Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Seðlabankastjóri er í raunvaldagráðugt tilfinn-ingalaust vélmenni sem er
staðráðið í því að gera allt sem í
hans valdi stendur til þess að færa
íslensku þjóðinni mestu eymd sem
hugsast getur. En hann er þó ekki
hinn raunverulegi Davíð Oddsson,
heldur svikari er hefur læst inni
þann raunverulega hrokkinhærða,
fyrrum formann Sjálfstæðisflokks-
ins, í dýflissu í Seðlabankanum.
Davíð hefur greinilega verið þar
lengi, því hann virkar auðmjúkur,
með barnsleg augu sem gefa til
kynna að hann geti horft á tilveruna
af forvitni og leyft nýjungum að
hafa áhrif á sig.
Undarleg lýsing á einum um-
deildasta manni Íslands um þessar
mundir. Þrælfyndin líka, en svona
birtist Davíð Oddsson lesendum
Eineygða kattarins Kisa og
Ástandsins, nýjustu myndasögubók
Hugleiks Dagssonar.
Auðvitað algjör steypa en kastarþó fram spurningum um eðli
Davíðs. Í gegnum tíðina hefur hann
birst þjóðinni í ýmsum myndum
sem … 1) tryggur, orðheppinn leið-
togi þjóðarinnar 2) hrokafullur og
þrjóskur maður er lætur engan
vaða yfir sig 3) hresst og fyndið par-
tíljón er kann að skála að Bermúda-
sið 4) blá-kaldur og fjölmiðlafælinn
maður sem hefur afgreitt mótmæli
sem skrílslæti minnihlutahópa.
Þessa dagana er auðvelt að blind-
ast af stolti „hertogans í svarta
kastalanum við Arnarhól“ og sjá
ekki sjálfan manninn. Hann og hans
fortíð, sem hann dregur á eftir sér
eins og botnvörpu fulla af kol-
kröbbum, kemur í veg fyrir að
nokkur maður geti fundið sjálfan
sig í honum og þannig séð hann í
réttu ljósi … maður … einn af okk-
ur. Ótrúlegt, en satt.
Og skapandi maður líka, eins ogHugleikur minnir okkur á í
nýrri myndasögu sinni. Davíð hefur
alla tíð verið listhneigður og hefur
einhvern veginn fundið tíma með
störfum sínum í stjórnmálum til
þess að skrifa smásögur, ljóð og
jafnvel popptexta. Þannig liggja eft-
ir hann smásagnasöfnin Nokkrir
góðir dagar án Guðnýjar og Stolið
frá höfundi stafrófsins en fyrri bók-
in var m.a. þýdd á þýsku og fékk
blíðar viðtökur þar í landi. Hann
samdi líka texta við lag Gunnars
Þórðarsonar, „Við Reykjavíkur-
tjörn“, sem ómögulegt er að hlusta
á án þess að laglínan og orðin límist
á heilann.
Þetta fær mann til þess að velta
því fyrir sér hvað hefði orðið um
manninn Davíð Oddsson ef hann
hefði blómstrað sem listamaður í
stað þess að eyða kröftum sínum í
hinn eilífa sirkus stjórnmálanna?
Hefði þá enginn barist fyrir einka-
væðingu bankanna og frjálsri versl-
un á landi hér? Hefði ríkisstjórnin
samt samþykkt beiðni George W.
Bush um að sverta nafn þjóðarinnar
með stríðsyfirlýsingu við fjarlægt
land sem fæst okkar höfðu heim-
sótt? Jú, að öllum líkindum. Davíð
er eins og allir aðrir, bara leik-
maður á tafli örlaganna sem hefur
þurft að laga sig að þeim straumum
og stefnum er hafa umlukt hann
hverju sinni.
Allir listamenn eru tilfinn-ingaverur og ef eitthvað er
hægt að lesa úr stolti og þrjósku
Davíðs Oddssonar síðustu vikurnar
er það einmitt það að hann er mikil
tilfinningavera. Baráttumaður, sem
spilar leikinn til enda. Sumir segja,
eins og smástrákur í tölvuleik, sem
hefur það ekki í sér að leyfa öðrum
að prufa líka?
Með súrri þjóðfélagsgagnrýni
sinni spyr Hugleikur mikilvægrar
spurningar. Er kannski kominn tími
fyrir Davíð að sleppa tökunum á
bankanum og fara daðra við skáld-
gyðjuna á ný? biggi@mbl.is
Listamaðurinn Davíð Oddsson
AF LISTUM
Birgir Örn Steinarsson
» Þessa dagana er auð-velt að blindast af
stolti „hertogans í
svarta kastalanum við
Arnarhól“ og sjá ekki
sjálfan manninn.
Valdagráðugt vélmenni Davíð Oddsson að störfum, með gallsúrum gler-
augum Hugleiks í nýjustu myndasögubókinni um Eineygða köttinn Kisa.
HLJÓMSVEITIN Bang Gang kem-
ur fram á Nokia on Ice tónleikahá-
tíðinni, sem haldin verður í annað
skipti í ár. Í fyrra fór hátíðin fram á
Gauki á Stöng en þar komu fram
nokkrar af vinsælustu sveitum
landsins. Hjaltalín, Sprengjuhöllin,
Bloodgroup og Ultra mega teknó
bandið Stefán voru þar meðal jafn-
ingja.
Í ár breiðir hátíðin örlítið úr sér
og fer fram á tveimur stöðum
helgina 3.-4. apríl. Stóra svið hennar
færist yfir götuna í Listasafn
Reykjavíkur en minna svið hennar
verður á Reykjavík Rokkbar, nýjum
tónleikastað sem opnaður verður á
efri hæð Tunglsins (gamla Gaukn-
um) í næsta mánuði.
Verið er að staðfesta hljómsveitir
þessa dagana og mun fyrirtækið
Pipar, sem sér um framkvæmdina,
tilkynna um fleiri atriði á komandi
vikum.
Tónleikar Bang Gang í Reykjavík
eru sjaldgæfir, en síðast lék sveitin á
Nasa í desember eftir langa tón-
leikaferð um meginland Evrópu. Þar
hituðu Barði Jóhannsson og félagar
m.a. upp fyrir frönsku stórsveitina
Air.
Bang Gang Spilar á tónlistarhátíð-
inni Nokia on Ice sem haldin er í
annað sinn í ár.
Bang Gang
í Listasafn-
inu í apríl
FYRSTA ÁSTIN, SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ
OG ALLT ÞAR Á MILLI.
ACADEMY AWARD® WINNER
DUSTIN
HOFFMAN
EMMA
THOMPSON
ACADEMY AWARD® WINNER
last chance
HARVEY
LIONS KLÚBBURINN
EIR REYKJAVÍK
JOHN LINDSAY EHF • ÓLAFUR ÞORSTEINSSON EHF • BERGVÍK EHF • NESSKIP • DÚKARINN ÓLI MÁR • RAFSTJÓRN
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
Í kvöld, miðvikudaginn 18.febrúar kl.20.00 í Laugarásbíói
ALLUR ÁGÓÐI SÝNINGARINNAR RENNUR TIL LÍKNARMÁLA
ÞÖKKUM STUÐNINGINN
VÆNTANLEG Í MARS