Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
HILDUR Björns-
dóttir, stjórn-
málafræði- og
laganemi, hefur
tekið við starfi
formanns Stúd-
entaráðs Háskóla
Íslands fyrir
starfsárið 2009-
2010 en hún sat í
Stúdentaráði fyr-
ir hönd Vöku,
síðasta skólaár. „Lánasjóðsmál og
menntamál verða í brennidepli
þetta árið,“ segir Hildur. „Nú
þrengir verulega að fjárhag stúd-
enta og því mikilvægt að ná góðum
samningum við Lánasjóðinn í vor.“
Lánamál í öndvegi
Hildur
Björnsdóttir
Á LAUGARDAG nk., kl. 11-16,
kynna háskólarnir námsframboð
sitt. Kynningin fer fram á tveimur
stöðum, í Ráðhúsi Reykjavíkur
verða Háskólinn á Akureyri, Há-
skólinn á Bifröst, Háskólinn á Hól-
um, Háskólinn í Reykjavík, Land-
búnaðarháskóli Íslands og
Listaháskóli Íslands. Háskóli Ís-
lands verður kynntur á Há-
skólatorgi, Gimli og Odda í Háskóla
Íslands.
Nemendur, kennarar og náms-
ráðgjafar munu miðla reynslu sinni
og veita persónulega ráðgjöf.
Háskóladagur
MÍLA og Flugfjarskipti hafa gert
með sér þjónustusamning, sem
tryggir síðarnefnda fyrirtækinu
áframhaldandi fjarskiptaþjónustu.
Flugfjarskipti sinna tal- og gagna-
viðskiptum við alþjóðaflug í ís-
lenska flugstjórnarsvæðinu, ásamt
því að reka íslenska hlutann af al-
þjóðlegu skeytadreifikerfi fyrir
flugrekendur. Eðli starfseminnar
krefst þess að öryggi sé ávallt haft í
fyrirrúmi, segir í tilkynningu.
Samið Eva Magnúsdóttir frá Mílu
og Brandur Guðmundsson semja.
Samið um fjarskipti
ORKUVEITA Reykjavíkur og
Kópavogsbær hafa gert með sér
samstarfssamning um samræmt
verklag og samskipti í tengslum við
framkvæmdir. Þannig er komið á
verklagi sem á að tryggja sem
minnsta röskun vegna viðhalds eða
nýlagna. Einnig var gerður samn-
ingur um raforkukaup Kópavogs af
Orkuveitunni og um viðhald Orku-
veitunnar á götuljósum.
Orkuveitan semur
við Kópavog
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins
1717 stendur fyrir átaksviku gegn
einelti í þessari viku. Hjálparsíminn
hvetur alla sem orðið hafa fyrir ein-
elti, þekkja einhvern sem hefur
orðið fyrir því, eða er sjálfur ger-
andi, til þess að hringja og opna sig
fyrir hlutlausum aðila sem getur
veitt ábendingar um úrræði við
hæfi. Fullum trúnaði og nafnleysi
heitið.
Eineltissíminn
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
HRUN efnahagskerfisins á Íslandi
skapar ýmis sóknarfæri fyrir
hryðjuverkamenn og er ein afleiðing
hrunsins sú að hagnaði af fíkniefna-
viðskiptum verður í auknum mæli
varið til fjárfestinga hér á landi. Þá
leiðir aukin alþjóðleg glæpastarf-
semi til þess að vaxandi líkur eru
taldar á að hér verði framin hryðju-
verk, ellegar að undirbúningur að
slíkum árásum í öðrum löndum fari
fram hér. Hættustigið vegna
hryðjuverka hér er þó metið lágt.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
greiningardeildar ríkislögreglu-
stjóra fyrir árið 2009, þar sem leit-
ast er við að leggja fram mat á ógn-
inni af skipulagðri glæpastarfsemi
og hryðjuverkum hérlendis.
Segir þar að sökum gjaldeyris-
hafta og lágs gengis krónunnar
verði „bæði erfitt og lítt ábatasamt
að flytja hagnað af fíkniefnasölu úr
landi“. Á sama tíma liggi fyrir að
verð á „fasteignum, fyrirtækjum og
lausamunum ýmsum hafi fallið“ og
muni gera það enn frekar, ef spár
gangi eftir, og því megi ætla að slík-
ar fjárfestingar, einkum fyrirtækja-
kaup, skapi „margvísleg tækifæri til
að fela ólögmæta starfsemi t.a.m.
innflutning fíkniefna og peninga-
þvætti á bakvið löglegan rekstur“.
Þróunin þegar hafin
Varar greiningardeildin sér-
staklega við hættunni af því að
fíkniefnahagnaði verði ráðstafað á
þennan veg, með þeim orðum að
deildin búi yfir upplýsingum um að
þessi þróun sé þegar hafin. Þetta
eigi ekki síður við um erlenda aðila,
sem ekki eru virkir á vettvangi
skipulagðrar glæpastarfsemi á Ís-
landi kunni og að horfa til þessa
möguleika auk þess sem vænlegir
fjárfestingarkostir hér kunna að
freista þeirra og veita færi á pen-
ingaþvætti“.
Hvað varðar sjálfa fíkniefnaneysl-
una er álitið að neysla dýrari efna,
svo sem kókaíns, muni fara minnk-
andi, samtímis því sem framleiðsla
örvandi efna muni færast í vöxt hér.
Þá er rifjað upp að skipulagður
stuldur á ræktunarlömpum veiti vís-
bendingar um stóraukna kannabis-
ræktun hér á landi.
Að sama skapi muni mikil hækk-
un á áfengisverði og minni kaup-
máttur leiða til „aukins smygls og
sölu á heimabrugguðum vínanda“.
Vara við hatursáróðri
Skýrsluhöfundar rifja upp að á
síðustu árum hafi þúsundir erlendra
ríkisborgara hafið störf á íslenska
vinnumarkaðnum og að margir
þeirra hafi nú snúið aftur til síns
heima eftir fjármálahrunið.
Telur deildin ástæðu til að vara
við því að þörf erlendra ríkisborgara
fyrir félagsaðstoð kunni að verða
nýtt til þess að ala á andúð við út-
lendinga, ásamt því sem þróunin
kunni að geta af sér öfgahópa.
Höftin talin ýta undir
líkur á peningaþvætti
Greiningardeild ríkislögreglustjóra metur ógnina af skipulagðri glæpastarfsemi
Í HNOTSKURN
»Innlendir glæpamenn oghópar þeim tengdir eru
taldir stórtækastir í innflutn-
ingi og sölu fíkniefna hér.
»Metur greiningardeildinþað svo að innflytjendur
fíkniefna kunni að styrkjast á
næstunni, ekki síst þeir sem
starfi erlendis og hafi þar
tengsl við þarlendar glæpa-
klíkur.
» Í skýrslunni kemur einnigfram að ofbeldi gegn lög-
reglu hafi færst í aukana,
meðal annars af hálfu er-
lendra glæpamanna sem hafi
hlotið þjálfun í hermennsku.
»Rifjað er upp að vélhjóla-klúbburinn Fáfnir hafi
hlotið viðurkenningu sem
„stuðningsklúbbur“ Hells
Angels, eða Vítisengla, hér.
»Þar með hafi „hópurmanna á Íslandi stofnað
til formlegra tengsla við al-
þjóðleg glæpasamtök“.
»Fyrir liggi að Fáfnirstefni að fullri aðild að
Hells Angels-samtökunum.
»Framleiðsla og dreifingbarnakláms er ekki talin
mjög skipulögð eða viða-
mikil.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Golli
Tækifæri Greiningardeildin telur mikla lækkun fasteignaverðs skapa færi á
„ábatasömu peningaþvætti“. Erlendir aðilar geti nýtt sér milligöngumenn.
gengið til kosninga 25. apríl.
Dagsetning þingrofsins liggur
ekki fyrir en hugmyndir eru
um að það verði gert upp úr
miðjum mars.
Landskjörstjórn hefur með
höndum mikilvægt hlutverk í
aðdraganda kosninganna og
framkvæmd þeirra. Eitt þeirra
verkefna er að ákveða mörk
kjördæma í Reykjavík miðað við íbúaskrá þjóð-
skrár fimm vikum fyrir kjördag. Skulu mörkin
við það miðuð að kjósendur í hvoru kjördæmi um
sig að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfn-
unarsætum, séu nokkurn veginn jafnmargir.
„Gæta skal þess, eftir því sem kostur er, að hvort
kjördæmi sé sem samfelldust heild. Landskjör-
stjórn auglýsir mörk kjördæmanna í Stjórnartíð-
indum jafnskjótt og þau liggja fyrir, og eigi síðar
en fjórum vikum fyrir kjördag,“ segir í lögum um
kosningar til Alþingis. Þingsæti sem kosið er um
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FORMENN stjórnmálaflokkanna hafa hist á
tveimur fundum til að ræða fyrirhugaðar alþing-
iskosningar og hve lengi yfirstandandi þing skuli
standa. Málið verður rætt í þingflokkum á morg-
un, miðvikudag. Stefnt er að því að halda þing-
kosningarnar laugardaginn 25. apríl.
Þar sem þingkosningarnar fara fram á miðju
kjörtímabili þarf að rjúfa þingið, eins og það er
kallað. Í stjórnarskránni segir svo um þingrof:
„Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og
skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45
dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um
þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar
en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþing-
ismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]“
Samkvæmt þessu ákvæði má ekki rjúfa þing
fyrr en 45 dögum áður en gengið er til kosninga.
Því má rjúfa þingið í fyrsta lagi 12. mars, verði
eru 63 í sex kjördæmum. Í Norðvesturkjördæmi,
Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi skulu
vera níu kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti. Í
Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur og Reykjavíkurkjördæmi suður skulu vera níu
kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti.
Landskjörstjórn skal reikna út, miðað við þró-
un búsetu, hvort breyta skuli fjölda kjördæm-
issæta í kjördæmum þannig að dregið verði úr
misvægi atkvæða. Fyrir síðustu alþingiskosn-
ingar ákvað landskjörsstjórn, í ljósi fjölda kjós-
enda á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að færa
eitt þingsæti úr Norðvesturkjördæmi í Suðvest-
urkjördæmi. Samkvæmt úrskurði landskjör-
stjórnar frá í desember sl., skal þessi skipan vera
óbreytt í alþingiskosningunum í apríl nk.
Gísli Baldur Garðarsson hrl. hefur verið odd-
viti landskjörstjórnar. Með bréfi til forseta Al-
þingis, tilkynnti Gísli Baldur afsögn sína. Líklegt
er að Bryndís Hlöðversdóttir taki við formennsk-
unni.
Hugmyndir um að Alþingi verði
rofið upp úr miðjum mars
Sérstaka athygli vekur að í skýrslu
greiningardeildarinnar er litið svo
á að svokölluð „verndarþjónusta“
gagnvart fyrirtækjum og ein-
staklingum muni færast í vöxt.
„Þjónustan“, sem talin er ein birt-
ingarmynd fjárkúgunar, felur í sér
að einstaklingar og fyrirtæki þurfa
að greiða misindismönnum fé
gegn því að ekki verði gengið á
hagsmuni þeirra með innbrotum
eða misferli af öðrum toga.
Með líku lagi muni „handrukkun“
verða algengari aðferð við inn-
heimtuaðgerðir, ekki aðeins vegna
fíkniefnaskulda heldur einnig við
innheimtu annarra skulda, þegar
„viðtekin úrræði“ hafa ekki borið
árangur.
Einnig er vikið að þjófnaði og inn-
brotum og þeirri staðreynd að
„erlendir afbrotamenn koma
gagngert til Íslands í þeim tilgangi
að skipuleggja og fremja þjófn-
aði“.
Lítur deildin svo á að markaður
með stolnar vörur muni stækka í
kjölfar efnahagshrunsins.
Að lokum er talin hætta á að man-
sal, vændi og smygl á fólki muni
aukast í því atvinnuleysi og þeim
þrengingum sem nú séu uppi.
„Verndarþjónusta“ mun færast í aukana