Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„ÞETTA er algerlega samkvæmt
þeim reglum sem gilda í borginni,“
sagði Óskar Bergsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, í
Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi,
spurður hví hann hefði haldið 25
manna móttöku fyrir sveitarstjórn-
armenn Framsóknar sl. haust á
kostnað borgarinnar. Reikningurinn
hefði numið um 90 þúsund kr. en á
borgarstjórnarfundi í gær sagði
Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi
að um væri að ræða misnotkun á fé
borgarbúa og ætti Óskar að segja af
sér.
Málið „með ólíkindum“
Óskar, sem er formaður borg-
arráðs, vísaði ásökununum á bug á
fundi borgarstjórnar. „Ég verð að
minna á og rifja upp fyrir borg-
arfulltrúanum [Ólafi] að í borg-
arstjórn Reykjavíkur hafa æðstu
stjórnmálamenn og embættismenn
borgarinnar rétt til þess að halda
móttökur á sínum vegum. Undir það
falla til að mynda borgarstjóri, for-
seti borgarstjórnar og borgarráðs.“
Hann sagði að auki að það væri með
ólíkindum að mál sem þetta væri
tekið upp, „blásið út og kallaðir til
allir fjölmiðlar landsins til þess að
fara yfir það að hér sé um spillingu
að ræða“.
Óskar sagðist í gær hafa fengið
leyfi fyrir móttökunni hjá forsæt-
isnefnd borgarinnar en Dagur B.
Eggertsson og Svandís Svav-
arsdóttir hafa lýst því yfir að þau
hafi gert athugasemdir við mót-
tökuna og hafi komið þeim á óvart að
móttakan hafi engu að síður verið
haldin. Í Kastljósinu sagði Óskar að
hann hefði ekki vitað af þessum at-
hugasemdum fyrr en í gær.
Þær hefðu komið honum á óvart
þar sem hann vissi til þess að a.m.k.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
hefði haldið samskonar móttöku
haustið 2004. ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Umdeilt Móttaka Óskars Bergssonar fyrir 25 sveitarstjórnarmenn Fram-
sóknar á kostnað borgarinnar var rædd í borgarstjórn í gær.
Óskar hafnar ásök-
unum um spillingu
Segist hafa fylgt gildandi reglum
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
og Rúnar Pálmason
FRUMVARP dóms- og kirkjumála-
ráðherra um breytingar á kosninga-
lögum verður rætt í öllum þing-
flokkum í dag. Frumvarpinu er
ætlað að auðvelda persónukjör í
alþingiskosningum. Ein þeirra
breytinga sem mögulega líta dags-
ins ljós, verði frumvarpið samþykkt,
er að kjósendur geta raðað á lista í
kjörklefanum. Flokkunum sé þó í
sjálfsvald sett hvort þeir stilli fram
röðuðum lista eða láti kjósendum
eftir að sjá um niðurröðunina.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í
stjórnmálafræði, segir ef til vill litla
ástæðu fyrir flokka að halda próf-
kjör ætli þeir að láta kjósendum eft-
ir að raða á listann. „Þeir gætu þó
vissulega verið með prófkjör til að
ákveða hverjir fái yfir höfuð að vera
á listanum, því að þó að kjósandinn
ráði röðinni er það flokksins að
ákveða hvaða einstaklingar komast
á listann.“
Vilji flokkurinn hins vegar halda
gamla laginu geti hann það og sett
fram raðaðan lista líkt og áður. „Um
slíkan lista geri ég ráð fyrir að
myndu gilda sömu reglur og nú
gilda um útstrikanir,“ segir Ólafur.
Þar með gæti viðkomandi flokkur
ákveðið að láta núverandi reglur
gilda fyrir sig. Þó að meira sé um
útstrikanir undir þeim reglum megi
engu að síður líka raða á lista. Mun
auðveldara sé líka nú að beita út-
strikun en á árabilinu 1959-1999.
„Sumum finnst þó að það mætti fara
enn neðar, en slíkt er alltaf mats-
atriði.“
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði á blaðamanna-
fundi með forystumönnum ríkis-
stjórnarinnar í gær mikla eftirspurn
eftir því að auka möguleika kjós-
enda til að hafa áhrif á röð fram-
bjóðenda á lista. Slíkt fyrirkomulag
væri við lýði í nágrannalöndum okk-
ar og í Danmörku hefðu flokkarnir
talsvert svigrúm, „sem leiðir að vísu
til þess að kosningaseðillinn getur
orðið nokkuð flókinn“, bætti hann
við.
Ólafur staðfestir að í nágranna-
löndum okkar hafi í einhverjum til-
vikum verið heimilað að flokkar ráði
sjálfir hvort þeir tefli fram föstum
lista eða lista sem kjósendur raði á.
Vissulega geti þó verið hætta á rugl-
ingi í slíkum tilfellum og að kjós-
endur eyðileggi óafvitandi kjörseðil
sinn. „Þess vegna þarf að gæta þess
að fyrirmælin séu skýr og reyna að
hafa reglurnar jafn einfaldar og
hægt er.“
Róttækar breytingar án
samráðs allra flokka
Þegar rætt var við Geir H.
Haarde, formann Sjálfstæðisflokks-
ins, í gærkvöldi hafði hann ekki séð
frumvarpið. „Þetta mál var aldrei
rætt í fyrri ríkisstjórn og ég tel sér-
kennilegt að minnihlutastjórn sem
situr í 10 vikur ætli sér að fara út í
breytingar í þessa átt á kosninga-
löggjöfinni þegar flokkarnir eru
þegar byrjaðir að undirbúa prófkjör
og raða á lista.“
Enn fremur sé vafasamt að taka
upp svo róttækar breytingar á kosn-
ingalöggjöf án samráðs allra flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn sé engu að
síður tilbúinn að ræða málin og
skoða frumvarpið fái hann tíma til.
„Vinnubrögðin varðandi breytingar
á borð við þessar hafa hins vegar
hingað til verið þau að reynt sé að
ná samstöðu, því þetta er nokkuð
sem hefur mikil áhrif á alla, bæði
flokkana og kjósendur,“ sagði Geir.
Fá kjósendur að raða á lista?
Frumvarpi ætlað að auðvelda persónukjör í alþingiskosningum Flokkarnir ráði hvort þeir raði á
lista eða láti kjósendum það eftir Reglurnar þurfa að vera jafn skýrar og einfaldar og hægt er
FORSETI Íslands veitti í gær verkefninu Gönguhermi
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2009. Göngu-
hermirinn er samstarfsverkefni verkfræðideildar og
sjúkraþjálfunarskorar Háskóla Íslands. Voru það þau
Andri Yngvason, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði,
Bjarki Már Elíasson vélaverkfræðinemi og Jóna Guðný
Arthúrsdóttir, nemi í sjúkraþjálfun, sem unnu að verk-
efninu.
Morgunblaðið/Kristinn
Gönguhermirinn verðlaunaður
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur
kynnt borgarstjóranum í Reykjavík
hugmyndir að samgöngumiðstöð við
Reykjavíkurflugvöll í breyttri
mynd. Gert er ráð fyrir mun minni
og ódýrari byggingu en rætt hefur
verið um.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri og Óskar Bergsson,
formaður borgarráðs, fóru á fund
Kristjáns L. Möller í samgöngu-
ráðuneytinu í gær. Á vegum ráðu-
neytisins og Flugstoða hafa hug-
myndir um samgöngumiðstöð verið
endurmetnar miðað við minni um-
ferð um flugvöllinn en áður hefur
verið reiknað með og voru nýju hug-
myndirnar lagðar fyrir forystumenn
borgarinnar. „Við settum fram hug-
myndir um minni og ódýrari sam-
göngumiðstöð,“ segir Kristján.
Áður hafa verið gerðar tillögur
um 6-8 þúsund fermetra samgöngu-
miðstöð á lóð norðan við Hótel Loft-
leiðir sem kosta myndi allt að 4
milljarða kr. Nýju hugmyndirnar
miða við 3.500 fermetra byggingu
sem myndi kosta undir einum og
hálfum milljarði, að sögn ráðherra.
Kristján segir að einnig hafi verið
skoðað hvað kosta myndi að byggja
slíka miðstöð á lóð gömlu flugstöðv-
arinnar en kostnaður sé talinn svip-
aður. Sá valkostur sé þó fyrir hendi.
Mannaflsfrek framkvæmd
„Ég lagði fyrir Flugstoðir að við
þessar áætlanir yrði litið til þess að
mannvirkið yrði sem mest byggt á
staðnum. Þetta yrði því mann-
aflsfrek byggingarframkvæmd og
gott innlegg í efnahagsörvandi
framkvæmdir á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir Kristján L. Möller.
Minni og ódýrari
samgöngumiðstöð
Samgöngumiðstöð Lengi hefur verið rætt um samgöngumiðstöð við
Reykjavíkurflugvöll. Hér er mynd af tillögu sem kynnt var á síðasta ári.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í síðustu viku að kylfingur, sem
skaut golfkúlu í hægra auga annars kylfings, teldist vera
skaðabótaskyldur að helmingi tjónsins, sem af atvikinu
hlaust. Maðurinn telst vera blindur á auganu.
Ragnar Aðalsteinsson hrl., lögmaður kylfingsins sem
varð fyrir kúlunni, segir að Hæstiréttur hafi með dómnum
einungis verið að fjalla um skaðabótaskyldu í málinu. „Nú
liggur fyrir að viðurkennd var skaðabótaskylda að hálfu
leyti. Næsta skref er að hefja gagnaöflun,“ segir Ragnar.
Afla verður læknisvottorða og örorkumats og hefja út-
reikning kröfunnar. Síðan hefjast samningar við viðkomandi aðila og trygg-
ingafélag hans um uppgjör. Ragnar segir að það sé langalgengast að samn-
ingar takist í kjölfar slíkra dóma. „Mál af þessu tagi eru í tiltölulega föstum
skorðum,“ segir Ragnar. sisi@mbl.is
Gagnaöflun vegna golfhöggs