Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
ÍSLENSKIR þegnar krefjast nú nýrrar
sáttar, nýs samnings á milli sín og þeirra
sem stjórna. Gerðar eru kröfur um að hag-
ur almennings sé hafður að leiðarljósi í allri
stjórnsýslan og raunveruleg áhrif almenn-
ings á sameiginlegar ákvarðanir í stjórn-
kerfinu aukin. Krafan er líka um minni
áherslu á flokksræði, fulltrúaræði, ráð-
herraræði, forræði, völd, sérkjör og forrétt-
indi. Þeir sem hafa stjórnað í nafni lýðræðis
með flokkskosningum fyrir almenning á
fjögurra ára fresti hafa nú komið málum
svo fyrir að kreppa ríkir. Ekki eingöngu
peningakreppa, heldur stjórnarkreppa, van-
traust, sambandsleysi, viljaleysi til að
breyta, íhaldssemi eða kannski fremur hug-
leysi og sérhyggja. Störf ýmissa embættis-
manna innan kerfisins sem einnig hafa ríkt
fyrir milligöngu flokksræðisins eru heldur
ekki hafin yfir allan vafa eins og nauðsyn-
legt hlýtur að teljast. Þeir sem ríktu yfir
peningum landsmanna í gömlu bönkunum
og fengu fólk til að stunda viðskipti við sig
undir formerkjum ávöxtunar kolféllu á próf-
inu.
Stjórnvöld brugðust ekki við sem skyldi,
stungu höfðinu í sandinn en hefðu átt að
bera ábyrgð og stöðva ósómann í nafni al-
mannaheilla. Allur þorri almennings upplifir
svik og finnst sem hann hafi verið hafður að
t.d. á atkvæðagreiðslu um mikilvæg frum-
vörp og aðrar ákvarðanir sem lúta að al-
mannaheill. Síðan er auðvitað þjóð-
aratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál
nauðsynleg til að virkja almenning betur í
allri ákvarðanatöku.
Hefðbundnar flokkskosningar í vor munu
ekki nægja til að gera nauðsynlegar breyt-
ingar á stjórnskipulaginu og takast á við
þau lýðræðislegu vandamál sem Ísland
glímir við, jafnvel þótt nýir flokksgæðingar
komi inn í stað þeirra sem fyrir voru. Það
kemur heldur enginn Obama til með að
bjarga Íslandi. Eina von okkar er að
styrkja þingræðið og búa til fleiri mögu-
leika fyrir beint lýðræði, hreint og beint
lýðræði. Einnig þurfum við fleiri stjórn-
málamenn úr hópi almennings sem eru
óflokksbundnir og tala út frá sjálfum sér í
stað þess að „leika“ ábúðarfulla og um-
hyggjusama almenningsfulltrúa sem segja
oft ekki það sem þeir meina eða meina ekki
það sem þeir segja. Burt með óbeint lýð-
ræði þar sem auðvelt er að vernda sérhags-
muni og persónuleg völd útvalinna og inn
með beint lýðræði til að efla framgang og
þróun lýðræðis á Íslandi. Nú er lag!
tímabært að finna nýjar lausnir og gera
verulegar breytingar á stjórnskipulaginu
þannig að hinn almenni borgari geti haft í
auknum mæli bein áhrif á stjórnmál án
milligöngu þingfulltrúa sem þurfa að lúta
bæði flokki og ráðherra áður en þeir snúa
sér að þjóðarhag. Beint lýðræði felur t.d. í
sér að hinn almenni kjósandi hafi eitthvað
um uppstillingu manna á listum að gera,
einnig að hægt verði að kjósa einstaklinga
innan flokka sem utan.
Stjórnmálamenn þurfa ekki endilega að
tilheyra stjórnmálaflokki því stjórnmál eru
sameiginleg auðlind þjóðarinnar en ekki
séreign stjórnmálaflokka. Það er gífurlega
mikilvægt að þingið verði æðsta stjórn-
stofnun landsins og að þingmenn tali beint
út frá sjálfum sér en ekki óbeint út frá
flokki eða ráðherra þannig að almenningur
geti treyst þeim og viti alltaf hvar þeir
standa. Það skiptir líka miklu máli að þing-
menn geti unnið frjálst að framfaramálum
fyrir almenning þvert á kyn, stétt, stöðu,
flokksþátttöku og þar fram eftir götunum.
Ef til vill ættum við á Íslandi að taka upp
þegnskyldu um setu á alþingi í ákveðinn
tíma, svipað og gert er í Bandaríkjunum
varðandi kviðdómsskyldur þegnanna. Þann-
ig gæti hinn almenni borgari komið inn í
þingstörf að einhverju leyti og haft áhrif
ginningarfífli af hálfu
peningamanna en ekki
síður af stjórnmálamönn-
um og embættismönnum
sem starfa í skjóli flokk-
anna. Kröfur um að þeir
valdamestu og hæstsettu
víki er eðlileg því þeir eru
a.m.k. sekir um afneitun
og andvaraleysi.
Ísland er lýðveldi en hér hefur ekki tíðk-
ast að almenningur láti neitt til sín taka
nema með að mæta á kjörstað á fjögurra
ára fresti og merkja við stjórnmálaflokk
sem stillir upp hópi manna í framboð sem
sumir hverjir reynast hollari sínum flokki
og stöðu sinni innan hans en almenningi.
Þessir flokks- eða sjálfshollu stjórn-
málamenn setja svo fram staðhæfingar eða
loforð um það hvað þeir muni gera fyrir
lýðinn ef hann einungis veiti þeim braut-
argengi.
Á Íslandi er þingræði sem á að vera lýð-
ræðislegt en er í raun mjög litað af bæði
flokksræði og ráðherraræði. Við búum því
við óbeint lýðræði og þótt óbeint lýðræði sé
betra en ekkert lýðræði þá er það allsendis
ófullnægjandi til að tryggja ábyrgan, opinn
og heiðarlegan framgang stjórnmála með
almenna hagsmuni í fyrirrúmi. Það er löngu
Hreint og beint lýðræði
Guðrún Einarsdóttir,
sálfræðingur.
ÍSLENSKA stjórnkerfið er ekki
ónýtt. Það virkaði bærilega meðan
það var á ábyrgð okkar Íslendinga
einna frá 1944 til 1993, í hálfa öld.
Þrátt fyrir harðæri og áföll frá
miðjum sjöunda áratugnum og meira
og minna til miðs þess tíunda var viss
uppbygging og efnahagurinn við-
unandi. Í umrótinu eftir bankahrunið
hafa nú komist í hámæli hugmyndir
um að ganga í ríkjasambönd, gera byltingu, stofna nýtt
lýðveldi, um nýja skipan lýðræðis og stjórnlagaþing til
að afnema flokkaveldið. Hugmyndirnar eru athygl-
isverðar en þjóð sem á við bráðavanda að stríða þarf
fyrst að leysa hann áður en tímafrekar breytingar verða
gerðar á stjórnskipun.
Innganga í ESB krefst stjórnarskrárbreytingar, ESB
tekur há aðildargjöld og borgar ekki ríkisskuldir aðild-
arríkja, það dregur í staðinn úr sjálfræði ríkjanna og
nýtir auðlindir þeirra fyrir ríkjasambandið. Það er ávís-
un á aðgerðaleysi og tafir að ætla fjarlægum ríkja-
samböndum að moka flórinn eftir bankahrunið eða að
gera stjórnlagabyltingu meðan beðið er eftir bráðum að-
gerðum eins og endurreisn fjármálakerfisins og hags-
munarekstri gagnvart ríkisstjórn Bretlands. Evr-
ópuvaldið sem var hér í sjöhundruð ár endurreisti aldrei
efnahag Íslands og Bretastjórn barðist á móti hags-
munum Íslands í áratugi. Erlent vald mun ekki end-
urreisa Ísland fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf.
Með einföldum aðgerðum er hægt að minnka flokka-
veldið með því einu að lækka inntökuþröskuldinn á Al-
þingi svo fleiri nýir og litlir flokkar komist að. Og auk
þess með því að styrkja bæði ný samtök og einstaklinga
sem vilja bjóða sig fram og láta ríkisútvarpið gefa þeim
sendingarrými til þess að kynna sig. Endurbætur stjórn-
unarhátta, bætt skilvirkni og fagmennska í stjórn og af-
nám vinaspillingar fæst með nýjum flokkum, nýju fólki
og nýjum stefnumálum í alþingiskosningum. Endurreisn
fjármálakerfisins getur ekki beðið eftir ESB eða bylt-
ingunni. Við verðum að framkvæma endurreisnina sjálf
á fljótvirkan máta með því að Alþingi endurskapi laga-
rammana og Stjórnarráðið reglugerðirnar sérstaklega
um fjármálakerfið, þar með talin bankastarfsemi, gjald-
eyrisviðskipti og fjármagnsflutningar, hlutabréfamark-
aðurinn, fjárfestingafélög, Fjármálaeftirlitið og Seðla-
bankinn. Einnig þarf að setja ný lög og reglur um margs
konar önnur mikilvæg atriði svo sem félagastarfsemi,
samkeppnis- og viðskiptahætti, skattamál og endurreisn
sparisjóðanna. Íslensk stjórnvöld hafa fulla getu og
burði til þess að gera þetta á eigin vegum. Til þess þurfa
þau svigrúm og óskorað frelsi frá lögum og reglum ESB
sem gilda hér samkvæmt EES samningnum og hafa að-
gerðalamað íslensk stjórnvöld sem misstu framtakssem-
ina og árveknina um íslenska hagsmuni í streði við að
taka upp og framfylgja tilskipunum ESB. Það þarf að
fella úr gildi hérlendis ákvæði úr EES-samningnum og
bæði lög og reglugerðir sem ESB hefur sett hér í krafti
hans, a.m.k. meðan verið er að hreinsa til og skapa nýjan
ramma. Aðgerðalömun íslenskra stjórnvalda er reyndar
þegar farin að læknast, með neyðarlögum og aðgerðum í
gjaldeyrismálum er búið að ganga framhjá ESB-
reglunum og er EES samningurinn því í raun fallinn úr
gildi á þeim sviðum. En fullt frelsi til að endurreisa ís-
lenska stjórnkerfið fæst ekki nema með því að tilskip-
anir ESB víki til frambúðar fyrir vilja Alþingis og reglu-
gerðum Stjórnarráðsins. Þetta fæst best með því að
semja við ESB um undanþágu frá tilskipununum, breyt-
ingu á EES-samningnum eða með því að segja honum
upp og Íslendingar taki stjórnvaldið aftur í sínar hendur.
Okkur hefur vegnað best þegar við gerðum það.
Við verðum sjálf að endurreisa Ísland
Friðrik Daníelsson verkfræðingur
GRUNNUR hvers þjóðfélags er
fjölskyldan. Þjóðfélag með brotnar
fjölskyldur getur aldrei staðið undir
nafni. Þess vegna verður að standa
vörð um fjölskyldurnar í landinu hvað
sem það kostar. Og við verðum að sýna
þeim stuðning og virðingu og fram-
kvæma nú þegar aðgerðir sem tryggja
lágmarksafkomu þeirra. Hvernig ger-
um við það á þessum tímum?
Í fyrsta lagi verður að skipta um gjaldmiðil í landinu nú
þegar til að tryggja stöðugleika í fjármálum heimilanna.
Með þessu verður tryggt að ríkisvaldið getur ekki skaðað
fjármál þeirra með tilviljanakenndum sveiflum á gjald-
miðlinum og okurvaxtastefnu. Verðbólgan verður hamin,
verðskyn eflist og samanburður milli landa í vöruverði og
launakjörum verður raunhæfur. Vinnustundir verða
metnar að verðleikum miðað við önnur lönd. Ef mönnum
ofbýður verðlag og vaxtakjör geta þeir leitað til útlanda
með kaupið sitt.
Í öðru lagi verður að koma böndum á skuldir heim-
ilanna. Fjölskyldurnar geta ekki risið undir lánunum eins
og þau eru í dag og grípa verður í taumana til þess að tug-
þúsundir fari ekki á vergang. Bankakerfið getur þar að
auki ekki tekið við þúsundum húsa og íbúða eftir uppboð,
það myndi ríða því að fullu. Þess vegna verður að grípa til
aðgerða nú þegar.
Lífeyrissjóðirnir eiga vel á annað þúsund milljarða
króna sem fólkið hefur lagt þeim til. Nú er lag að nota
hluta þessa fjármagns til að gera upp skuldir heimilanna,
þannig nýtist fjármagnið fyrir fólkið á þessum erfiðum
tímum. Lífeyririnn sem fólkið hefur skapað sér í gegnum
árin yfirfærist á eignir þeirra, sem verða skuldlausar og
ígildi lífeyris í staðinn. Jafnvel er hugsanlegt að nota pen-
ingana einnig til að losna undan oki Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins og skapa þannig svigrúm fyrir Íslendinga að
leysa málin með sínu lagi. Þar að auki rynni vaxtakostn-
aður til íslenska þjóðfélagsins en ekki til annarra landa.
Ríkisvaldið tryggir á móti viðunandi lífeyri fyrir alla
landsmenn á eftirlaunaaldri með þeim fjármunum sem
ella hefðu verið nýttir til vaxtagreiðslna á erlendum lán-
um. Með þessum hætti er tryggt að allir halda heimilum
sínum og allir eiga fyrir mat. Þannig skapast meiri ró hjá
fjölskyldunum og þar af leiðandi í þjóðfélaginu og óviss-
unni um grunnafkomu verður eytt.
Í þriðja lagi verður að tryggja afkomu eldri borara og
öryrkja. Þetta fólk varði ævi sinni í að byggja upp íslenskt
velferðarþjóðfélag. Það er kominn tími til að greiða til
baka. Notum lífeyrissjóðina til þess!
Ofantaldar hugmyndir til lausna á vandanum eru fram-
kvæmanlegar nú þegar. Vitaskuld munu einhverjir rísa
upp og mótmæla, en ríkisvaldið mun aldrei geta gert neitt
til lausnar þessum vanda án þess að einhverjir mótmæli.
Það verður að hafa bein í nefinu til að takast á við lausn
þessara mála strax í dag, þótt einhverjum finnist vera
gengið á sinn hag. Lífeyrissjóðirnir munu álíta að þeir
tapi, en til lengri tíma litið munu þeir hagnast á þessum
aðgerðum. Þetta er betri kostur en að þjóðfélagið leysist
upp í óeirðum, þjófnaði og skemmdum vegna fólks sem
hefur lagt á sig ómælda vinnu í áraraðir en misst allt
vegna óreiðu nokkurra manna, fjármálastofnana og
rangrar lagasetningar.
Þjóðfélagið er fjölskyldan
Sturla Hólm Jónsson, fyrrverandi atvinnurekandi.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Sevilla
23.-26. apríl
Hin glæsta höfuðborg
Andalúsíu!
Frábært sértilboð - mjög fá sæti í boði!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð, á sumardaginn fyrsta til
Sevilla höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla
er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum,
s.s. Dómkirkjunni með Giraldaturninn þeirri þriðju stærstu í heimi. Í
miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar er einstök
stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg.
Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Vorið bregður
Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur til
að bera. Bjóðum frábært sértilboð á góðri gistingu, Suites Vega del
Rey. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka
helgarferð þar sem tíminn nýtist
einstalega vel, en flogið er út að
morgni fimmtudags
(sumardagsins fyrsta) og komið
heim að kvöldi sunnudags (aðeins
einn vinnudagur).
Beint morgunflug
- á sumardaginn fyrsta
Verð frá kr. 69.990
Netverð á mann. Sértilboð. Flug, skattar
og gisting í tvíbýli á Suites Vega del Rey
með morgunverði í 3 nætur. Aukagjald
fyrir hálft fæði kr. 5.900. Aukagjald fyrir
einbýli kr. 14.200.