið.
Stjórnmálaflokkarnir eru nú farnir
að undirbúa kosningarnar sem
verða haldnar eftir páska. Um
helgina hélt Framsóknarflokkurinn
sitt kjördæmisþing á Hvolsvelli og
var ákveðið að efna til prófkjörs í
póstkosningu sem fara mun fram í
enda mánaðarins. Sjálfstæðismenn
ætla líka að efna til prófkjörs um
miðjan mars. Ekki eru mjög ný
nöfn sem komið hafa fram til fram-
boðs þrátt fyrir háværar kröfur um
endurnýjun á alþingi. Og víst er að
þeir sem nú verma þingmannsætin
munu trauðla gefa þau eftir ef að
líkum lætur.
HVOLSVÖLLUR
Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
fréttaritari
Morgunblaðið/Þorgeir Sigurðsson, nemandi í 10. bekk Hvolsskóla
Forsetaheimsókn Forsetinn ávarpar nemendur Hvolsskóla á Hvolsvelli.