Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11ALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
TILBOÐ
Gildir 12.-22. febrúar
998kr.
200g - kílóverð 4.990
VELJUM
ÍSLENSKT
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
SIV Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, mælti í
gær fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Al-
þingi. Frumvarpið fjallar um stjórnlagaþing og
heildarendurskoðun þess á stjórnskipun Íslands,
en þess er getið í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar.
Athygli vakti því hve fáir stjórnarliðar voru í
þingsal til að taka þátt í umræðunum. Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Lúðvík Berg-
vinsson og Helgi Hjörvar tóku þátt í umræðunni
af hálfu Samfylkingarinnar en þingmenn Vinstri
grænna voru ekki viðstaddir til að hlýða á hug-
myndirnar eða tjá sig um þær.
Flokkarnir verði uppteknir við annað
Siv taldi upp rök fyrir því að ráðast í þetta metn-
aðarfulla verkefni núna. Á meðal þess sem hún
taldi upp var að ef kosið yrði til stjórnlagaþings
samhliða alþingiskosningum í apríl, yrðu stjórn-
málaflokkarnir uppteknir við sína eigin kosninga-
baráttu og hefðu því minni áhrif á val fulltrúa á
stjórnlagaþinginu en ella. Hún taldi mögulegt að
stjórnlagaþing kæmi saman fyrsta sinni 17. júní
næstkomandi, á 65 ára afmæli lýðveldisins.
Frumvarpinu var misjafnlega tekið í röðum
sjálfstæðismanna sem flestir gagnrýndu það. Þeir
gerðu að umtalsefni að ekki lægi fyrir hvort
stjórnarflokkarnir ætluðu að styðja þetta frum-
varp eða koma fram með sitt eigið stjórnarfrum-
varp.
Birgir Ármannsson sagði að með þessu væri
boðað til byltingar. Hann sagði hugmyndina um
stjórnlagaþing áhugaverða og vildi ekki hafna
henni á þessu stigi. Hann hefði þó ákveðna fyr-
irvara og áttaði sig ekki á því hvers vegna þjóð-
kjörið stjórnlagaþing ætti að verða betur til þess
fallið að breyta stjórnarskránni en þjóðkjörið Al-
þingi. Málflutningur Framsóknarflokksins gekk
hins vegar út á að Alþingi hefði aldrei megnað að
breyta stjórnskipunar- og dómstólaköflum henn-
ar. Helga Sigrún Harðardóttir, Framsóknar-
flokki, skýrði viðbrögð sjálfstæðismanna þannig
að þeir væru hræddir við að missa völd sín í sam-
félaginu.
Bjarni Benediktsson sagði að með málinu væri
rofin sú hefð að endurskoða stjórnarskrána í sam-
ráði allra flokka. Taldi hann upp dæmi þess og
sagði Alþingi fullfært um að vinna verkið. Allt of
mikið hefði verið gert úr þörfinni fyrir að semja
nýja stjórnarskrá frá grunni. Sturla Böðvarsson
sagði vinnubrögðin ekki líkleg til árangurs, þ.e. að
vilja breyta stjórnarskránni í ófriðarástandi og í
skjóli tímabundinnar minnihlutastjórnar. Pétur
H. Blöndal skar sig úr með því að fagna frumvarp-
inu og styðja hugmyndir um stjórnlagaþing.
Boðað til byltingar án
samráðs við alla flokka
Vinstri græn hvergi nærri við umræðu um stjórnlagafrumvarp Framsóknarflokks
Birgir
Ármannsson
Bjarni
Benediktsson
Siv
Friðleifsdóttir
Á FUNDI viðskiptanefndar Alþing-
is í gær fóru seðlabankastjórarnir
Davíð Oddsson og Eiríkur Guðna-
son yfir athugasemdir sínar við
frumvarp um breytingar á lögum
um bankann. Formaður nefndar-
innar, Álfheiður Ingadóttir, sagði
eftir fundinn að hann hefði verið
góður. Umsögn þeirra Davíðs og
Eiríks var birt á vef Seðlabankans í
gær og ljóst er að þeir eru verulega
ósáttir við frumvarpið. Gagnrýna
þeir flest við það og segja hættu á
að Seðlabankinn verði „stjórnsýslu-
bastarður“ með óskilvirka stjórn,
sem valdi tortryggni innan hans
sem utan, ef hlaupið verði í illa
grundaðar og illa undirbúnar
breytingar í annarlegum tilgangi.
Ein athugasemd þeirra er sú að
með frumvarpinu sé staða for-
manns bankaráðs alls ekki lögð nið-
ur, þótt stöður hinna bankastjór-
anna verði það. Verði frumvarpið
að lögum séu því engin efni til að
auglýsa stöðu formannsins að nýju.
onundur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Ráðgjöf Davíð og Eiríkur gagnrýna m.a. að hafa fengið afar stuttan frest til að skila umsögn um frumvarpið.
Hætta á „stjórnsýslubastarði“
SKIPTAR
skoðanir voru
um frumvarp
ríkisstjórnar-
innar um afnám
eftirlaunalag-
anna, sem
Steingrímur J.
Sigfússon fjár-
málaráðherra
mælti fyrir á Al-
þingi í gær, þeg-
ar fyrsta umræða um það fór fram.
Tók Steingrímur fram að lögin
hefðu sætt harðri gagnrýni. Kerfið
sem þau grundvallaði mætti ekki al-
mennum skilningi eða stuðningi í
þjóðfélaginu og við því þyrfti að
bregðast, ganga hreint til verks og
afnema þau. Frumvarpið var rætt
langt fram eftir kvöldi en að um-
ræðunni lokinni var því vísað til efna-
hags- og skattanefndar og til annarr-
ar umræðu.
Þingmaður Sjálfstæðisflokks, Pét-
ur H. Blöndal, sagðist hlynntur frum-
varpinu. Það væri jákvætt skref.
Hins vegar væri með þessu verið að
flytja þingmenn úr einu forréttinda-
kerfinu yfir í annað, þ.e. í A-hluta líf-
eyrissjóðs opinberra starfsmanna,
þar sem þeir nytu betri kjara en fólk í
almennum lífeyrissjóðum. Hann vildi
því ganga skrefinu lengra.
Tvöfeldni og heigulsháttur
Kristinn H. Gunnarsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, minnti á að
á sínum tíma, árið 2003, hefði verið
almenn sátt um efnisatriði laganna,
þegar þingmenn hefðu margir
guggnað undan „hávaðavél“ Alþýðu-
sambands Íslands. Gagnrýndi hann
m.a. fjármálaráðherra fyrir að hafa
ekki upplifað neitt óréttlæti í því að
þiggja mikil forréttindi í lífeyris-
ávinnslu þegar hann sat áður í rík-
isstjórn og kallaði það tvöfeldni og
heigulshátt.
Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að ákveðin hætta væri á
því á Alþingi að kapphlaup yrði niður
á botninn, sá nyti mestrar hylli sem
vildi skerða réttindi þingmanna hvað
mest. Hann sagðist líta á lífeyrisrétt-
indin sem hluta af heildarkjörum
þingmanna, rétt eins og flestir op-
inberir starfsmenn gerðu. Það væri
eðlilegt. Þess utan taldi hann rétt að
færa ákvörðunarvald um þessi efni
alfarið til kjararáðs, en hætta að
hringla síendurtekið með þau á Al-
þingi. onundur@mbl.is
Ræddu eftirlaun sín
Lögin mæti ekki almennum skilningi og við því þurfi að
bregðast Margir hafi guggnað undan hávaðavél ASÍ
Steingrímur J.
Sigfússon
’Háttvirtur þingmaður spyr miglíka hvort mér sé kunnugt um aðnúverandi forsætisráðherra hafi áttsamtöl við breska forsætisráðherrann.Ég held að svo sé ekki. Mér er ekki
kunnugt um það.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
’Ég gerði tilraun til að ná í hann 9.október en talaði í staðinn viðfjármálaráðherrann. Ég hafði talað viðhann 5. október, fyrir hrunið. Reyndiað ná í hann auðvitað daginn eftir að
hrunið varð, en úr því gat ekki orðið.
GEIR H. HAARDE
Orðrétt
á Alþingi
’Miðað við það lagaákvæði enskasem um er að ræða get ég ekkiséð að um þau tilvik hafi verið að ræðasem réttlæti beitingu hryðjuverkalag-anna. Þess vegna skiptir gríðarlegu
máli að sækja málið …
JÓN MAGNÚSSON
’Af hverju var [Icesave-]málið ekkirannsakað strax í kjölfarið, semglæpamál. Af hverju voru viðkomandiekki yfirheyrðir þá þegar vegna grunsum meint landráð?
ATLI GÍSLASON