Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 47. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is 11 ÁRA DÝRAVINUR Á SUÐURNESJUM Á HUND OG KÖTT OG RÆKTAR HAMSTRA TÍSKUVIKA Í NEW YORK Hárskraut og haustlitir Auglýsendur eru öruggir um athygli einmitt í Morgunblaðinu og mbl.is *Skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup nóv.08 - jan.09, allir landsmenn 12 - 80 ára 92% þjóðarinnar les Morgunblaðið og mbl.is vikulega* Minna kólesteról www.ms.is Benecol er náttúrulegur mjólkur- drykkur sem lækkar kólesteról í blóði. Mikilvægt er að halda kólesteról- gildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA ÁKVEÐIN hætta getur verið á ruglingi og að kjós- endur eyðileggi jafnvel óafvitandi kjörseðil sinn, bjóði einhverjir flokkar fram fastan lista en aðrir leyfi kjósendum að raða á listann. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. „Það þarf að gæta þess að fyrirmælin séu skýr og reyna að hafa reglurnar jafneinfaldar og hægt er.“ Vissulega séu dæmi um það frá nágrannalöndum okkar að stjórnmálaflokkar hafi fengið að velja á milli þess hvort þeir bjóða fram raðaðan eða óraðaðan lista. „Auðvitað er alltaf hætta á að menn ruglist og í rauninni væri ástæða til þess að skerpa á því að það sé alveg ljóst að sé vilji kjósandans skýr þá sé seðillinn gildur.“ Eitthvað hafi hins vegar verið um misræmi í því hér á landi hvernig regl- ur um gilda og ógilda kjörseðla hafi verið túlkaðar milli kjördæma og því sé full ástæða til að skerpa á þessu. | 2 Seðillinn gildur sé vilji kjósandans skýr Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ATBURÐARÁS var hröð þegar hópur unglinga réðst á nema í Fjöl- brautaskóla Suðurlands fyrir um fjórum vikum. Svo hröð að þó að vinir fórnarlambsins kæmu til hjálpar náði árásarhópurinn að koma mörgum höggum á piltinn, á höfuðið og annars staðar á líkam- ann, og föstu sparki í síðuna, áður en hjálpinni varð við komið. Þolandinn fékk heilahristing og marðist um allan líkamann auk þess sem hann fékk stórt glóðar- auga. Hann var frá skóla í tvær vik- ur eftir árásina. Vilmundur Sig- urðsson telur skólayfirvöld FSu hafa brugðist í þessu máli og telur ekki nóg að gert til að refsa þeim sem að árásinni stóðu. Sá sem fyrir árásinni varð er uppeldissonur Vil- mundar. Hann segir skólameistara ekki vilja tjá sig neitt um málið við foreldrana og Sigurður Sigurjóns- son, lögfræðingur skólans, sér um samskipti við foreldrana fyrir hönd skólans. Sigurður segir skólann vera griðastað þar sem vinnufriður og almenn ró eigi að ríkja. Ef þær vinnureglur sem eru viðhafðar eru brotnar ákvarðar skólameistari við- urlög gagnvart viðkomandi. Vilmundur segir að sonur hans hefði þurft að fá áfallahjálp eftir árásina. „Ég veit ekki hvort við átt- um rétt á henni en strax hefði átt að skapa stráknum þær aðstæður að hann kæmist aftur í skólann.“  Áfram níðst á þolandanum | 14 Skólayfirvöld brugðust Fékk högg á höfuðið og spark í síðuna áður en vinirnir náðu að hjálpa Í HNOTSKURN »Aldrei hefur neitt í líkinguvið þetta árásarmál gerst í FSu. Ef vinnureglur eru brotnar ákvarðar skólameist- ari viðurlögin. Þau geta verið áminning eða brottvísun úr skóla. »Þegar brot er framið ertekið mið af stjórn- sýslulögum. Í þeim er að finna almennar reglur fyrir stjórn- völd að fara eftir. ÁLFTIRNAR á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi voru eflaust mjög þakklátar konunni sem þar átti leið um og kastaði til þeirra brauði en þessi stærsta fuglategund landsins nærist allajafna á vatna- og mýrargróðri. Áður en langt um ĺíður mun álftum hér á landi fjölga töluvert en stærst- ur hluti íslensku álftanna hefur vetursetu á Bretlandseyjum. Í vor hefja þær ferðalagið langa aftur á heimaslóðir. Fá gott í gogginn á Bakkatjörn Morgunblaðið/RAX  VÍSITALA íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu hefur lækkað um 3,2 prósent síðastliðna þrjá mánuði og var í lok janúar 337,6 stig. Ef vísitalan heldur áfram að lækka með jafn skörpum hætti verður hún komin í 295 stig í lok árs eða sem nemur um 13 prósent lækkun á heilsársgrundvelli. Það er svipað og vísitalan var í janúar 2006, skv. upplýsingum á vef FMR. Síðastliðna sex mánuði hefur vísi- talan lækkað um 3,8 prósent og um 5,5 prósent undanfarna tólf mán- uði. Vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan fyrir febrúarmánuð þessa árs verður gefin út þriðjudaginn 17. mars. Skörp lækkun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu  MEÐ lækkandi verði á fast- eignum, fyr- irtækjum og lausamunum ýmsum ætlar greiningadeild ríkislögreglu- stjóra að fjárfest- ingar eins og fyr- irtækjakaup skapi „margvísleg tækifæri til að fela ólögmæta starfsemi t.a.m. inn- flutning fíkniefna og peningaþvætti á bakvið löglegan rekstur“. Í ársskýrslu deildarinnar kemur einnig fram að talið er að neysla dýrari fíkniefna, svo sem kókaíns, fari minnkandi samtímis því sem framleiðsla örvandi efna muni fær- ast í vöxt hér. Hækkandi verð áfengis og minni kaupmáttur leiði til aukins smygls og sölu á heima- brugguðum vínanda. »12 Tækifæri til að fela peningaþvætti og smygl Draga mun úr neyslu dýrari efna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.