Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Íslenski markaðsdagurinn er löngu orðinn árviss viðburður í faglegu starfi markaðsfólks. Á ráð- stefnunni á Nordica Hotel 27. febrúar kynna innlendir og erlendir fyrirlesarar nýjustu strauma og stefnur í markaðs- og auglýsingamálum. Um kvöldið kemur síðan í ljós hverjir hljóta Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, sem veittur er í fjölmörgum flokkum til þeirra sem hafa skarað fram úr í auglýsinga- og markaðsstarfi 2008. Auglýsendur! Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Pöntunartími er fyrir kl. 16.00 fös. 20. febrúar. Blaðinu verður dreift með Morgunblaðinu og fylgir ráð- stefnugögnum á Íslenska markaðsdeginum. Íslenska markaðsdagsins – beint í mark Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift sem haldinn er 27. febrúar á Nordica Hotel Meðal efnis: • Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar • Viðtal við formann Ímark • Hvernig má bæta ímynd Íslands með markaðssetningu • Neytendur og auglýsingar • Nám í markaðsfræði • Góð ráð fyrir markaðsfólk • Tilnefningar til verðlauna – Hverjir keppa um Lúðurinn? • Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin í bransanum • Árleg könnun Capacent meðal markaðsstjóra 360 stærstu fyrirtækja • Ásamt fullt af öðru spennandi efni 26. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað í tilefni munandi og þessi þróun eðlileg – enda erum við hér fá í þessu unga, stóra og áhrifamikla landi. Það hlýtur að hafa áhrif á myndsköpun margra. Jóhann Eyfells myndhöggvari hef- ur farið nokkuð aðra leið. Lunganum af langri starfsævi sinni hefur hann eytt vestan Atlantshafs, en jarðar- deiglan, sköpunarkraftar hins nýja lands, hafa verið uppspretta öflugrar og áhrifaríkrar myndsköpunar hans. Tengingin við Ísland er augljós og forvitnilegt að bera verk Jóhanns saman við verk Steinu Vasulka, ann- ars Íslendings sem hefur um áratuga- skeið unnið að listinni í Bandaríkj- unum; bæði hafa unnið mikið með hraun og sköpunarkrafta. Á gjör- ólíkan hátt þó. Jóhann Eyfells er á níræðisaldrien engan veginn af baki dott-inn. Ásamt Kristínu Eyfells, eiginkonu sinni, sem einnig var myndlistarmaður, bjó hann í þrjá ára- tugi á Flórída. Var þar virtur mynd- listarmaður og prófessor í myndlist. Eftir að Kristín dó árið 2002 keypti hann búgarð í Texas og flutti þangað um 170 tonn af verkum og efni. Jó- hann hefur sýnt mikla eljusemi við breytingar á búgarðinum, meðal ann- ars útbúið þrjá sýningarsali, og unnið að því að útfæra verk sín í brons. „Hugmyndin er að gróðursetja list- hugmyndir í sálir manna,“ sagði Jó- hann hér í viðtali fyrir nokkrum ár- um, er hann talaði um hlutverk búgarðsins. Jóhann Eyfells lagði fyrst stund á Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í slagviðrinu í gær stóð Reykjavíkurvarða Jóhanns Eyfells hryðjurnar af sér á Miklatúni, þung og alvarleg. Það glampaði á ytra byrði steinsteypunnar í verkinu sem situr hátt á stalli sínum og auðskiljanleg var hugmynd listamannsins um teng- ingu við vörður sem vegvísa fyrri alda. Þó gat ég ekki séð hvert þessi leiðir þá sem ætla sér að fylgja vörð- um á túninu. Ef til vill að verkinu Rek eftir Kristin E. Hrafnsson eða að Þorsteini Erlingssyni skáldi – brjóst- myndinni eftir Ríkarð Jónsson. Reykjavíkurvarða Jóhanns ber í senn í sér mynd vörðunnar og hrauns sem hleðst upp og storknar í slíkri kynjamynd. Það er kunnuglegt stef í ís-lenskri myndlistarsögu aðfólk menntar sig erlendis, verður þar fyrir áhrifum af straum- um og stefnum í listum sem ganga út frá tilvist mannins í borgarsamfélag- inu, en svo snýr þetta fólk aftur heim til Íslands og náttúran skríður inn í verk þess. Dæmin eru mörg og mis- arkitektúr og útskrifaðist af því sviði árið 1953 og árið 1964 útskrifaðist hann með meistaragráðu í myndlist. Árið 1969 var hann ráðinn sem pró- fessor í skúlptúr við University og Central Florida. Það var sama ár og Reykjavíkurborg keypti af honum Reykjavíkurvörðuna, eina verkið eft- ir Jóhann sem sjá má utandyra í Reykjavík á vegum hins opinbera. Jóhann byrjaði snemma á sjötta áratugnum að skapa abstrakt skúlp- túra sem byggðust á tilraunum í eðl- is- og efnafræði, og sérstaklega um- breytingu málma við steypu og í ferlum sem hann hefur þróað áfram. Tilraunirnar leiddu Jóhann að stíl sem hann kallar „receptúalisma“, en þar renna að hans sögn þrjú kerfi – vísinda, heimspeki og mystíkur – í eitt. „Receptúalisma“ segir hann gefa hlutum og efnum nýja áþreifanlega möguleika. „Ímyndaðu þér að lista- maðurinn sé frekar tæki en skapari,“ sagði Jóhann um vinnubrögð sín. Jóhann Eyfells hefur notið um-talsverðrar virðingar fyrir verksín og vinnubrögð. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum árið 1993, ásamt Hreini Frið- finnssyni, og var einn listamannanna sem voru sýndir á vegum Sameinuðu þjóðanna við upphaf nýs árþúsunds á sýningunni „World Artists at the Mil- lenium“. Einhvern veginn finnst mér samt að verk hans mættu vera meira áberandi hér á landi, þótt Reykjavík- urvarðan hafi verið reffileg í einsemd sinni í slagviðrinu í gær. Listamaðurinn sem tæki í sköpuninni MYNDVERKIÐ Reykjavíkurvarðan eftir Jóhann Eyfells (fæddur 1923) stendur á steyptum stöpli á Miklatúni. Verkið gerði Jóhann ár- ið 1969. Borgin keypti „vörðu“ Jóhanns sama ár og var hún sett upp árið 1970. Páll Líndal borgarlögmaður, lagði fram tillögu þess efnis að borgin keypti útilistaverk af einhverjum hinna ungu myndlistarmanna, öðrum en Ásmundi Sveinssyni og Sigurjóni Ólafssyni. „Meðal hinna yngri myndhöggvara þykir Jó- hann Eyfells einna fremstur og hafa verk hans hlotið góða dóma. Umrætt verk myndi kosta 150-200.000 krónur,“ skrifaði Páll í maí árið 1969. Reykjavíkurvarðan, sem er 185 cm há, er eina útiverkið eftir Jóhann í Reykjavík. Reykjavíkurvarðan Morgunblaðið/Einar Falur Á AÐFANGADAG árið 1907 fylgd- ist hópur manna með því djúpt í iðr- um Parísaróperunnar hvar 24 vax- plötur voru settar í blý- og járnhylki, sem síðan voru innsigluð og komið fyrir í læstu herbergi. Þar mátti ekki snerta á hylkjunum í eina öld. Á plötunum var úrval af óperuaríum og leikinni tónlist. Markmiðið var að leyfa fólki í framtíðinni að kynnast upptökutækni og listamönnum þess tíma. Árið 1912 var 24 vaxplötum til viðbótar komið þarna fyrir. Öldin er liðin og að sögn The New York Times hafa sérfræðingar nú farið höndum um vaxplöturnar og flutt tónlistina yfir á stafrænt form. Síðar í mánuðinum gefur EMI út þrjá diska með tónlistinni, undir heitinu „Fjársjóður úr hirslum Par- ísaróperunnar“. Aríurnar eru eftir sígild tón- skáld á borð við Verdi, Rossini og Puccini, auk ann- arra sem eru síð- ur þekkt í dag. Meðal flytjend- anna eru tenórinn Enrico Caruso, sópransöngkonan Nellie Melba og rússneski bassinn Chaliapin. Aldargamlar upptökur Caruso syngur nokkrar aríur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.