Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
BLAÐAÐ í myndaalbúminu
nefnist dagskrá sem haldin
verður í Þjóðmenningarhúsinu
annað kvöld, 19. febrúar, kl.
20. Hún er haldin í tilefni af
sýningunni Síðbúin sýn, þar
sem brugðið er upp ljós-
myndum sem Halldór Laxness
tók á ferðum sínum innan-
lands og utan og heima á
Gljúfrasteini.
Halldór Guðmundsson og
Guðný Halldórsdóttir ganga um með gestum og
ræða um ljósmyndir Laxness. Þá flytja Anna
Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir lög við ljóð Halldórs Laxness.
Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.
Myndlist
Blaðað í mynda-
albúmi Laxness
Laxness mundar
myndavélina.
HLJÓMSVEITIN Thin Jim
and the Castaways heldur tón-
leika á Kaffi Rósenberg á
Klapparstíg í kvöld.
Thin Jim skipa Jökull Jörg-
ensen, Birgir Ólafsson og Mar-
grét Eir og ætla þau að bjóða
upp á bæði nýtt og glænýtt
efni, sögur og kvikmyndir.
Bandið hefur sent frá sér lagið
„Old union“.
Með þeim spila í The Cast-
aways: Börkur Rafn gítarleikari, Erna Hrönn
söngkona, Scott McLemore á trommur, Pálmi
Sigurhjartar á píanó, Unnur Birna á fiðlu, Arnar
Jónsson söngvari og Kristófer Finnsson söngvari.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Tónlist
Thin Jim leikur
nýtt og glænýtt efni
Margrét Eir
söngkona.
HEIMILDARMYNDIN Bo-
uzkachi: The Chant of Steppes
eftir Jacques Debs verður
frumsýnd í París á morgun.
Það væri ekki í frásögur fær-
andi nema vegna þess að ís-
lenski tónlistarmaðurinn
Sverrir Guðjónsson er einn af
tónskáldum myndarinnar og
syngur í henni.
Sverrir verður viðstaddur
frumsýninguna og syngur á
tónleikum sem eru á undan henni þar sem tónlist-
in í myndinni verður flutt. Sverrir mun einnig
stjórna hljómsveitinni ásamt hinum tveimur tón-
skáldunum sem koma að myndinni en þeir eru
báðir frá Istanbúl þar sem tónlistin var hljóðrituð.
Kvikmyndir
Sverrir Guðjónsson
í Bouzkachi
Sverrir
Guðjónsson
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
UPPISTAND með leikrænum til-
þrifum? Að minnsta kosti ekki hefð-
bundið leikrit, en hvað sem því líður
stíga þær Edda Björgvinsdóttir,
Helga Braga Jónsdóttir og Björk
Jakobsdóttir á svið Samkomuhússins
á Akureyri á föstudagskvöldið og
frumsýna verkið Fúlar á móti, sem
byggt er á bresku gamanþáttunum
Grumpy Old Women.
Stöllurnar koma fram sem þær
sjálfar að þessu sinni; það eru sem
sagt Edda, Helga Braga og Björk
sem spjalla við áhorfendur. Og gera
óspart grín að sjálfum sér.
Ofanritaður, í hlutverki Skapta
blaðamanns, hitti leikkonurnar þrjár
að máli í gær. Allt fór vel fram.
„Verkið fjallar um „seinna skeiðið“
og það að vera fúl á móti. Reyndar
kemur í ljós að það að vera fúll á móti
hefur ekkert með aldur eða kyn að
gera; sextán ára unglingur getur til
dæmis verið hrikalega fúll á móti,“
segir Helga Braga.
Það eru árin eftir fertugt sem skil-
greind eru sem „seinna skeiðið“ skv.
því sem Björk upplýsir.
Ýkja sjálfan sig
Verkið var fyrst sýnt við mjög góð-
ar undirtektir í London og síðan um
gjörvallt Bretland. Ísland er annað
landið í Evrópu utan Englands þar
sem það er sett á svið; áður hefur það
verið sýnt í Finnlandi og fer vænt-
anlega sem eldur í sinu um álfuna.
Edda, Helga og Björk eru „þær
sjálfar“ á sviðinu eins og áður kom
fram, „en með ákveðnum ýkjum. Ég
vil til dæmis að það komi skýrt fram
að allar lýsingar á líkamslýtum okkar
eru hræðileg lygi,“ segir Edda en
stekkur ekki bros. „Engin okkar er til
dæmis með appelsínuhúð eða á við of-
fituvandamál að stríða.“
Þarna er fjallað um samskipti
þeirra við börnin, vinkonurnar og
mennina þeirra. „Hvernig fólk upp-
lifir okkur. Þarna kemur að þessu
sér-kvenlega sem ég kalla svo; konur
eiga svo miklu auðveldara með að
gera grín að sér en karlar og þar af
leiðandi hittir húmor kvenna karla í
hjartastað. Ekki síst vegna þess að
við gerum grín að því sem karlar eiga
miklu erfiðara með að gera grín að –
varðandi konur,“ segir Edda.
Hlæja hrossahlátri
Verkið er sem sagt alls ekki síður
ætlað körlum en konum.
„Við höfum fengið nokkra karla á
æfingar og þeir hlæja hrossahlátri.
Líklega vegna þess að þarna er t.d.
gert grín að konunni í hormónasveiflu
og pirringskasti og þá sjá þeir senni-
lega konuna sína pínulítið í okkur,“
segir Helga.
Og hafa ekki þorað að hlæja að
henni, segir karlmaðurinn í hlutverki
blaðamannsins.
„Einmitt. En mega hlæja að okkur.
Og næst þegar hún verður svona geta
þeir sagt: fúl á móti!“ segir Helga og
bætir við: „Húmor er ákveðin heilun.“
Björk segist viss um að fólk sem
komið er á fimmtugsaldurinn og það-
an af eldra eigi eftir að sjá sjálft sig í
verkinu; og geti hlegið að bæði já-
kvæðum og neikvæðum þáttum í eig-
in fari.
Helga Braga nefnir að á eina æf-
inguna í vikunni hafi hópur unglinga
mætt og hlegið mikið.
„Þau hafa örugglega séð mæður
sínar á sviðinu,“ segir Björk.
„Hlátur er besta vörnin,“ laumar
Helga að. „Tilgangur sýningarinnar
er að gleðja fólk. Við viljum kasta
gleðibombu inn í þetta samfélag.“
Edda jánkar, brosir og botnar með
þessum orðum: „Það gerir maður
best með því að hafa húmor fyrir því
sem er raunverulega að gerast.“
Húmorinn besta vörnin
Edda, Helga Braga og Björk frumsýna uppistandið Fúlar á móti á Akureyri
Konur eiga miklu auðveldara með að gera grín að sjálfum sér en karlar
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Rosalega fúlar á móti Helga Braga, Björk og Edda: „Tilgangur sýning-
arinnar er að gleðja fólk. Við viljum kasta gleðibombu inn í þetta samfélag.“
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Á DÖGUNUM tókust samningar um enska út-
gáfu á bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Himna-
ríki og helvíti. Samningurinn er við bókaforlagið
Quercus og gert ráð fyrir því að bókin komi út á
næsta ári. Hvatamaður að ensku útgáfunni er út-
gefandinn Christopher MacLehose, en þess má
geta að hann samdi við Arnald Indriðason um
enska útgáfu á sínum tíma.
MacLehose er með virtustu bókaútgefendum
Bretlands. Hann starfar nú hjá Quercus-
bókaforlaginu og stýrir þar undirmerkinu MacLe-
hose Press imprint. MacLehose, sem starfaði áð-
ur hjá Harvill-útgáfunni, er meðal brautryðjenda í
útgáfu á bókum sem þýddar hafa verið á ensku og
hefur unnið skipulega að því árum saman.
Að sögn MacLehose hefur hann lengi fylgst
með Jóni Kalman um nokkurn tíma og til að
mynda hafi hann kynnt sér Snarkið í stjörnunum,
sem kom út 2003, og Sumarljós, sem kom út 2005.
„Það má segja að ég hafi verið að bíða eftir
réttu bókinni til að byrja á enda vissi ég vel að Jón
Kalmann væri stórmerkilegur rithöfundur,“ segir
MacLehose og heldur svo áfram: „Síðan bárust
mér spurnir af því að Himnaríki og helvíti væri
bók sem ég yrði að gefa út og þegar ég fékk hana
svo í hendur á íslensku og þýsku á bókastefnunni í
Frankfurt sannfærðist ég – þetta var bókin sem
ég hafði beðið eftir,“ segir MacLehose og bætir
við: „Mig langar að nota þetta tækifæri til að taka
það fram að ég er þakklátur fyrir að fá að gefa
þessa bók út á ensku og það er mér heiður.“
Bókin sem ég beið eftir
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Samið Himnaríki og helvíti verður fyrsta bók
Jóns Kalmans sem kemur út á ensku.
Himnaríki og helvíti Jóns Kalmans kemur út á ensku
Eftir hvern er þetta verk?
Verkið skrifuðu tvær enskar konur,
Jenny Eclair og Judith Holder. Þær
verða báðar á frumsýningunni.
Gerist verkið á Íslandi?
Já, Gísli Rúnar Jónsson hefur þýtt og
staðfært og leikstjóri er María Sig-
urðardóttir, leikhússtjóri Leikfélags
Akureyrar. Hún leikstýrði líka met-
sölusýningunni Fló á skinni sem LA
sýndi á síðasta leikári og er nú á fjöl-
um hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Hafa þau ekki unnið saman áður?
„Jú, og það er einmitt gaman að
vekja athygli á því, vegna þess að
María er hógvær kona, að hún er
best varðveitta leyndarmálið í ís-
lensku leikhúsi; einstök leikhús-
manneskja,“ segir Edda Björgvins-
dóttir. „Samvinna þeirra Gísla hefur
skilað fleiri milljónum í kassa leik-
húsanna en nokkurn grunar.“
S&S
Gamanið var í há-
marki þegar Einar
Áskell kastaði upp, svo man
hann ekki meir. 36
»
GULLTRYGGIR velunnarar
Kammermúsíkklúbbsins fylltu fast-
astað sinn Bústaðakirkju á sunnu-
dag að þrem fjórðu, og kom það ekki
á óvart. Ekki frekar en að hár gæða-
staðall þessa rúmlega fimmtuga höf-
uðvettvangs klassískrar tónlistar
lyftist, eins og stundum áður, langt
upp fyrir þær væntingar sem gera
má til íslenzks kammerflutnings. Vel
að merkja í landi þar sem enginn lif-
ir eingöngu á þeirri kröfuhörðu
grein, þar eð ítrekunarmöguleikar á
sömu dagskrá eru hverfandi hjá því
sem þekkist í stærri samfélögum.
Þar við bætist að aðeins örfáir
hérlendir hljómlistarmenn hafa lagt
verulega rækt við dýrustu allra
kammergreina, strengjakvartettinn.
Í ljósi þessa má því alveg segja
strax, að árangur hins nafnlausa
ofangreinda hóps var með ólíkindum
glæsilegur. Jafnvel fallvaltasti próf-
steinninn – samtaka stórhend-
ingamótun í tíma og styrkbrigðum –
náðist það víða að halda mætti á
köflum að hópurinn fengist ekki við
annað, líkt og þekktari kollegar hans
úti í hinum stóra heimi. Hafi ekki
æfingar verið óvenjumargar, verður
því varla annað séð en að téðir spil-
arar hafi tekið stórstígum fram-
förum – og brúað samvinnuafgang-
inn (týndasta hlekkinn) nánast „per
ESP“, eins og Megas kvað.
M.ö.o. verðugt könnunarverkefni
fyrir Sálarrannsóknarfélagið.
O.K. – látum svo, að pervisinn
Beckmesser-örðutínari hefði krítað
hjá sér eitt óvart hátíðniskrens 1.
fiðlu í lokaþætti Mendelssohnkvar-
tettsins (1837) sem klippt hefði verið
úr klínískri stúdíóupptöku. En burt-
séð frá því var fjarska lítið út á lif-
andi spilamennskuna að setja. Þvert
á móti var almennt leikið af þeirri
gríðarlegu upplyftandi innlifun sem
einmitt undirstrikar reginmuninn á
spennandi „læf“ tjáningu og ger-
ilsneyddum hljóðversflutningi er
furðumargir plötusafnarar virðast
enn eiga bágt með að meðtaka. Þó
svo að fyrirhugaður 1. kvartett Ber-
walds dytti út á síðustu stundu fyrir
ljúflegan kvartett Mendelssohns í e-
moll Op. 44 nr. 2 (að því er bezt varð
hlerað vegna þess að hópurinn hefði
ekki náð nægilega vel utan um Sví-
ann í tæka tíð, og ekkert við það að
athuga), þá vantaði nákvæmlega
ekkert upp á breidd og fjölbreytni í
nefndu verkavali, er túlkað var af
sérlega ánægjulegri drift, þokka og
samtaka yfirvegun.
Meira af slíku!
Meira
af slíku!
Bústaðakirkja
Kammertónleikarbbbbm
Beethoven: Strengjakvartett í f Op. 95;
Mendelssohn: Strengjakvartett í e Op.
44,2; Mozart: Strengjakvintett í Es
K614*. Sigrún Eðvaldsdóttir & Zbigniew
Dubik fiðla, Helga Þórarinsdóttir & Þór-
unn Ósk Marinósdóttir víóla*, Bryndís
Halla Gylfadóttir selló. Sunnudaginn 15.
febrúar kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Golli
Góð Kammermúsíkklúbburinn.