Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Okkur vinkonurnar
langar að minnast
Ebbu með þakklæti í
huga fyrir hennar vináttu. Ekki átt-
um við nú von á því þegar hún fór á
spítalann að hún kæmi ekki aftur
heim. Við vissum að hún var búin að
Eufemía Kristinsdóttir
✝ Eufemía Krist-insdóttir, Ebba
eins og hún var köll-
uð, fæddist á Siglu-
firði 2. janúar 1930.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 31. desember
síðastliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Vídalínskirkju 8. jan-
úar.
vera lasin, en eins og
hún sagði alltaf, þetta
lagast allt, ég er bara
hálfslöpp. Við erum
búnar að vera vinkon-
ur og nágrannar í
mörg ár. Svo tókum
við upp á því að fara út
að borða vikulega og
erum búnar að gera
það í 10 ár og heim-
sækja alla matsölu-
staði í bænum og ná-
grenni. Sama hvort
það var að fara austur
til Eyrarbakka eða
suður til Keflavíkur, alltaf var Ebba
til í allt. Það var svo gaman hjá okkur
í matarklúbbnum, en nú er komið
stórt skarð í okkar hóp, sem ekki
verður fyllt, en við eigum okkar góðu
minningar. Kvenfélagsfundirnir
verða öðruvísi núna þegar Ebbu
vantar í hópinn. Hún var sérlega vin-
sæl hjá öllum. Hún var alltaf jákvæð
hvað sem á gekk. Hún sagðist vera
svo rík, því hún ætti svo yndislega
fjölskyldu sem hún var svo stolt af,
og eftir að Haraldur maður hennar
dó, þá var hún umvafin kærleika og
blíðu frá þeim öllum, og missa þau
mikið við andlát hennar. Við vottum
fjölskyldu hennar samúð okkar og
viljum svo þakka Ebbu fyrir yndis-
legar stundir sem við áttum með
henni hér heima og á Benidorm.
Guð blessi þig, Ebba.
Guðrún Ólöf Sveinjónsdóttir,
Erla Magnúsdóttir, Sigríður
Bára Sigurðardóttir.
mánaðarlega hittingi, ræddum
gleðina, sorgina, erfiðleikana og sigr-
ana. Aldrei var neitt þó svo alvarlegt
í þínum huga að þú gætir ekki talað
um það á léttu nótunum.
Þetta miðvikudagskvöld ertu mér
svo í fersku minni því við bókstaflega
grétum úr hlátri og þá aðallega yfir
sögunni af þér og hnakknum góða. Þú
gerðir óspart grín að sjálfri þér og
hlóst manna mest. Lýsingar ykkar
Helgu Birnu á hvor annarri í ræktinni
gerðu það að verkum að manni lang-
aði með bara vegna skemmtunarinn-
ar að fylgjast með ykkur. Við rædd-
um sérstaklega mikið um vináttu
þetta kvöld og hversu mikilvægt það
er að eiga góða vini þegar erfiðleikar
steðja að. Það varst þú búin að vera
Helgu Birnu í hennar erfiðleikum
undanfarið og hafðir staðið við hlið
hennar eins og klettur. Þið tvær vor-
uð einstakar saman.
Ég er guði óendanlega þakklát fyr-
ir þetta góða kvöld þar sem við æsku-
vinkonurnar vorum saman og áhyggj-
ur dagsins hurfu eins og dögg fyrir
sólu. Það verður tómlegt að hafa þig
ekki með í næsta klúbbi eins og und-
anfarin 15 ár.
Áður en kvöldinu lauk ákváðum við
að hittast í lok mánaðar og fara saman
út á lífið sem við gerðum allt of sjald-
an. Hver hefði getað trúað því að sá
hittingur yrði svo jarðaförin þín.
Hvíldu í friði, elsku Guðrún, þín
verður sárt saknað.
Elsku Ken, Gunnar Már, prins-
essurnar tvær Viktoría og Sara og
aðrir aðstandendur, missir ykkar er
óbærilegur. Megi guð gefa ykkur öll-
um styrk í sorginni.
F.h saumaklúbbsins,
Irmý Rós Þorsteinsdóttir.
Elsku Guðrún okkar,
Við sitjum hér og reynum að skilja
að þú sért farin frá okkur og okkur er
ekki nokkur leið að skilja. Hvers
vegna? Hver er tilgangurinn?
Ef við hefðum getað kvatt þig
mundum við segja þér að við elskum
þig og hvað við munum sakna þín
mikið og reyna að fá þig ofan af því að
fara svona fljótt. Við erum svo óend-
anlega þakklátar fyrir að hafa fengið
þig inn í líf okkar, þú varst svo rosa-
lega frábær, indæl, skemmtileg og
fyndin manneskja. Það var svo gam-
an að koma til þín, þú og Ken voruð
alltaf svo hress og hamingjusöm.
Við munum sakna þess að heyra
röddina þína og hlátur sem aðeins
vakir í huganum. Við eigum æðisleg-
ar minningar um þig sem við munum
aldrei gleyma og við mundum gera
allt til að fá að hitta þig einu sinni
enn. Lífið er ósanngjarnt og þú varst
tekin í burtu frá okkur alltof
snemma. En við trúum því að þú sért
komin á betri stað þar sem þú vakir
yfir okkur og munt alltaf verða hjá
okkur. Þú varst ótrúlega góðhjörtuð
manneskja og við munum aldrei
gleyma þér.
Elsku Ken, Gunnar Már, Sara
Margrét og Viktoría Lynn, við biðj-
um góðan Guð að gefa ykkur styrk í
þessari miklu sorg .
Hvíldu í friði, elsku Guðrún okkar.
Við elskum þig.
Þínar,
Katrín Mist Jónsdóttir
og Birna Helga
Jóhannesdóttir.
Hún amma hefur nú
kvatt þetta líf. Það
hafa verið forréttindi
mín að fá að fylgja
ömmu þessi síðustu
æviár hennar. Ég kynntist ömmu
fyrst að einhverju ráði þegar hún og
afi fluttu í Hafnarfjörðinn frá Ísa-
firði. Það var alltaf langt á milli okk-
ar og því ólumst við systkinin ekki
upp við að það væri alltaf hægt að
skreppa til ömmu og afa.
Að fara í heimsókn á Ísafjörð var
heilmikið ferðalag og ekki var farið
nema einu sinni á ári eða þá að þau
komu suður. Ég fór þó eitt sumar
vestur og dvaldi hjá þeim og passaði
frænda minn. Það var margt skrýtið
að sjá og upplifa á Ísafirði. Skrítnast
fannst mér þó að Ísfirðingar töluðu
öðruvísi en Sunnlendingar. Ég var
t.d. beðin um að koma út að vippa.
Ég vissi ekki hvað það var en fór
samt út að leika og þá var sest upp á
vegasalt og farið að vega. Mest man
Elísabet Steinunn
Jónsdóttir
✝ Elísabet SteinunnJónsdóttir fæddist
á Þingeyri við Dýra-
fjörð 21. júlí 1917.
Hún lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 24. jan-
úar síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá
Víðistaðakirkju 30.
janúar.
ég þó eftir garðinum
hennar ömmu á Hlíð-
arveginum, hvað hann
var fallega hirtur og
hvað eldliljurnar voru
fallegar sem voru und-
ir eldhúsglugganum.
Eftir að amma og afi
voru flutt í Hafnar-
fjörðinn varð styttra á
milli okkar og alltaf
hægt að skjótast í
heimsókn. Þá fann ég
hvað það er yndislegt
að eiga ömmu og afa,
líka fyrir börnin mín
sem fundu að rætur þeirra liggja
djúpt í stórri og yndislegri ætt. Þeg-
ar árin fóru að færast yfir flutti afi á
Sólvang en síðustu árin dvaldi amma
á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut hún
þar umönnunar frábærra kvenna
sem þar vinna. Vil ég þakka þeim
hlýlegt viðmót og yndislegt starf sem
þær vinna. Það var alltaf jafn nota-
legt að koma í heimsókn til ömmu,
Hrafnista er eins og stórt heimili.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elísabet S. Jóhannsdóttir.
Kveðja frá Thor-
valdsensfélaginu
Við kveðjum nú
kæra vinkonu og fé-
lagskonu, Önnu Ástu Georgsdóttur.
Anna gekk í Thorvaldsensfélagið
30. apríl árið 1975. Hún bar hag þess
mjög fyrir brjósti og var gjöful á
tíma sinn. Hún sat tvö kjörtímabil í
Barnauppeldissjóði félagsins og
vann þar mikið og gott starf. Hún var
afar listræn og naut félagið góðs af
listrænum hæfileikum hennar þegar
valdar voru myndir eftir viður-
kennda listamenn á jólamerki Thor-
valdsensfélagsins. Einnig var Anna
kjörin til forystustarfa þegar félagið
stóð fyrir sýningum á jólamerkjum
félagsins eða tók þátt í frímerkjasýn-
ingum. Ekki lá hún heldur á liði sýnu
við sölu jólamerkjanna. Anna vann
auk þess mikið á Bazar Thorvald-
sensfélagsins og sá meðal annars um
Anna Ásta
Georgsdóttir
✝ Anna ÁstaGeorgsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. september 1933.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni
23. janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Áskirkju 30.
janúar.
gluggaútstillingarnar
þar í mörg ár.
Það var gaman að
vera með Önnu. Hún
var hæfileikarík og úr-
ræðagóð. Hún var æv-
inlega geislandi glöð
og kát og einstakur
ljúflingur, enda ávann
hún sér vináttu og
virðingu allra þeirra
mörgu félagskvenna
sem unnu með henni,
eða nutu samvista við
hana á góðum stund-
um hjá félaginu. Hún
lét sig ekki vanta á fundi, í ferðalög
og á skemmtanir félagsins ef hún gat
því viðkomið. Síðast mætti hún á
jólafundi félagsins 8. desember sl.
þar sem hún mælti nokkur falleg orð
til fundargesta úr hjólastólnum sín-
um, meira af vilja en mætti þar sem
þrekið var þverrandi.
Thorvaldsensfélagið á Önnu Ástu
mikið að þakka eftir 34 ára farsælt
sjálfboðastarf. Við félagskonur
kveðjum nú heilsteypta og vandaða
félagskonu með þakklæti og virðingu
og biðjum henni Guðs blessunar,
fjölskyldu hennar sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd félagsins,
Sigríður Sigurbergsdóttir
formaður.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og dóttir,
HRÖNN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Brimnesi 3,
Fáskrúðsfirði,
lést miðvikudaginn 11. febrúar.
Minningarathöfn um hina látnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 18. febrúar
kl. 11.00.
Útförin verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á UMHYGGJU - félag til
stuðnings langveikum börnum.
Guðmundur Eiríksson,
Védís Elsa Guðmundsdóttir,
Þórir Sævar Kristinsson, Guðlaug Jónasdóttir,
Hrefna Kristinsdóttir, Ólafur Óðinn Valdemarsson,
Halldór Kristinsson,
Emilía Björt Ólafsdóttir,
Þórir Sævar Maronsson, Védís Elsa Kristjánsdóttir,
Stella Einarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg systir okkar og mágkona,
KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR,
Hátúni 10,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi aðfaranótt mánu-
dagsins 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
25. febrúar kl. 13.00.
Elísabet Benediktsdóttir, Tómas Á. Einarsson,
Bjarni Ólafsson, Kristín Þórarinsdóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INGI EINAR VILHJÁLMSSON,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
laugardaginn 14. febrúar.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
21. febrúar kl. 13.30.
Erla Sigurðardóttir,
María Gröndal,
Guðlaug Helga Ingadóttir, Þór Sveinsson,
Sigurður Ingi Einarsson, Maritza Sepulveda,
Kort Þórsson,
Magdalena Þórsdóttir.
✝
Elskuleg móðir mín og amma,
HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR,
Arnarvatni,
Mývatnssveit,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn
13. febrúar.
Útförin fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn
21. febrúar kl. 14.00.
Starfsfólki sjúkradeildar og læknum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga
færum við okkar innilegustu þakkir fyrir alúð og góða umönnun á
liðnum árum.
Bergþóra Eysteinsdóttir,
Ásta Kristín Benediktsdóttir.