Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 39
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tískuvika í New York stendur nú sem hæst, hún hófst síð-astliðinn föstudag og lýkur 20. febrúar. Þar sýna um 63amerískir hönnuðir fatalínu sína fyrir haustið 2009.Hundruð annarra tískusýninga verða víðsvegar um Man- hattan á sama tíma. Tískuvikan er nú kennd við bílaframleiðandann Mercedes Benz sem er stærsti styrktaraðili hennar í ár. Hún var fyrst haldin árið 1943 og kallaðist þá Press Week. Upp- haflegur tilgangur hennar var að nýta tækifærið og ná athygli bandarískra tískublaðamanna þegar þeir gátu ekki ferðast til Parísar á tískusýningar meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Amerískir fatahönnuðir höfðu ekki hlotið mikla athygli fram að því en Press Week heppnaðist mjög vel og endaði á því að koma Ameríku á tískukortið. Fyrirsætur og frægir Tískuvikan í New York er nú haldin tvisvar á ári, haustlínan sýnd í febrúar og vorlínan fyrir árið eftir í september, og er orðin ein af fjórum stærstu tískuvik- unum ár hvert. Hinar eru í París, London og Mílanó. Bryant-garður á Manhattan hefur verið heimili tískuvikunnar í fimmtán ár þar sem röð af stórum hvítum tjöldum yfirtekur garðinn í þessa einu viku, en á næsta ári mun viðburðurinn vera færður í Dam- rosch-garðinn við Lincoln Center. Fleiri en hundrað þúsund sækja tískuvikuna í hvert skipti en aðgangur er aðeins fyrir boðs- gesti, fólk í tískugeiranum, á fjölmiðlum, fyr- irsætur og stórstjörnur úr kvikmynda- og tón- listarheiminum. Tískuvikur eru eftirsóttar af fræga fólkinu en hvergi láta eins margir sjá sig og í New York enda hæg heimatökin, margar stjörnur búa í borginni. Þessi ásókn frægra hef- ur m.a. gefið tískuviku í New York ákveðið forskot í fjölmiðlum fram yfir hinar tískuvikurnar en slúð- urmiðlarnir sækja mikið efni þangað. Höfuðskraut og litleysi Það er erfitt að henda reiður á einhverju einu tísku- trendi sem hefur einkennt pallana í New York það sem af er vikunni enda um ótrúlega marga hönnuði að ræða sem eru jafn misjafnir og þeir eru margir. En meðal þess sem hefur sést hingað til eru hattar og hárskraut, enginn verður maður með mönnum í haust nema eiga fallegt höfuðfat. Haustlitaðar og þykkar sokkabuxur sáust líka víða á pöll- unum. Annars einkennir ákveðið litleysi hausttískuna sem fyrr, hvítur, svartur, grár, brúnn og mismunandi mosagrænir tónar sáust mikið en inn á milli glittir í brúnappelsínugulan, dökkfjólubláan, rauðbrúnan, djúpbláan og sinnepsgulan. Skótískan heldur áfram að vera stór- hættuleg, hælarnir hækka og hækka og fyrirsæturnar fljúga í hrönnum á hausinn á pöllunum í New York. Klassískt Hönnun Stoned Cherrie. Barbie Haldin var sérstök tískusýning í tilefni af 50 ára afmæli Barbie-dúkkunnar. Þar sást þessi galli frá tískuhúsinu House of Field. Drottningar Jennifer Love Hewitt með ungfrú heimi, Dayana Mendoza. Íslandsvinur Julia Stiles lét sjá sig. Söngkona Diana Ross kíkti á Diane Von Furstenberg. Saman Leikkonan Mischa Barton og fyr- irsætan Coco Rocha á Miss Sixty. Klæðilegt Car- olina Herrera klæðir konur svona í haust . Flott Glæsilegur grár kjóll eftir Donna Karan sem á eflaust eftir að sjást á rauða dregl- inum. Reuters Hælaskór og haustlitir í New York ’80s Föt frá Miss Sixty. Flug Þetta var ekki eina fyrirsætan sem flaug á hausinn á sýningu Herve Ledger. Sæt Heidi Klum lét sig ekki vanta. Nicholas K Svona mættu íslenskir karlmenn klæðast í haust. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI UNDIRBÚÐU ÞIG UNDIR SVEFNLAUSAR NÆTUR ÞVÍ HANN HLÍFIR ENGUM. ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! HRIKALEGASTI FJÖLDAMORÐINGI SÖGUNNAR ER KOMINN AFTUR! MAÐURINN MEÐ HOKKÍ GRÍMUNA – JASON! SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI HANN ELSKAR ATHYGLI HANN ER VINSÆLL MEÐAL KVENNA NÝJASTA FJÖLSKYLDUGRÍNMYND WALT DISNEY SEM VAR TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss KRINGLUNNI OG AKUREYRI 13 M.A. BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI - D. FINCHER BESTI LEIKARI - BRAD PITT BESTA HANDRIT VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, NEWYORK POST WALL STREET JOURNAL 100/100 PREMIERE TIME 100/100 “...HEILLANDI OG MINNIS- STÆÐ. BENJAMIN BUTTON ER MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF!” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS „SAGAN ER ÓTRÚLEGA SKEMMTILEG, HARMRÆN OG FALLEG Í SENN.“ „...HELDUR MANNI SÍFELLT SPENNTUM MEÐ FRÁBÆRRI SÖGU OG MIKILLI SKÖPUNARGLEÐI...“ - S.V. ,MBL. - L.I.B.,TOPP5.IS BEVERLY HILLS ... kl. 6 LEYFÐ FRIDAY THE 13TH kl. 8 - 10 B.i. 16 ára ROLE MODELS kl. 6 B.i. 12 ára CURIOUS CASE ... kl. 8 B.i. 12 ára BEVERLY HILLS ... kl. 8 m/ísl. tali LEYFÐ VILTU VINNA ... kl. 10 B.i. 12 ára DOUBT kl. 8 LEYFÐ UNDERWORLD 3 kl. 10:10 B.i. 16 ára BEVERLY HILLS kl. 8 ísl. tal LEYFÐ TAKEN kl. 10:10 B.i. 16 ára SEVEN POUNDS kl. 8 LEYFÐ UNDERWORLD 3 kl. 10:30 B.i. 16 ára ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSIKEFLAVÍK FRIDAY THE 13TH kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára BEVERLY HILLS ... kl. 6D m/ísl. tali LEYFÐ DIGITAL CURIOUS CASE ... kl. 8D - 10:10D B.i. 12 ára MY BLOODY ... kl. 83D - 11:103D B.i. 7 ára 3D-DIGITAL BOLT m/ísl. tali kl. 63D LEYFÐ 3D-DIGITAL FRIDAY THE 13TH kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára BEVERLY HILLS ... kl. 5:50 m/ísl. tali BEVERLY HILLS ... kl. 10:20 enskt tal/ekki ísl texti LEYFÐ CURIOUS CASE ... kl. 6D- 9:10D B.i. 16 ára D CURIOUS CASE ... kl. 6 - 9:10 LEYFÐ VIP DOUBT kl. 8 LEYFÐ HOTEL FOR DOGS kl. 5:50 LEYFÐ ROLE MODELS kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára BEDTIME ... kl. 5:50 LEYFÐ ROCKNROLLA kl. 10:20 B.i. 16 ára YES MAN kl. 8 B.i. 7 ára „IT‘S KILLER FUNNY“ - ROLLING STONE „FARÐU Á ROLE MODELS EF ÞÚ VILT HLÆJA“ - USATODAY „ROLE MODELS HRISTIRAF SÉR SKAMMDEGIÐ Í JANÚAR OG SETUR ÖLL VIÐMIÐ SEM GRÍNMYNDIN ÁRIÐ 2009 OG FÆR FÓLK TILAÐ HLÆJA UPPHÁTT“. - EMPIRE – IAN FREER SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRIAKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNIKRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, SÝND Í ÁLFABAKKA 5ROLLING STONECHICAGO SUN-TIMES TIMES.V. MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK EKKI MISSA AF ÞESSARI! SÝND Í ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI! SÝND Í ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI! SÝND Í KRINGLUNNI SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.